„Við megum ekki fagna of snemma“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. júní 2020 20:05 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Vísir/Vilhelm Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir það hafa verið mikilvægt að ríkisstjórnin sé skipuð flokkum sem endurspegla breitt svið pólitískrar hugmyndafræði frá hægri til vinstri. Þetta sagði hún í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. Hún fjallaði einna helst um viðbrögð yfirvalda við kórónuveirufaraldrinum og mikilvægi þess að fagna ekki of snemma. „Það hefur líka skipt máli við þessar aðstæður að hafa við stjórnvölinn flokka sem allir hafa ákveðna kjölfestu og innri styrk og fara ekki á taugum þó að gefi á bátinn,“ sagði Þórdís. Hún fór yfir þann árangur sem náðst hefur undanfarnar vikur, en dró þó ekki úr þeim afleiðingum sem kórónuveirufaraldurinn hefur haft á efnahag landsins. „Áhrifin af því munu vara lengi og eiga líklega enn þá eftir að koma að fullu fram. Á hinn bóginn er bæði atvinnulífið og samfélagið smám saman að komast aftur í eðlilegra horf, skref fyrir skref, með þeirri bjartsýni sem sú þróun hlýtur að vekja með okkur.“ „Nú þurfum við að verja þennan árangur með því að vera áfram ábyrg og skynsöm. Sigur gegn plágunni er ekki í höfn. Við megum ekki fagna of snemma,“ sagði Þórdís. Hún sagði þó jafnframt að samhliða því að bregðast við kórónuveirunni þurfi að beina sjónum að því verkefni að rísa aftur á fætur. Það yrði gert með því að hafa virkjun einstaklingsframtaksins að leiðarljósi til að auka aftur tekjur þjóðarbúsins. „Ekkert er betur til þess fallið að auka tekjur þjóðarbúsins en athafnafrelsi; frjálst einstaklingsframtak. Við tölum stundum um verðmætasköpun í þessu sambandi, og að ríkið búi ekki til verðmæti heldur einstaklingarnir, en það er ekki alveg nákvæmt orðalag, því það er jú fleira verðmæti en tekjur.“ „Öryggi, menntun og heilbrigði eru dæmi um verðmæti sem við erum flest sammála um að ríkið eigi að taka þátt í að tryggja okkur. En þegar kemur að tekjuöflun þá stenst enginn athafnafrelsi og einstaklingsframtaki snúning. Frelsi og framtak eru orkan sem knýr gangverk tekjuöflunar þjóðarbúsins,“ sagði Þórdís. Eldhúsdagsumræður á Alþingi eru enn í gangi og fylgjast má með þeim hér. Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir það hafa verið mikilvægt að ríkisstjórnin sé skipuð flokkum sem endurspegla breitt svið pólitískrar hugmyndafræði frá hægri til vinstri. Þetta sagði hún í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. Hún fjallaði einna helst um viðbrögð yfirvalda við kórónuveirufaraldrinum og mikilvægi þess að fagna ekki of snemma. „Það hefur líka skipt máli við þessar aðstæður að hafa við stjórnvölinn flokka sem allir hafa ákveðna kjölfestu og innri styrk og fara ekki á taugum þó að gefi á bátinn,“ sagði Þórdís. Hún fór yfir þann árangur sem náðst hefur undanfarnar vikur, en dró þó ekki úr þeim afleiðingum sem kórónuveirufaraldurinn hefur haft á efnahag landsins. „Áhrifin af því munu vara lengi og eiga líklega enn þá eftir að koma að fullu fram. Á hinn bóginn er bæði atvinnulífið og samfélagið smám saman að komast aftur í eðlilegra horf, skref fyrir skref, með þeirri bjartsýni sem sú þróun hlýtur að vekja með okkur.“ „Nú þurfum við að verja þennan árangur með því að vera áfram ábyrg og skynsöm. Sigur gegn plágunni er ekki í höfn. Við megum ekki fagna of snemma,“ sagði Þórdís. Hún sagði þó jafnframt að samhliða því að bregðast við kórónuveirunni þurfi að beina sjónum að því verkefni að rísa aftur á fætur. Það yrði gert með því að hafa virkjun einstaklingsframtaksins að leiðarljósi til að auka aftur tekjur þjóðarbúsins. „Ekkert er betur til þess fallið að auka tekjur þjóðarbúsins en athafnafrelsi; frjálst einstaklingsframtak. Við tölum stundum um verðmætasköpun í þessu sambandi, og að ríkið búi ekki til verðmæti heldur einstaklingarnir, en það er ekki alveg nákvæmt orðalag, því það er jú fleira verðmæti en tekjur.“ „Öryggi, menntun og heilbrigði eru dæmi um verðmæti sem við erum flest sammála um að ríkið eigi að taka þátt í að tryggja okkur. En þegar kemur að tekjuöflun þá stenst enginn athafnafrelsi og einstaklingsframtaki snúning. Frelsi og framtak eru orkan sem knýr gangverk tekjuöflunar þjóðarbúsins,“ sagði Þórdís. Eldhúsdagsumræður á Alþingi eru enn í gangi og fylgjast má með þeim hér.
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum