57 starfsmenn SÁÁ vilja ekki Þórarin aftur og lýsa yfir stuðningi við Einar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. júní 2020 08:45 Sjúkrahúsið Vogur Vísir/Sigurjón 57 starfsmenn meðferðarsviðs SÁÁ hafa sent fjölmiðlum yfirlýsingu þar sem þeir lýsa yfir stuðningi við Einar Hermansson í formannskjöri SÁÁ sem haldið verður 30. júní. Starfsmennirnir vilja ekki að Þórarinn Tyrfingsson verði kjörinn. Einar og Þórarinn eru í formannskjöri en nokkur ólga hefur verið í starfi samtakanna á Vogi undanfarna mánuði, ekki síst eftir að Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri Vogs og framkvæmdastjóri lækninga, sagði upp til að mótmæla því að öllum sálfræðingum og lýðheilsufræðingi hefði verið sagt upp við stofnunina án samráðs við hana. Hún dró uppsögn sína þó til baka og í framhaldinu voru hinar uppsagnirnar dregnar til baka Þá hefur einnig verið fjallað um fjárhagsvandræði SÁÁ, ekki síst vegna kórónuveirufaraldursins en SÁÁ hefur líkt og aðrir fundið fyrir tekjusamdrættu að undanförnu. Starfsmennirnir 57 segja þó að vandi SÁÁ snúist ekki um peninga heldur „um yfirgengilegt ofbeldi í samskiptum, vanvirðingu, undirróður og valdabaráttu manna sem geta ekki sleppt tökunum á gömlum tímum.“ Í yfirlýsingunni lýsa starfsmennirnir 57 yfir stuðningi við Einar í formannsstólinn og segja að nýir tímar hafi hafist í starfi SÁÁ á Vogi þegar Þórarinn Tyrfingsson lét af starfi forstjóra Vogs. Starfsmennirnir vilji því ekki sjá Þórarinn í embætti formanns SÁÁ, enda hafi að þeirra mati orðið jákvæðar breytingar á starfi Vogs eftir að Valgerður tók við af Þórarni. „Við starfsfólk meðferðarsviðs SÁÁ viljum ekki Þórarinn Tyrfingsson sem formann SÁÁ. Okkur þarf ekki að bjarga, starfsandinn er almennt góður og það eitt að fyrrverandi formaður haldi öðru fram er dæmigert fyrir hans stjórnunarstíl, viðhorf og sjónarmið,“ segir í yfirlýsingunni. Fíkn Heilbrigðismál Ólga innan SÁÁ Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Fleiri fréttir Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Sjá meira
57 starfsmenn meðferðarsviðs SÁÁ hafa sent fjölmiðlum yfirlýsingu þar sem þeir lýsa yfir stuðningi við Einar Hermansson í formannskjöri SÁÁ sem haldið verður 30. júní. Starfsmennirnir vilja ekki að Þórarinn Tyrfingsson verði kjörinn. Einar og Þórarinn eru í formannskjöri en nokkur ólga hefur verið í starfi samtakanna á Vogi undanfarna mánuði, ekki síst eftir að Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri Vogs og framkvæmdastjóri lækninga, sagði upp til að mótmæla því að öllum sálfræðingum og lýðheilsufræðingi hefði verið sagt upp við stofnunina án samráðs við hana. Hún dró uppsögn sína þó til baka og í framhaldinu voru hinar uppsagnirnar dregnar til baka Þá hefur einnig verið fjallað um fjárhagsvandræði SÁÁ, ekki síst vegna kórónuveirufaraldursins en SÁÁ hefur líkt og aðrir fundið fyrir tekjusamdrættu að undanförnu. Starfsmennirnir 57 segja þó að vandi SÁÁ snúist ekki um peninga heldur „um yfirgengilegt ofbeldi í samskiptum, vanvirðingu, undirróður og valdabaráttu manna sem geta ekki sleppt tökunum á gömlum tímum.“ Í yfirlýsingunni lýsa starfsmennirnir 57 yfir stuðningi við Einar í formannsstólinn og segja að nýir tímar hafi hafist í starfi SÁÁ á Vogi þegar Þórarinn Tyrfingsson lét af starfi forstjóra Vogs. Starfsmennirnir vilji því ekki sjá Þórarinn í embætti formanns SÁÁ, enda hafi að þeirra mati orðið jákvæðar breytingar á starfi Vogs eftir að Valgerður tók við af Þórarni. „Við starfsfólk meðferðarsviðs SÁÁ viljum ekki Þórarinn Tyrfingsson sem formann SÁÁ. Okkur þarf ekki að bjarga, starfsandinn er almennt góður og það eitt að fyrrverandi formaður haldi öðru fram er dæmigert fyrir hans stjórnunarstíl, viðhorf og sjónarmið,“ segir í yfirlýsingunni.
Fíkn Heilbrigðismál Ólga innan SÁÁ Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Fleiri fréttir Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Sjá meira