Grípa aftur til lokana eftir að 1.500 manns greindust með Covid-19 Samúel Karl Ólason skrifar 23. júní 2020 11:34 Íbúðarhverfi þar sem starfsmenn kjötvinnslunnar búa hefur verið girt af. EPA/Friedmann Vogel Yfirvöld í Norðurrín-Vestfalíu í Þýskalandi hafa gripið til félagsforðunar og lokunaraðgerða á nýjan leik eftir að minnst 1.500 starfsmenn kjötvinnslu greindust með Covid-19. Þetta er í fyrsta sinn sem svæði er lokað á nýjan leik eftir að byrjað var að létta á takmörkunum í maí. Veitingastöðum, kvikmyndahúsum og líkamsræktarstöðvum hefur verið lokað, fundir hafa verið bannaðir og samkomur hafa verið takmarkaðar verulega, svo eitthvað sé nefnt. Aðgerðirnar munu standa yfir í minnsta lagi til 30. júní en í millitíðinni ætla yfirvöld sér að fanga raunverulega útbreiðslu nýju kórónuveirunnar á svæðinu. Samkvæmt frétt Spiegel hafa aðgerðirnar áhrif á 365 þúsund manns. Fólkinu hefur ekki verið bannað að yfirgefa svæðið sem um ræðir en þau hafa verið beðin um að sýna almenna skynsemi og ferðast ekki. Enn sem komið er hafa einungis 24 aðilar sem vinna ekki í umræddri kjötvinnslu greinst með veiruna. Þar vinna um sjö þúsund manns og er búið að girða íbúðarhúsnæði þeirra af. Opinberir starfsmenn dreifa mat til þeirra og heilbrigðisstarfsmenn vinna að því að skima eftir veirunni meðal íbúa. BBC segir að öðru svæði í héraðinu hafi verið lokað. Þar sé um að ræða hverfi í borginni Göttlingen. Þar hafa einhverjir íbúa veist að lögregluþjónum með kylfum, flöskum og jafnvel flugeldum. Þýskalandi var hrósað mikið fyrir skipulögð og vel heppnuð viðbrögð þegar faraldur kórónuveirunnar komst á flug í Evrópu. Vel tókst að halda aftur af veirunni en tilfellum hefur farið fjölgandi í kjölfar þess að dregið var úr takmörkunum í maí. Embættismenn segja útlit fyrir að önnur bylgja gæti skollið á landinu en yfirvöld eru bjartsýn um að komið verði í veg fyrir það. Þýskaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Leggja til að ytri landamærin verði opnuð 1. júlí Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins mælti í dag með því að innri landamæri ESB og Schengen-svæðisins verði opnuð í næstu viku og þau ytri um mánaðamótin. 11. júní 2020 19:00 WHO hvetur til notkunar á andlitsgrímum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, hefur horfið frá fyrri stefnu og hvetur nú fólk til þess að nota andlitsgrímur á almannafæri til þess að sporna gegn útbreiðslu kórónuveirunnar 5. júní 2020 23:08 Þjóðverjar afnema ferðatakmarkanir til Íslands Ferðatakmörkunum sem hafa verið í gildi í Þýskalandi vegna kórónuveirufaraldursins gagnvart Evrópusambandslöndum, Bretlandi auk Íslands, Noregs, Liechtenstein og Sviss verður aflétt með fyrirvörum frá og með 15. júní. 3. júní 2020 09:36 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Fleiri fréttir Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Sjá meira
Yfirvöld í Norðurrín-Vestfalíu í Þýskalandi hafa gripið til félagsforðunar og lokunaraðgerða á nýjan leik eftir að minnst 1.500 starfsmenn kjötvinnslu greindust með Covid-19. Þetta er í fyrsta sinn sem svæði er lokað á nýjan leik eftir að byrjað var að létta á takmörkunum í maí. Veitingastöðum, kvikmyndahúsum og líkamsræktarstöðvum hefur verið lokað, fundir hafa verið bannaðir og samkomur hafa verið takmarkaðar verulega, svo eitthvað sé nefnt. Aðgerðirnar munu standa yfir í minnsta lagi til 30. júní en í millitíðinni ætla yfirvöld sér að fanga raunverulega útbreiðslu nýju kórónuveirunnar á svæðinu. Samkvæmt frétt Spiegel hafa aðgerðirnar áhrif á 365 þúsund manns. Fólkinu hefur ekki verið bannað að yfirgefa svæðið sem um ræðir en þau hafa verið beðin um að sýna almenna skynsemi og ferðast ekki. Enn sem komið er hafa einungis 24 aðilar sem vinna ekki í umræddri kjötvinnslu greinst með veiruna. Þar vinna um sjö þúsund manns og er búið að girða íbúðarhúsnæði þeirra af. Opinberir starfsmenn dreifa mat til þeirra og heilbrigðisstarfsmenn vinna að því að skima eftir veirunni meðal íbúa. BBC segir að öðru svæði í héraðinu hafi verið lokað. Þar sé um að ræða hverfi í borginni Göttlingen. Þar hafa einhverjir íbúa veist að lögregluþjónum með kylfum, flöskum og jafnvel flugeldum. Þýskalandi var hrósað mikið fyrir skipulögð og vel heppnuð viðbrögð þegar faraldur kórónuveirunnar komst á flug í Evrópu. Vel tókst að halda aftur af veirunni en tilfellum hefur farið fjölgandi í kjölfar þess að dregið var úr takmörkunum í maí. Embættismenn segja útlit fyrir að önnur bylgja gæti skollið á landinu en yfirvöld eru bjartsýn um að komið verði í veg fyrir það.
Þýskaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Leggja til að ytri landamærin verði opnuð 1. júlí Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins mælti í dag með því að innri landamæri ESB og Schengen-svæðisins verði opnuð í næstu viku og þau ytri um mánaðamótin. 11. júní 2020 19:00 WHO hvetur til notkunar á andlitsgrímum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, hefur horfið frá fyrri stefnu og hvetur nú fólk til þess að nota andlitsgrímur á almannafæri til þess að sporna gegn útbreiðslu kórónuveirunnar 5. júní 2020 23:08 Þjóðverjar afnema ferðatakmarkanir til Íslands Ferðatakmörkunum sem hafa verið í gildi í Þýskalandi vegna kórónuveirufaraldursins gagnvart Evrópusambandslöndum, Bretlandi auk Íslands, Noregs, Liechtenstein og Sviss verður aflétt með fyrirvörum frá og með 15. júní. 3. júní 2020 09:36 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Fleiri fréttir Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Sjá meira
Leggja til að ytri landamærin verði opnuð 1. júlí Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins mælti í dag með því að innri landamæri ESB og Schengen-svæðisins verði opnuð í næstu viku og þau ytri um mánaðamótin. 11. júní 2020 19:00
WHO hvetur til notkunar á andlitsgrímum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, hefur horfið frá fyrri stefnu og hvetur nú fólk til þess að nota andlitsgrímur á almannafæri til þess að sporna gegn útbreiðslu kórónuveirunnar 5. júní 2020 23:08
Þjóðverjar afnema ferðatakmarkanir til Íslands Ferðatakmörkunum sem hafa verið í gildi í Þýskalandi vegna kórónuveirufaraldursins gagnvart Evrópusambandslöndum, Bretlandi auk Íslands, Noregs, Liechtenstein og Sviss verður aflétt með fyrirvörum frá og með 15. júní. 3. júní 2020 09:36