Hagsmunir lögreglunnar fólgnir í trausti almennings Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. júní 2020 14:00 Sigríður Bjök Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri. Vísir/Vilhelm Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, segir mikilvægt að lögreglan breyti sambandi sínu við almenning til að hægt sé að veita sem besta þjónustu. Viðhorf lögreglunnar til almennings hafi breyst töluvert frá því hún hóf störf sem lögreglustjóri á Ísafirði árið 2002 og þróunin sé stöðugt að breytast í rétta átt. „Við erum stuðningur við lögregluna í landinu, við erum stuðningur við vettvanginn en á sama tíma þurfum við líka að passa að miðla upplýsingum, vera til staðar,“ sagði Sigríður í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hún segir einnig mikilvægt að samband lögreglunnar við fjölmiðla sé gott til að almenningur fái sem skýrasta mynd af því sem sé í gangi. „Það er mikill áhugi á lögreglunni, þingið er að spyrja og mikill áhugi frá fréttamönnum og svo framvegis. Það tók mig smá tíma að átta mig á því að við erum að þjóna nákvæmlega sama hópi. Ef við eigum ekki gott samband við fjölmiðla þá eru fjölmiðlar ekki með rétta mynd til að sýna fólkinu og þetta er sama fólkið og við erum að þjóna.“ Sigríður segir mikilvægt að tekið sé mið af tækniþróun og að lögregluembættið nýti sér nýstárlegri leiðir til að miðla upplýsingum til almennings. Upplýsingamiðlun hafi færst mikið til á síðustu árum og gera þurfi meira í því að ná til yngra fólks sem notar breyttar leiðir til samskipta. Sigríður fór í nám fyrir nokkrum árum og segir hún það hafa kennt sér margt. „Það sem ég áttaði mig ekki á þegar ég fór í þetta nám var að þetta var miklu meira, það var þessi breyting á samfélaginu. Að búa til platform fyrir þjónustu lögreglunnar og reyna að horfa á okkar vörur, við erum að veita þjónustu og erum að skila af okkur vörum, greiningar eru vörur, tölfræði er vörur, þetta verður að vera eitthvað sem fólkið vill fá.“ „Svo að þetta sé ekki þetta sem var þegar ég byrjaði, að okkar kúnni var glæpamaður. En það er alls ekki þannig, því hann á fjölskyldu, það eru þolendur, það eru fjárhagslegar afleiðingar og það eru samfélagslegar afleiðingar. Ólíkt fyrirtækjum á markaði þá eru okkar hagsmunir traustið. Ef að traustið er til staðar á milli okkar og borgaranna, þeirra sem við þjónum, þá erum við að fá betri upplýsingar. Fólk þorir að leita til okkar, við erum að fá heilbrigðara samband,“ segir Sigríður. „Það versta sem gerist er þegar fólk kærir ekki og hefur ekki samband við lögreglu þegar það þarf á því að halda því traustið er ekki til staðar. Það er það sem við erum alltaf að vinna með,“ segir Sigríður. „Við eigum ekki að veita þjónustu eins og við teljum að við eigum að veita hana heldur eins og fólk vill að hún sé veitt.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Lögreglan Sprengisandur Tengdar fréttir Sprengisandur: Ríkislögreglustjóri, breytingar á stjórnarskrá og kynþáttamál á Íslandi Halldór Friðrik Þorsteinsson stjórnarmaður í Frjálsa lífeyrissjóðunum verður fyrsti gestur Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi sem hefst klukkan 10 21. júní 2020 09:37 Lögreglan velur örfáa útvalda lögmenn sem verjendur í sakamálum Það kemur reglulega upp að sakborningar í sakamálum og fjölskyldur leiti til Afstöðu vegna lögmanna sem valdir hafa verið af lögreglu til að verja þá í sakamálum. Þetta á við um íslenska sakborninga og erlenda en þó sérstaklega þá síðarnefndu. 18. júní 2020 19:27 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, segir mikilvægt að lögreglan breyti sambandi sínu við almenning til að hægt sé að veita sem besta þjónustu. Viðhorf lögreglunnar til almennings hafi breyst töluvert frá því hún hóf störf sem lögreglustjóri á Ísafirði árið 2002 og þróunin sé stöðugt að breytast í rétta átt. „Við erum stuðningur við lögregluna í landinu, við erum stuðningur við vettvanginn en á sama tíma þurfum við líka að passa að miðla upplýsingum, vera til staðar,“ sagði Sigríður í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hún segir einnig mikilvægt að samband lögreglunnar við fjölmiðla sé gott til að almenningur fái sem skýrasta mynd af því sem sé í gangi. „Það er mikill áhugi á lögreglunni, þingið er að spyrja og mikill áhugi frá fréttamönnum og svo framvegis. Það tók mig smá tíma að átta mig á því að við erum að þjóna nákvæmlega sama hópi. Ef við eigum ekki gott samband við fjölmiðla þá eru fjölmiðlar ekki með rétta mynd til að sýna fólkinu og þetta er sama fólkið og við erum að þjóna.“ Sigríður segir mikilvægt að tekið sé mið af tækniþróun og að lögregluembættið nýti sér nýstárlegri leiðir til að miðla upplýsingum til almennings. Upplýsingamiðlun hafi færst mikið til á síðustu árum og gera þurfi meira í því að ná til yngra fólks sem notar breyttar leiðir til samskipta. Sigríður fór í nám fyrir nokkrum árum og segir hún það hafa kennt sér margt. „Það sem ég áttaði mig ekki á þegar ég fór í þetta nám var að þetta var miklu meira, það var þessi breyting á samfélaginu. Að búa til platform fyrir þjónustu lögreglunnar og reyna að horfa á okkar vörur, við erum að veita þjónustu og erum að skila af okkur vörum, greiningar eru vörur, tölfræði er vörur, þetta verður að vera eitthvað sem fólkið vill fá.“ „Svo að þetta sé ekki þetta sem var þegar ég byrjaði, að okkar kúnni var glæpamaður. En það er alls ekki þannig, því hann á fjölskyldu, það eru þolendur, það eru fjárhagslegar afleiðingar og það eru samfélagslegar afleiðingar. Ólíkt fyrirtækjum á markaði þá eru okkar hagsmunir traustið. Ef að traustið er til staðar á milli okkar og borgaranna, þeirra sem við þjónum, þá erum við að fá betri upplýsingar. Fólk þorir að leita til okkar, við erum að fá heilbrigðara samband,“ segir Sigríður. „Það versta sem gerist er þegar fólk kærir ekki og hefur ekki samband við lögreglu þegar það þarf á því að halda því traustið er ekki til staðar. Það er það sem við erum alltaf að vinna með,“ segir Sigríður. „Við eigum ekki að veita þjónustu eins og við teljum að við eigum að veita hana heldur eins og fólk vill að hún sé veitt.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Lögreglan Sprengisandur Tengdar fréttir Sprengisandur: Ríkislögreglustjóri, breytingar á stjórnarskrá og kynþáttamál á Íslandi Halldór Friðrik Þorsteinsson stjórnarmaður í Frjálsa lífeyrissjóðunum verður fyrsti gestur Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi sem hefst klukkan 10 21. júní 2020 09:37 Lögreglan velur örfáa útvalda lögmenn sem verjendur í sakamálum Það kemur reglulega upp að sakborningar í sakamálum og fjölskyldur leiti til Afstöðu vegna lögmanna sem valdir hafa verið af lögreglu til að verja þá í sakamálum. Þetta á við um íslenska sakborninga og erlenda en þó sérstaklega þá síðarnefndu. 18. júní 2020 19:27 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Sprengisandur: Ríkislögreglustjóri, breytingar á stjórnarskrá og kynþáttamál á Íslandi Halldór Friðrik Þorsteinsson stjórnarmaður í Frjálsa lífeyrissjóðunum verður fyrsti gestur Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi sem hefst klukkan 10 21. júní 2020 09:37
Lögreglan velur örfáa útvalda lögmenn sem verjendur í sakamálum Það kemur reglulega upp að sakborningar í sakamálum og fjölskyldur leiti til Afstöðu vegna lögmanna sem valdir hafa verið af lögreglu til að verja þá í sakamálum. Þetta á við um íslenska sakborninga og erlenda en þó sérstaklega þá síðarnefndu. 18. júní 2020 19:27