Sex vistaðir í fangageymslu í nótt Sylvía Hall skrifar 21. júní 2020 07:16 Sex voru vistaðir í fangageymslu í nótt. Vísir/vilhelm Alls voru 97 mál skráð í dagbók lögreglu frá klukkan 17 í gær til klukkan fimm í morgun. Þar af voru 26 útköll vegna hávaða og skemmtana í heimahúsum. Sex voru vistaðir í fangageymslu að því er fram kemur í dagbók lögreglu. Á sjötta tímanum í gær var lögregla kölluð að Fiskislóð vegna manns sem hafði stolið úr verslun. Viðkomandi hafði reynt að stela osti en var stöðvaður þegar hann var að yfirgefa verslunina. Útskýringar mannsins voru þær að osturinn væri of dýr. Skömmu síðar, eða rétt fyrir klukkan sex, voru tvö tilfelli þar sem lögregla var kölluð til vegna ölvaðra manna á Laugavegi. Í fyrra skipti var um tvo menn að ræða, en allir þrír voru handteknir vegna ástands og vistaðir í fangageymslu. Um áttaleytið barst lögreglu svo tilkynning eftir að rafmagnshlaupahjóli var ekið á níu ára stúlku með þeim afleiðingum að hún fékk áverka á fæti. Tvær konur höfðu verið að keyra um á sitthvoru hjólinu og önnur þeirra ók á á stúlkuna með fyrrgreindum afleiðingum. Þegar búið var að hringja á neyðarlínu létu konurnar sig hverfa en sjúkrabíll mætti á vettvang og hlúði að stúlkunni, sem var þó óbrotin. Málið er í rannsókn. Á níunda tímanum var tilkynnt um þjófnað úr verslun við Laugaveg þegar ölvaður maður gekk inn í verslunina, tók með sér peysu og gæru og gekk út. Lögreglan fann manninn og þýfið skömmu síðar, en þurfti svo aftur að hafa afskipti af honum tæplega klukkutíma síðar þegar hann var aftur gripinn við það að stela úr annarri verslun. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu. Klukkan hálf eitt í nótt hafði lögregla afskipti af ölvuðum manni sem ók vespu við Suðurlandsbraut. Maðurinn var ekki með nein skilríki meðferðis og gat illa gert grein fyrir sér, en hann er grunaður um ölvunarakstur og akstur án ökuréttinda og var vistaður í fangageymslu. Á tólfta tímanum barst svo tilkynning vegna hunds sem hafði bitið konu í Hafnarfirði. Konan náði að hrista hundinn af sér að því er fram kemur í dagbók lögreglu, en eigandi hundsins kom skömmu síðar og sótti hann. Læknisskoðun leiddi í ljós að bitið olli ekki neinum skaða. Lögreglumál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira
Alls voru 97 mál skráð í dagbók lögreglu frá klukkan 17 í gær til klukkan fimm í morgun. Þar af voru 26 útköll vegna hávaða og skemmtana í heimahúsum. Sex voru vistaðir í fangageymslu að því er fram kemur í dagbók lögreglu. Á sjötta tímanum í gær var lögregla kölluð að Fiskislóð vegna manns sem hafði stolið úr verslun. Viðkomandi hafði reynt að stela osti en var stöðvaður þegar hann var að yfirgefa verslunina. Útskýringar mannsins voru þær að osturinn væri of dýr. Skömmu síðar, eða rétt fyrir klukkan sex, voru tvö tilfelli þar sem lögregla var kölluð til vegna ölvaðra manna á Laugavegi. Í fyrra skipti var um tvo menn að ræða, en allir þrír voru handteknir vegna ástands og vistaðir í fangageymslu. Um áttaleytið barst lögreglu svo tilkynning eftir að rafmagnshlaupahjóli var ekið á níu ára stúlku með þeim afleiðingum að hún fékk áverka á fæti. Tvær konur höfðu verið að keyra um á sitthvoru hjólinu og önnur þeirra ók á á stúlkuna með fyrrgreindum afleiðingum. Þegar búið var að hringja á neyðarlínu létu konurnar sig hverfa en sjúkrabíll mætti á vettvang og hlúði að stúlkunni, sem var þó óbrotin. Málið er í rannsókn. Á níunda tímanum var tilkynnt um þjófnað úr verslun við Laugaveg þegar ölvaður maður gekk inn í verslunina, tók með sér peysu og gæru og gekk út. Lögreglan fann manninn og þýfið skömmu síðar, en þurfti svo aftur að hafa afskipti af honum tæplega klukkutíma síðar þegar hann var aftur gripinn við það að stela úr annarri verslun. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu. Klukkan hálf eitt í nótt hafði lögregla afskipti af ölvuðum manni sem ók vespu við Suðurlandsbraut. Maðurinn var ekki með nein skilríki meðferðis og gat illa gert grein fyrir sér, en hann er grunaður um ölvunarakstur og akstur án ökuréttinda og var vistaður í fangageymslu. Á tólfta tímanum barst svo tilkynning vegna hunds sem hafði bitið konu í Hafnarfirði. Konan náði að hrista hundinn af sér að því er fram kemur í dagbók lögreglu, en eigandi hundsins kom skömmu síðar og sótti hann. Læknisskoðun leiddi í ljós að bitið olli ekki neinum skaða.
Lögreglumál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira