Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - KR 6-0 | Breiðablik pakkaði KR saman á Kópavogsvelli Ísak Hallmundarson skrifar 23. júní 2020 22:15 Úr leik Breiðabliks og Vals í fyrra. Vísir/Daniel Breiðablik tók á móti KR í Pepis Max deild kvenna í dag. Blikar gjörsamlega yfirspiluðu KR-inga í leiknum og unnu á endanum 6-0 sigur. Sigur Breiðabliks var aldrei í hættu en strax á 14. mínútu skoraði markadrottningin Berglind Björg Þorvaldsdóttir fyrsta mark leiksins eftir sendingu frá Rakel Hönnudóttur en hún bjó til markið með góðu hlaupi. Strax þremur mínútum síðar á Sveindís Jane Jónsdóttir stoðsendingu á Berglindi sem fær boltann rétt utan við teiginn og smellir honum í vinkilinn fjær. Berglind fékk gott tækifæri til að klára þrennuna á 25. mínútu en hitti þá ekki boltann í frábærri stöðu. Það kom ekki að sök því á 31. mínútu fullkomnaði hún þrennuna, fékk boltann á eiginlega nákvæmlega sama stað og í öðru markinu en smellti honum að þessu sinni í nærhornið. Blikar fóru með þægilega 3-0 forystu inn í hálfleik. Á 53. mínútu skoraði Sveindís fjórða mark blika eftir laglegt samspil. Berglind Björg átti frábæra sendingu út á Öglu Maríu sem senti síðan fastan bolta meðfram grasinu á Sveindísi sem kláraði auðveldlega framhjá Ingibjörgu í marki KR. Næstu mínúturnar var bara spurning hvenær næsta mark kæmi og það var á 76. mínútu þegar Agla María fiskaði víti sem hún skoraði úr sjálf. Sveindís bætti síðan við öðru marki sínu og sjötta marki Breiðabliks á 90. mínútu eftir góða fyrirgjöf frá Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur. Lokatölur eins og áður segir 6-0 sigur Blika og með sigrinum eru þær komnar á toppinn. Af hverju vann Breiðablik? Þær sýndu það í dag að þær eru einfaldlega miklu betra lið en KR og mjög líklega besta liðið í deildinni. Þetta var aldrei spurning. Hverjar stóðu upp úr? Berglind Björg átti frábæran leik, skoraði fyrstu þrjú mörkin og átti lykilsendingu í aðdraganda fjórða marksins. Sveindís Jane Jónsdóttir var einnig frábær, lagði upp tvö mörk og skoraði tvö og þá átti Agla María Albertsdóttir góðan leik þar sem hún lagði upp mark, fiskaði víti og skoraði úr því sjálf. Hvað gekk illa? Það er einfalt – spilamennska KR. Eftir fyrsta mark Breiðabliks var eins og þær hefðu enga trú á verkefninu og þær áttu ekki eitt einasta svar gegn sterku liði Blika. Hvað gerist næst? Breiðablik heimsækir Þrótt í Laugardalinn þann 30. júní og KR mætir FH í Vesturbænum degi síðar. Berglind Björg átti frábæran leik og skoraði þrennu í kvöld.vísir/bára Berglind Björg: Ætlum ekkert að fela það að við stefnum á titilinn „Ég er gríðarlega sátt með hvernig liðið spilaði og við vorum tilbúnar frá upphafsmínútu og enduðum líka leikinn vel, þannig ég er mjög sátt. Þetta var mjög góður leikur af okkar hálfu og við munum bara gera betur í hverjum einasta leik hér eftir,“ sagði Berglind Björg Þorvaldsdóttir eftir leik, en hún fór á kostum í leiknum og skoraði þrjú mörk í fyrri hálfleik. Breiðablik er með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir og ekki búið að fá á sig mark. Berglind segist ekki ætla að leyna því að Blikar stefna á Íslandsmeistaratitil og ekkert annað. „Við ætlum bara að byggja ofan á þetta, við erum ekkert hættar. Við ætlum ekkert að fela það að við ætlum að stefna á titilinn, það hefur verið markmið okkar frá því í byrjun og breytist ekkert.“ Þorsteinn Halldórssonvísir/bára Þorsteinn Halldórs: Fögnum spilamennskunni og mörkunum ,,Ég er bara sáttur við leikinn og heilt yfir ánægður með leikinn og mörkin og að halda hreinu. Áfram gakk,‘‘ sagði Þorsteinn Halldórsson þjálfari Breiðabliks. ,,Þetta er að byrja og við bara fögnum þessum sigri og fögnum spilamennskunni og mörkunum. Svo er bara næsta leikur, við bara njótum þess að vinna í kvöld og svo byrjum við að undirbúa okkur á morgun.‘‘ Hildur Antonsdóttir var ekki með í dag en Þorsteinn staðfestir að hún sé með slitið krossband og því ólíklegt að hún spili meira með Breiðabliki í sumar. ,,Við urðum fyrir nokkru áfalli núna, Hildur Antons sleit krossband á æfingu á sunnudaginn. En það kemur bara maður í manns stað og vonandi náum við bara að leysa vel það skarð sem hún skilur eftir sig.‘‘ Jóhannes Karl Sigursteinsson gat ekki verið sáttur með leik síns liðs í kvöld.vísir Jóhannes Karl: Vorum undir á öllum sviðum ,,Það voru engin svör, Blikarnir eru hreinlega miklu betra lið og úrslitin eftir því,“ voru fyrstu viðbrögð Jóhanness Karls Sigursteinssonar þjálfara KR eftir leik. ,,Við vissum alveg að byrjunin á mótinu væri erfið en við ætluðum engu að síður að vera komin með einhver stig á þessum tímapunkti. Núna er næsta skref bara að fara á æfingasvæðið og vinna í þessum hlutum sem við þurfum að laga og reyna að ná í stig.“ En hvaða hluti þarf KR-liðið að laga? ,,Í dag fannst mér við bara undir á öllum sviðum. Mér fannst hugarfarið ekki gott, það er eins og við þorum ekki að mæta þeim almennilega, förum að falla á opnu svæði og Blikarnir eru bara sterkir og refsa okkur fyrir það. Ég var ánægður með margt í Fylkisleiknum hjá okkur og við þurfum kannski að horfa í það að reyna áfram út frá þeim hlutum sem við gerðum vel þá, fyrstu skref eru að verjast eins og lið. Við þurfum að loka betur fyrir, fáum á okkur alltof mörg mörk og meðan við fáum á okkur svona mörg þá þarftu að skora helvíti mikið til að vinna. Fyrsta skref er að halda markinu hreinu og þá dugar eitt mark,“ sagði Jóhannes að lokum. Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik KR
Breiðablik tók á móti KR í Pepis Max deild kvenna í dag. Blikar gjörsamlega yfirspiluðu KR-inga í leiknum og unnu á endanum 6-0 sigur. Sigur Breiðabliks var aldrei í hættu en strax á 14. mínútu skoraði markadrottningin Berglind Björg Þorvaldsdóttir fyrsta mark leiksins eftir sendingu frá Rakel Hönnudóttur en hún bjó til markið með góðu hlaupi. Strax þremur mínútum síðar á Sveindís Jane Jónsdóttir stoðsendingu á Berglindi sem fær boltann rétt utan við teiginn og smellir honum í vinkilinn fjær. Berglind fékk gott tækifæri til að klára þrennuna á 25. mínútu en hitti þá ekki boltann í frábærri stöðu. Það kom ekki að sök því á 31. mínútu fullkomnaði hún þrennuna, fékk boltann á eiginlega nákvæmlega sama stað og í öðru markinu en smellti honum að þessu sinni í nærhornið. Blikar fóru með þægilega 3-0 forystu inn í hálfleik. Á 53. mínútu skoraði Sveindís fjórða mark blika eftir laglegt samspil. Berglind Björg átti frábæra sendingu út á Öglu Maríu sem senti síðan fastan bolta meðfram grasinu á Sveindísi sem kláraði auðveldlega framhjá Ingibjörgu í marki KR. Næstu mínúturnar var bara spurning hvenær næsta mark kæmi og það var á 76. mínútu þegar Agla María fiskaði víti sem hún skoraði úr sjálf. Sveindís bætti síðan við öðru marki sínu og sjötta marki Breiðabliks á 90. mínútu eftir góða fyrirgjöf frá Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur. Lokatölur eins og áður segir 6-0 sigur Blika og með sigrinum eru þær komnar á toppinn. Af hverju vann Breiðablik? Þær sýndu það í dag að þær eru einfaldlega miklu betra lið en KR og mjög líklega besta liðið í deildinni. Þetta var aldrei spurning. Hverjar stóðu upp úr? Berglind Björg átti frábæran leik, skoraði fyrstu þrjú mörkin og átti lykilsendingu í aðdraganda fjórða marksins. Sveindís Jane Jónsdóttir var einnig frábær, lagði upp tvö mörk og skoraði tvö og þá átti Agla María Albertsdóttir góðan leik þar sem hún lagði upp mark, fiskaði víti og skoraði úr því sjálf. Hvað gekk illa? Það er einfalt – spilamennska KR. Eftir fyrsta mark Breiðabliks var eins og þær hefðu enga trú á verkefninu og þær áttu ekki eitt einasta svar gegn sterku liði Blika. Hvað gerist næst? Breiðablik heimsækir Þrótt í Laugardalinn þann 30. júní og KR mætir FH í Vesturbænum degi síðar. Berglind Björg átti frábæran leik og skoraði þrennu í kvöld.vísir/bára Berglind Björg: Ætlum ekkert að fela það að við stefnum á titilinn „Ég er gríðarlega sátt með hvernig liðið spilaði og við vorum tilbúnar frá upphafsmínútu og enduðum líka leikinn vel, þannig ég er mjög sátt. Þetta var mjög góður leikur af okkar hálfu og við munum bara gera betur í hverjum einasta leik hér eftir,“ sagði Berglind Björg Þorvaldsdóttir eftir leik, en hún fór á kostum í leiknum og skoraði þrjú mörk í fyrri hálfleik. Breiðablik er með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir og ekki búið að fá á sig mark. Berglind segist ekki ætla að leyna því að Blikar stefna á Íslandsmeistaratitil og ekkert annað. „Við ætlum bara að byggja ofan á þetta, við erum ekkert hættar. Við ætlum ekkert að fela það að við ætlum að stefna á titilinn, það hefur verið markmið okkar frá því í byrjun og breytist ekkert.“ Þorsteinn Halldórssonvísir/bára Þorsteinn Halldórs: Fögnum spilamennskunni og mörkunum ,,Ég er bara sáttur við leikinn og heilt yfir ánægður með leikinn og mörkin og að halda hreinu. Áfram gakk,‘‘ sagði Þorsteinn Halldórsson þjálfari Breiðabliks. ,,Þetta er að byrja og við bara fögnum þessum sigri og fögnum spilamennskunni og mörkunum. Svo er bara næsta leikur, við bara njótum þess að vinna í kvöld og svo byrjum við að undirbúa okkur á morgun.‘‘ Hildur Antonsdóttir var ekki með í dag en Þorsteinn staðfestir að hún sé með slitið krossband og því ólíklegt að hún spili meira með Breiðabliki í sumar. ,,Við urðum fyrir nokkru áfalli núna, Hildur Antons sleit krossband á æfingu á sunnudaginn. En það kemur bara maður í manns stað og vonandi náum við bara að leysa vel það skarð sem hún skilur eftir sig.‘‘ Jóhannes Karl Sigursteinsson gat ekki verið sáttur með leik síns liðs í kvöld.vísir Jóhannes Karl: Vorum undir á öllum sviðum ,,Það voru engin svör, Blikarnir eru hreinlega miklu betra lið og úrslitin eftir því,“ voru fyrstu viðbrögð Jóhanness Karls Sigursteinssonar þjálfara KR eftir leik. ,,Við vissum alveg að byrjunin á mótinu væri erfið en við ætluðum engu að síður að vera komin með einhver stig á þessum tímapunkti. Núna er næsta skref bara að fara á æfingasvæðið og vinna í þessum hlutum sem við þurfum að laga og reyna að ná í stig.“ En hvaða hluti þarf KR-liðið að laga? ,,Í dag fannst mér við bara undir á öllum sviðum. Mér fannst hugarfarið ekki gott, það er eins og við þorum ekki að mæta þeim almennilega, förum að falla á opnu svæði og Blikarnir eru bara sterkir og refsa okkur fyrir það. Ég var ánægður með margt í Fylkisleiknum hjá okkur og við þurfum kannski að horfa í það að reyna áfram út frá þeim hlutum sem við gerðum vel þá, fyrstu skref eru að verjast eins og lið. Við þurfum að loka betur fyrir, fáum á okkur alltof mörg mörk og meðan við fáum á okkur svona mörg þá þarftu að skora helvíti mikið til að vinna. Fyrsta skref er að halda markinu hreinu og þá dugar eitt mark,“ sagði Jóhannes að lokum.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti