Viðskipti innlent

Andri Már nýr for­maður Í­MARK

Atli Ísleifsson skrifar
Nýkjörin stjórn ÍMARK. Andri Már Kristinsson, Hildur Björk Hafsteinsdóttir, Katrín M Guðjónsdóttir, Guðlaugur Aðalsteinsson, Anna Fríða Gísladóttir, Árni Reynir Alfreðsson og Edda Hermannsdóttir.
Nýkjörin stjórn ÍMARK. Andri Már Kristinsson, Hildur Björk Hafsteinsdóttir, Katrín M Guðjónsdóttir, Guðlaugur Aðalsteinsson, Anna Fríða Gísladóttir, Árni Reynir Alfreðsson og Edda Hermannsdóttir. ÍMARK

Andri Már Kristinsson, meðeigandi hjá Digido, var á dögunum kjörinn nýr formaður ÍMARK. Hann tekur við stöðunni af Maríu Hrund Marínósdóttir sem hefur gengt embættinu frá 2016.

Í tilkynningu kemur fram að auk Maríu Hrundar fer Gunnar K. Sigurðsson úr stjórn eftir fjögurra ára stjórnarsetu.

Tveir nýir stjórnarmenn voru kosnir í stjórn félagsins, þær Anna Fríða Gísladóttir, fyrrverandi markaðsstjóri Domino’s og Edda Hermannsdóttir, markaðsstjóri Íslandsbanka.

Eitt fyrsta verk nýrrar stjórnar verður að ráða nýjan framkvæmdastjóra, en Jón Þorgeir Kristjánsson sagði á dögunum starfi sínu lausu eftir fjögurra ára starf og tók við stöðu markaðsstjóra Þjóðleikhússins.

Stjórn ÍMARK er því skipuð eftirtöldum aðilum fyrir starfsárið 2020-2021:

  • Andri Már Kristinsson, formaður ÍMARK og meðeigandi hjá Digido
  • Anna Fríða Gísladóttir, fyrrverandi markaðsstjóri Domino’s
  • Árni Reynir Alfreðsson, markaðsstjóri Byko
  • Edda Hermannsdóttir, markaðsstjóri Íslandsbanka
  • Guðlaugur Aðalsteinsson, Hönnunarstjóri hjá Íslensku auglýsingastofunni
  • Hildur Björk Hafsteinsdóttir, markaðsstjóri Símans
  • Katrín M. Guðjónsdóttir, markaðsstjóri Men&Mice

ÍMARK, félag íslensks markaðsfólks var stofnað árið 1986 og er félag einstaklinga sem hafa áhuga á og/eða starfa við markaðsmál.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×