KR

Fréttamynd

„Boltinn vildi ekki inn í dag“

„Nei, mér fannst þetta ekki sanngjörn niðurstaða, mér fannst við stjórna leiknum frá byrjun og vera með yfirhöndina allan leikinn,“ Sagði Aron Sigurðarson, leikmaður KR, eftir jafntefli liðsins gegn Íslandsmeisturum Breiðabliks í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag

KR og KV brjóta engar reglur með því að skipta Birgi Steini Styrmissyni milli félaganna tvisvar á tveimur vikum. Félagaskiptagluggi neðri deildanna er ekki sá sami og hjá Bestu deildinni. Birgir er löglegur í leikmannahóp KR gegn Breiðablik á eftir, þrátt fyrir að hafa spilað með KV í gærkvöldi.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Biðin eftir Meistara­völlum styttist um einn dag

Heimavöllur KR-inga í knattspyrnu hefur verið ókeppnisfær nú um langt skeið en miklar endurbætur hafa verið gerðar á vellinum. Gervigrasið var rifið af í desember í fyrra en ekki tókst að gera völlinn kláran fyrir Íslandsmótið í ár.

Fótbolti
Fréttamynd

Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld

Jóhannes Kristinn Bjarnason er ekki á leið til ítalska liðsins Pro Vercelli. Hann er mættur aftur til Íslands en er þó ekki með KR gegn ÍA í kvöld en Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, staðfesti það í viðtali fyrir leik.

Fótbolti
Fréttamynd

„Mikið undir fyrir bæði lið“

Lárus Orri Sigurðsson, þjálfari ÍA, á von á hörkuleik í góðviðrinu á Skaganum í kvöld og segir ekki fleiri áherslubreytingar fylgja því að mæta KR en öðrum liðum Bestu deildarinnar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Gæti orðið dýrastur í sögu KR

Hinn 15 ára gamli Alexander Rafn Pálmason verður ef að líkum lætur dýrasti leikmaður sem KR hefur selt, þegar að því kemur, en danska knattspyrnufélagið Nordsjælland er sagt líklegast til að landa honum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Aldrei séð föður sinn jafn glaðan og sáttan í einu og sama verk­efninu

Ís­lenski lands­liðs­fyrir­liðinn í fót­bolta, Orri Steinn Óskars­son, segist aldrei hafa séð föður sinn Óskar Hrafn Þor­valds­son, þjálfara KR, eins glaðan og sáttan í einu og sama verk­efninu. Hann telur aðeins tíma­spursmál þar til allt smelli hjá KR og segir líkingar föður síns, sem borið hefur á í viðtölum, ekki nýjar af nálinni.

Íslenski boltinn