Eins og kletturinn væri að detta undan höndunum á henni Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. júní 2020 11:48 Lukka sést hér með hvítan hjálm í klettunum um helgina. Aðsend Hópur klifrara sem var við klifur í gilinu við Munkaþverá um helgina fann vel fyrir stóru jarðskjálftunum sem riðu yfir úti fyrir Norðurlandi á laugardag. Ein úr hópnum lýsir því að kletturinn undir höndunum á henni hafi virst laus þegar jörð skalf en þegar hún seig aftur niður var allt orðið pikkfast á ný. Afar öflug jarðskjálftahrina hefur verið í gangi úti fyrir Eyjafirði síðustu sólarhringa. Skjálftar að stærð 5,4 og 5,6 mældust skömmu eftir klukkan þrjú og um klukkan hálf átta á laugardag, tveir af þeim stærstu í hrinunni nú. Jörð hélt áfram að skjálfa dagana á eftir og á sunnudag mældist stærsti skjálftinn í hrinunni, 5,8 að stærð. Styrkur skjálftanna hefur þó minnkað, fjöldi skjálfta mældist í nótt en enginn þeirra var yfir þremur að stærð. Eins og gripin væru laus en voru í raun pikkföst Lukka Mörk Sigurðardóttir, sextán ára klifrari, var að klifra í klettum í gilinu við Munkaþverá í grennd við Akureyri ásamt þjálfara og um sex öðrum krökkum þegar stóru skjálftarnir urðu á laugardag. Lukka segir í samtali við Vísi að hópurinn hafi byrjað klifrið um klukkan eitt eftir hádegi og verið að til um átta eða níu – og þannig fundið fyrir báðum skjálftunum, auk nokkurra eftirskjálfta. „Við fundum fyrir því þegar við vorum að klifra að það var eins og sumir hlutarnir af klettunum væru lausir, en svo þegar við fórum niður aftur var það allt pikkfast. Þannig að það hefur akkúrat komið jarðskjálfti þegar við vorum að klifra og okkur fannst þess vegna eins og gripin væru laus þegar þau voru í rauninni föst,“ segir Lukka. Hópurinn sem klifraði saman um helgina. Lukka er fremst til hægri á mynd.Aðsend „Maður tók einhvers staðar í klettinn og manni fannst eins og það væri að detta af það sem maður hélt í. Svo þegar við vorum komin upp og sigum aftur niður tókum við í á sömu stöðum og þá var eins og það væri pikkfast, hreyfðist ekki neitt.“ Varð aldrei hrædd Engum varð þó meint af ævintýrinu, enda öryggisbúnaður í fullkomnu lagi. „Svo var ég einu sinni að klifra og kletturinn hristist svolítið. Svo var vinur minn að klifra og ég að tryggja hann og þá hrundi sandur og smásteinar yfir okkur. En það eru allir með hjálm í íþróttinni út af þessum ástæðu, grjóthruni og svoleiðis, þannig að það slasaðist enginn.“ Lukka, sem hóf klifurferilinn átta ára, kveðst aldrei hafa fundið fyrir slíku áður. „Þetta var mjög furðulegt að grípa í. Því maður hefur alveg fundið fyrir einhverju lausu í klettunum áður en þá hefur það verið laust fyrir. En þetta var alveg pikkfast og maður var alltaf að finna fyrir einhverjum hristingi.“ En varð Lukka einhvern tímann hrædd? „Nei,“ svarar hún að bragði. „Því við vitum að allur öryggisbúnaður sem við erum með er nánast hundrað prósent öruggur. Þannig að við vissum að þó að eitthvað myndi gerast værum við alveg örugg.“ Forsíðumyndin í fullri stærð.Aðsend Eyjafjarðarsveit Eldgos og jarðhræringar Klifur Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Sjá meira
Hópur klifrara sem var við klifur í gilinu við Munkaþverá um helgina fann vel fyrir stóru jarðskjálftunum sem riðu yfir úti fyrir Norðurlandi á laugardag. Ein úr hópnum lýsir því að kletturinn undir höndunum á henni hafi virst laus þegar jörð skalf en þegar hún seig aftur niður var allt orðið pikkfast á ný. Afar öflug jarðskjálftahrina hefur verið í gangi úti fyrir Eyjafirði síðustu sólarhringa. Skjálftar að stærð 5,4 og 5,6 mældust skömmu eftir klukkan þrjú og um klukkan hálf átta á laugardag, tveir af þeim stærstu í hrinunni nú. Jörð hélt áfram að skjálfa dagana á eftir og á sunnudag mældist stærsti skjálftinn í hrinunni, 5,8 að stærð. Styrkur skjálftanna hefur þó minnkað, fjöldi skjálfta mældist í nótt en enginn þeirra var yfir þremur að stærð. Eins og gripin væru laus en voru í raun pikkföst Lukka Mörk Sigurðardóttir, sextán ára klifrari, var að klifra í klettum í gilinu við Munkaþverá í grennd við Akureyri ásamt þjálfara og um sex öðrum krökkum þegar stóru skjálftarnir urðu á laugardag. Lukka segir í samtali við Vísi að hópurinn hafi byrjað klifrið um klukkan eitt eftir hádegi og verið að til um átta eða níu – og þannig fundið fyrir báðum skjálftunum, auk nokkurra eftirskjálfta. „Við fundum fyrir því þegar við vorum að klifra að það var eins og sumir hlutarnir af klettunum væru lausir, en svo þegar við fórum niður aftur var það allt pikkfast. Þannig að það hefur akkúrat komið jarðskjálfti þegar við vorum að klifra og okkur fannst þess vegna eins og gripin væru laus þegar þau voru í rauninni föst,“ segir Lukka. Hópurinn sem klifraði saman um helgina. Lukka er fremst til hægri á mynd.Aðsend „Maður tók einhvers staðar í klettinn og manni fannst eins og það væri að detta af það sem maður hélt í. Svo þegar við vorum komin upp og sigum aftur niður tókum við í á sömu stöðum og þá var eins og það væri pikkfast, hreyfðist ekki neitt.“ Varð aldrei hrædd Engum varð þó meint af ævintýrinu, enda öryggisbúnaður í fullkomnu lagi. „Svo var ég einu sinni að klifra og kletturinn hristist svolítið. Svo var vinur minn að klifra og ég að tryggja hann og þá hrundi sandur og smásteinar yfir okkur. En það eru allir með hjálm í íþróttinni út af þessum ástæðu, grjóthruni og svoleiðis, þannig að það slasaðist enginn.“ Lukka, sem hóf klifurferilinn átta ára, kveðst aldrei hafa fundið fyrir slíku áður. „Þetta var mjög furðulegt að grípa í. Því maður hefur alveg fundið fyrir einhverju lausu í klettunum áður en þá hefur það verið laust fyrir. En þetta var alveg pikkfast og maður var alltaf að finna fyrir einhverjum hristingi.“ En varð Lukka einhvern tímann hrædd? „Nei,“ svarar hún að bragði. „Því við vitum að allur öryggisbúnaður sem við erum með er nánast hundrað prósent öruggur. Þannig að við vissum að þó að eitthvað myndi gerast værum við alveg örugg.“ Forsíðumyndin í fullri stærð.Aðsend
Eyjafjarðarsveit Eldgos og jarðhræringar Klifur Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Sjá meira