Spenntir fyrir bikarslagnum á Seltjarnarnesi: „Ekki oft sem menn eru í sjónvarpinu“ Anton Ingi Leifsson skrifar 23. júní 2020 12:30 Höttur/Huginn mæta Gróttu í kvöld og það er spenningur í leikmannahópnum. mynd/höttur-huginn 3. deildarliðið Höttur/Huginn fær ærið verkefni í kvöld er liðið mætir úrvalsdeildarliði Gróttu í 32-liða úrslit Mjólkurbikarsins. Viðar Jónsson, þjálfari liðsins, segir að stemning sé í hópnum fyrir kvöldinu og að menn séu spenntir fyrir sjónvarpsleik. Tvíhöfði er á Stöð 2 Sport 3 í dag. Fram og ÍR mætast klukkan 18.00 og svo er það leikur Gróttu og Hattar/Huginn klukkan 20.15. Höttur/Huginn vann dramatískan sigur á Sindri í 1. umferð Mjólkurbikarsins en Steinar Aron Magnússon skoraði sigurmarkið í uppbótartíma. Í 2. umferðinni höfðu þeir betur gegn Fjarðabyggð, 2-1, en sigurmarkið kom þá sjö mínútum fyrir leikslok. Þeir hafa því farið nokkuð torsótta leið í 32-liða úrslitin Austanmenn en þeir eru spenntir fyrir kvöldinu enda sækja þeir Pepsi Max-deildarlið Gróttu heim á Seltjarnarnes í kvöld. „Það er mjög mikil stemning í hópnum og tilhlökkun og gleði. Markmiðið er að njóta kvöldsins og hafa gaman,“ sagði Viðar í samtali við Vísi fyrr í dag en Höttur/Huginn gerði 1-1 jafntefli við Tindastól í fyrstu umferð 3. deildarinnar. „Við vorum mjög kaflaskiptir. Þetta var eins og spennandi bók. Þetta var upp og niður.“ Leikplan sem ég hef trú á Alls fara sex leikir fram í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld en Viðar segir að hann hafi fylgst vel með Gróttu í fyrstu tveimur leikjunum í Pepsi Max-deildinni. „Ég er búinn að skoða þá þokkalega vel. Við erum með ákveðið leikplan sem ég hef trú á að geta gengið gegn þeim.“ Ekki eru mörg ár síðan að þessi lið spiluðu gegn hvoru öðru í annað hvort Lengjudeildinni, sem þá hét Inkasso-deildinni, eða 2. deildinni en Grótta fór svo upp um tvær deildir á síðustu tveimur árum. „Þetta er Pepsi Max-deildarlið en við höfum alveg farið yfir það að margir af þessum leikmönnum spiluðu bæði við Hött og Huginn á sínum tíma í 1. og 2. deild. Ég veit að það eru leikmenn þarna sem eru að stíga sín fyrstu skref í Pepsi Max-deildinni en það eru fullt af góðum leikmönnum.“ Hann segir að sínir menn muni fara varlega inn í leikinn í kvöld og þétta raðirnar til að byrja með, þangað til líður á leikinn. „Við þurfum að byrja varlega og þreifa aðeins á þeim. Við ætlum að lesa leikinn og sjá hvernig þetta þróast. Ég geri mér grein fyrir því að það er mikill munur en við sjáum það fljótt hvar við stöndum.“ „Við erum 3. deildarlið svo við erum „underdog“ í þessu og við verðum einhvern veginn að reyna vinna út frá því. Við höfum engu að tapa og förum þarna inn til þess að njóta og leggjum okkur fram. Það er smá auka búst fyrir alla vita að þetta er í sjónvarpinu. Það er ekki oft sem menn eru í sjónvarpinu.“ Mjólkurbikarinn Höttur Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Manchester United með lið í NBA Körfubolti Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira
3. deildarliðið Höttur/Huginn fær ærið verkefni í kvöld er liðið mætir úrvalsdeildarliði Gróttu í 32-liða úrslit Mjólkurbikarsins. Viðar Jónsson, þjálfari liðsins, segir að stemning sé í hópnum fyrir kvöldinu og að menn séu spenntir fyrir sjónvarpsleik. Tvíhöfði er á Stöð 2 Sport 3 í dag. Fram og ÍR mætast klukkan 18.00 og svo er það leikur Gróttu og Hattar/Huginn klukkan 20.15. Höttur/Huginn vann dramatískan sigur á Sindri í 1. umferð Mjólkurbikarsins en Steinar Aron Magnússon skoraði sigurmarkið í uppbótartíma. Í 2. umferðinni höfðu þeir betur gegn Fjarðabyggð, 2-1, en sigurmarkið kom þá sjö mínútum fyrir leikslok. Þeir hafa því farið nokkuð torsótta leið í 32-liða úrslitin Austanmenn en þeir eru spenntir fyrir kvöldinu enda sækja þeir Pepsi Max-deildarlið Gróttu heim á Seltjarnarnes í kvöld. „Það er mjög mikil stemning í hópnum og tilhlökkun og gleði. Markmiðið er að njóta kvöldsins og hafa gaman,“ sagði Viðar í samtali við Vísi fyrr í dag en Höttur/Huginn gerði 1-1 jafntefli við Tindastól í fyrstu umferð 3. deildarinnar. „Við vorum mjög kaflaskiptir. Þetta var eins og spennandi bók. Þetta var upp og niður.“ Leikplan sem ég hef trú á Alls fara sex leikir fram í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld en Viðar segir að hann hafi fylgst vel með Gróttu í fyrstu tveimur leikjunum í Pepsi Max-deildinni. „Ég er búinn að skoða þá þokkalega vel. Við erum með ákveðið leikplan sem ég hef trú á að geta gengið gegn þeim.“ Ekki eru mörg ár síðan að þessi lið spiluðu gegn hvoru öðru í annað hvort Lengjudeildinni, sem þá hét Inkasso-deildinni, eða 2. deildinni en Grótta fór svo upp um tvær deildir á síðustu tveimur árum. „Þetta er Pepsi Max-deildarlið en við höfum alveg farið yfir það að margir af þessum leikmönnum spiluðu bæði við Hött og Huginn á sínum tíma í 1. og 2. deild. Ég veit að það eru leikmenn þarna sem eru að stíga sín fyrstu skref í Pepsi Max-deildinni en það eru fullt af góðum leikmönnum.“ Hann segir að sínir menn muni fara varlega inn í leikinn í kvöld og þétta raðirnar til að byrja með, þangað til líður á leikinn. „Við þurfum að byrja varlega og þreifa aðeins á þeim. Við ætlum að lesa leikinn og sjá hvernig þetta þróast. Ég geri mér grein fyrir því að það er mikill munur en við sjáum það fljótt hvar við stöndum.“ „Við erum 3. deildarlið svo við erum „underdog“ í þessu og við verðum einhvern veginn að reyna vinna út frá því. Við höfum engu að tapa og förum þarna inn til þess að njóta og leggjum okkur fram. Það er smá auka búst fyrir alla vita að þetta er í sjónvarpinu. Það er ekki oft sem menn eru í sjónvarpinu.“
Mjólkurbikarinn Höttur Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Manchester United með lið í NBA Körfubolti Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira