Dæmdur fyrir að fróa sér á almannafæri Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. júní 2020 17:39 Maðurinn var ákærður fyrir blygðunarsemisbrot gagnvart tveimur borgurum og tveimur lögregluþjónum. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi á dögunum karlmann til þriggja mánaða fangelsisvistar fyrir að fróa sér á almannafæri. Dómurinn er skilorðsbundinn til tveggja ára. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa berað kynfæri sín og fróað sér utandyra á gatnamótum Gunnarsbrautar og Kjartansgötu í Reykjavík, þann 8. september 2018. Tveir borgarar, sem ekki eru nefndir á nafn í dómi héraðsdóms, urðu vitni að athæfi mannsins, sem og fjórir lögregluþjónar. Maðurinn var upphaflega ákærður fyrir blygðunarsemisbrot gegn öllum sem urðu vitni að atvikinu, en síðar var fallið frá saksókn fyrir að særa blygðunarsemi tveggja lögreglumannanna. Maðurinn neitaði sök og krafðist sýknu í málinu. Í dómi héraðsdóms kemur fram að þrátt fyrir að neita sök kannaðist maðurinn við að hafa verið á umræddum gatnamótum á umræddum tíma. Kvaðst hann hafa verið ölvaður, í „black out-ástandi“ og sagðist hafa verið að kasta af sér vatni. Við skýrslutöku vegna málsins, sama dag og atvikið átti sér stað, kvaðst maðurinn þó ekki muna eftir athæfinu. Hjón nokkur sem báru vitni í málinu sögðu bæði af og frá að maðurinn hefði verið að kasta af sér vatni. Eins sögðu þau að enginn vafi hafi verið um að maðurinn hefði verið að fróa sér. Þetta rímar við vitnisburð tveggja lögreglumanna sem komu á vettvang, en annar þeirra sagði meðal annars að limur mannsins hafi verið reistur og hann hafi skakað sér utan í nálæga bifreið. Hinn sagðist hafa séð til mannsins með buxurnar á hælunum, en sá hann þó ekki fróa sér, þar sem hann hafði ekki samskipti við ákærða, heldur önnur vitni. Í dómi yfir manninum kemur fram að fyrri sakaferill hans, sem ekki er nánar rakinn, hafi ekki þýðingu við úrlausn málsins. Því sé hæfileg refsins þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Eins var maðurinn dæmdur til að greiða málsvarnarlaun verjanda síns og þóknun fyrri verjanda. Dómsmál Reykjavík Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi á dögunum karlmann til þriggja mánaða fangelsisvistar fyrir að fróa sér á almannafæri. Dómurinn er skilorðsbundinn til tveggja ára. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa berað kynfæri sín og fróað sér utandyra á gatnamótum Gunnarsbrautar og Kjartansgötu í Reykjavík, þann 8. september 2018. Tveir borgarar, sem ekki eru nefndir á nafn í dómi héraðsdóms, urðu vitni að athæfi mannsins, sem og fjórir lögregluþjónar. Maðurinn var upphaflega ákærður fyrir blygðunarsemisbrot gegn öllum sem urðu vitni að atvikinu, en síðar var fallið frá saksókn fyrir að særa blygðunarsemi tveggja lögreglumannanna. Maðurinn neitaði sök og krafðist sýknu í málinu. Í dómi héraðsdóms kemur fram að þrátt fyrir að neita sök kannaðist maðurinn við að hafa verið á umræddum gatnamótum á umræddum tíma. Kvaðst hann hafa verið ölvaður, í „black out-ástandi“ og sagðist hafa verið að kasta af sér vatni. Við skýrslutöku vegna málsins, sama dag og atvikið átti sér stað, kvaðst maðurinn þó ekki muna eftir athæfinu. Hjón nokkur sem báru vitni í málinu sögðu bæði af og frá að maðurinn hefði verið að kasta af sér vatni. Eins sögðu þau að enginn vafi hafi verið um að maðurinn hefði verið að fróa sér. Þetta rímar við vitnisburð tveggja lögreglumanna sem komu á vettvang, en annar þeirra sagði meðal annars að limur mannsins hafi verið reistur og hann hafi skakað sér utan í nálæga bifreið. Hinn sagðist hafa séð til mannsins með buxurnar á hælunum, en sá hann þó ekki fróa sér, þar sem hann hafði ekki samskipti við ákærða, heldur önnur vitni. Í dómi yfir manninum kemur fram að fyrri sakaferill hans, sem ekki er nánar rakinn, hafi ekki þýðingu við úrlausn málsins. Því sé hæfileg refsins þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Eins var maðurinn dæmdur til að greiða málsvarnarlaun verjanda síns og þóknun fyrri verjanda.
Dómsmál Reykjavík Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Sjá meira