Kemur til greina að hætta að skima ferðamenn frá ákveðnum löndum Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. júní 2020 15:11 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/vilhelm Til greina kemur að hætta að skima farþega frá ákveðnum löndum fyrir kórónuveirunni á landamærunum. Ekki hefur verið ákveðið hvaða lönd þar gæti verið um að ræða. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar í dag. „Þetta er akkúrat tilgangurinn með þessari skimun, þannig að við fáum upplýsingar og niðurstöður um smit hjá ferðamönnum. Þannig að við getum dregið af þeim vísbendingar og jafnvel hætt að skima einstaklingum frá ákveðnum löndum eða flug frá ákveðnum löndum, til dæmis, og getum þá einbeitt okkur betur að öðrum,“ sagði Þórólfur. Fyrirhugað er að Schengen-landamærin opni 1. júlí. Þórólfur sagði að landslagið gæti þá breyst hér á landi er varðar áhættumat á öðrum löndum. „En þetta er akkúrat það sem við þurfum að skoða og við höfum sagt áður að við munum þurfa að láta líða tvær vikur til að fá góða reynslu á þetta. Og vonandi mun þessi vika núna, seinni vikan af þessum tveimur vikum, reynast okkur notadrjúg í því að við fáum góða þekkingu og vitneskju þannig að við getum dregið af því ályktanir.“ Skýrist í næstu viku Viðbúið er að allt að 9000 manns gætu komið til landsins á degi hverjum miðað við sætaframboð strax nú um mánaðamótin en skimunargeta á Keflavíkurflugvelli er aðeins 2000 manns á dag. Þórólfur sagði á fundinum í dag að vissulega væri óskandi að hægt væri að skima fleiri. „Það er hins vegar mögulegt í samræmi við aukna vitneskju að við gætum kannski hætt að skima vélar frá einhverjum löndum eða ákveðnum þjóðernum og þannig gæti fjöldinn aukist, þannig að við gætum farið að skima aðra einstaklinga frá öðrum stöðum. Þannig að það eru margir möguleikar í þessu, þó að við getum ekki aukið heildarskimunarfjöldann umfram 2000 á dag.“ Hann kvaðst aðspurður ekki tilbúinn að segja neitt um það hvaða lönd kæmu til greina í þessum efnum, þ.e. frá hvaða löndum yrði ef til vill hætt að skima. Skimanirnar yrðu gerðar upp í lok næstu viku og þá myndu málin skýrast betur. Alls voru 760 sýni tekin úr farþegum sem komu til landsins í gær. Enginn greindist með veiruna en frá því að á mánudag hafa rúmlega sjö þúsund farþegar komið til Íslands, langflestir til Keflavíkur en 160 með Norrænu og 350 með einkaflugi. Sýni hefur verið tekið úr 5500 einstaklingum en af þeim hafa aðeins tveir reynst vera með smit og eru þess vegna í einangrun. Níu eru hins vegar með gamalt smit og eru ekki smitandi. Ekki þurfti ráðstafanir fyrir þá, að sögn Þórólfs. Þá er enginn alvarlega veikur af veirunni á landinu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Fleiri fréttir Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Sjá meira
Til greina kemur að hætta að skima farþega frá ákveðnum löndum fyrir kórónuveirunni á landamærunum. Ekki hefur verið ákveðið hvaða lönd þar gæti verið um að ræða. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar í dag. „Þetta er akkúrat tilgangurinn með þessari skimun, þannig að við fáum upplýsingar og niðurstöður um smit hjá ferðamönnum. Þannig að við getum dregið af þeim vísbendingar og jafnvel hætt að skima einstaklingum frá ákveðnum löndum eða flug frá ákveðnum löndum, til dæmis, og getum þá einbeitt okkur betur að öðrum,“ sagði Þórólfur. Fyrirhugað er að Schengen-landamærin opni 1. júlí. Þórólfur sagði að landslagið gæti þá breyst hér á landi er varðar áhættumat á öðrum löndum. „En þetta er akkúrat það sem við þurfum að skoða og við höfum sagt áður að við munum þurfa að láta líða tvær vikur til að fá góða reynslu á þetta. Og vonandi mun þessi vika núna, seinni vikan af þessum tveimur vikum, reynast okkur notadrjúg í því að við fáum góða þekkingu og vitneskju þannig að við getum dregið af því ályktanir.“ Skýrist í næstu viku Viðbúið er að allt að 9000 manns gætu komið til landsins á degi hverjum miðað við sætaframboð strax nú um mánaðamótin en skimunargeta á Keflavíkurflugvelli er aðeins 2000 manns á dag. Þórólfur sagði á fundinum í dag að vissulega væri óskandi að hægt væri að skima fleiri. „Það er hins vegar mögulegt í samræmi við aukna vitneskju að við gætum kannski hætt að skima vélar frá einhverjum löndum eða ákveðnum þjóðernum og þannig gæti fjöldinn aukist, þannig að við gætum farið að skima aðra einstaklinga frá öðrum stöðum. Þannig að það eru margir möguleikar í þessu, þó að við getum ekki aukið heildarskimunarfjöldann umfram 2000 á dag.“ Hann kvaðst aðspurður ekki tilbúinn að segja neitt um það hvaða lönd kæmu til greina í þessum efnum, þ.e. frá hvaða löndum yrði ef til vill hætt að skima. Skimanirnar yrðu gerðar upp í lok næstu viku og þá myndu málin skýrast betur. Alls voru 760 sýni tekin úr farþegum sem komu til landsins í gær. Enginn greindist með veiruna en frá því að á mánudag hafa rúmlega sjö þúsund farþegar komið til Íslands, langflestir til Keflavíkur en 160 með Norrænu og 350 með einkaflugi. Sýni hefur verið tekið úr 5500 einstaklingum en af þeim hafa aðeins tveir reynst vera með smit og eru þess vegna í einangrun. Níu eru hins vegar með gamalt smit og eru ekki smitandi. Ekki þurfti ráðstafanir fyrir þá, að sögn Þórólfs. Þá er enginn alvarlega veikur af veirunni á landinu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Fleiri fréttir Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Sjá meira