Oddný gagnrýnir aðgerðaleysi: „Ríkisstjórn Íslands segir að nú sé ekki rétti tíminn“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. júní 2020 20:15 Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir mikilvægt að meiri áhersla sé lögð á að verja efnahag heimila fólks sem misst hefur vinnuna, á hag barna og þeirra sem standa veikir fyrir í viðbrögðum yfirvalda við kórónuveirufaraldrinum í ræðu sinni á eldhúsdegi Alþingis í kvöld. „Við viljum að bæði heimili og fyrirtæki njóti stuðnings ríkisins til að komast yfir erfiða stöðu. Háar fjárhæðir fara nú úr ríkissjóði til fyrirtækja,“ sagði Oddný. „Við viljum gera betur svo fyrirtæki eigi auðveldara með að halda ráðningasambandi við starfsfólk sitt, frekar en að leggja áherslu á að hjálpa fyrirtækjum að segja upp fólki.“ Þá sagði hún einnig mikilvægt að stór fyrirtæki legðu hönd á plóg til að vinna að markmiðum Íslands í loftslagsmálum. Stærri fyrirtæki ættu að skila áætlun í loftslagsmálum áður en greiðsla úr ríkissjóði gengi til þeirra. „Glærusjó og blaðamannafundir duga ekki í glímunni við loftslagshamfarir af mannavöldum sem standa yfir og er stærsta viðfangsefni mannkynsins. Margar þjóðir hafa sett slík skilyrði þegar þau veita fyrirtækjum aðstoð,“ sagði Oddný. „En ríkisstjórn Íslands segir að nú sé ekki rétti tíminn.“ „Hvenær ætli rétti tíminn komi til að vinna gegn loftslagsvánni sem ógnar öllu lífi á jörðinni?“ spurði Oddný. „Ekki núna, sagði ríkisstjórn Íslands. Þó stendur hún frammi fyrir miklum kostnaði svo milljörðum skipti, vegna þess að Ísland stendur ekki við alþjóðlegar skuldbindingar sínar í loftlagsmálum. Blaðamannafundur ríkisstjórnarinnar fyrr í dag voru vonbrigði. Við getum og eigum að gera miklu betur.“ Eldhúsdagsumræður á Alþingi eru enn í gangi og fylgjast má með þeim hér. Alþingi Loftslagsmál Samfylkingin Tengdar fréttir „Við megum ekki fagna of snemma“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir það hafa verið mikilvægt að ríkisstjórnin sé skipuð flokkum sem endurspegla breitt svið pólitískrar hugmyndafræði frá hægri til vinstri. 23. júní 2020 20:05 Gunnar Bragi um ríkisstjórnina: „Frasarnir úr handbókum almannatengla grípandi en innihaldið lítið“ Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, segir innihald yfirlýsinga frá ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur „afar lítið.“ Þetta sagði hann í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum á Alþingi nú í kvöld. 23. júní 2020 19:55 Bein útsending: Eldhúsdagur á Alþingi Almennar stjórnmálaumræður, sem jafnan eru kallaðar eldhúsdagsumræður, fara fram á Alþingi í kvöld og verða sendar út í beinni útsendingu hér á Vísi klukkan 19:30. 23. júní 2020 19:00 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fleiri fréttir Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Sjá meira
Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir mikilvægt að meiri áhersla sé lögð á að verja efnahag heimila fólks sem misst hefur vinnuna, á hag barna og þeirra sem standa veikir fyrir í viðbrögðum yfirvalda við kórónuveirufaraldrinum í ræðu sinni á eldhúsdegi Alþingis í kvöld. „Við viljum að bæði heimili og fyrirtæki njóti stuðnings ríkisins til að komast yfir erfiða stöðu. Háar fjárhæðir fara nú úr ríkissjóði til fyrirtækja,“ sagði Oddný. „Við viljum gera betur svo fyrirtæki eigi auðveldara með að halda ráðningasambandi við starfsfólk sitt, frekar en að leggja áherslu á að hjálpa fyrirtækjum að segja upp fólki.“ Þá sagði hún einnig mikilvægt að stór fyrirtæki legðu hönd á plóg til að vinna að markmiðum Íslands í loftslagsmálum. Stærri fyrirtæki ættu að skila áætlun í loftslagsmálum áður en greiðsla úr ríkissjóði gengi til þeirra. „Glærusjó og blaðamannafundir duga ekki í glímunni við loftslagshamfarir af mannavöldum sem standa yfir og er stærsta viðfangsefni mannkynsins. Margar þjóðir hafa sett slík skilyrði þegar þau veita fyrirtækjum aðstoð,“ sagði Oddný. „En ríkisstjórn Íslands segir að nú sé ekki rétti tíminn.“ „Hvenær ætli rétti tíminn komi til að vinna gegn loftslagsvánni sem ógnar öllu lífi á jörðinni?“ spurði Oddný. „Ekki núna, sagði ríkisstjórn Íslands. Þó stendur hún frammi fyrir miklum kostnaði svo milljörðum skipti, vegna þess að Ísland stendur ekki við alþjóðlegar skuldbindingar sínar í loftlagsmálum. Blaðamannafundur ríkisstjórnarinnar fyrr í dag voru vonbrigði. Við getum og eigum að gera miklu betur.“ Eldhúsdagsumræður á Alþingi eru enn í gangi og fylgjast má með þeim hér.
Alþingi Loftslagsmál Samfylkingin Tengdar fréttir „Við megum ekki fagna of snemma“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir það hafa verið mikilvægt að ríkisstjórnin sé skipuð flokkum sem endurspegla breitt svið pólitískrar hugmyndafræði frá hægri til vinstri. 23. júní 2020 20:05 Gunnar Bragi um ríkisstjórnina: „Frasarnir úr handbókum almannatengla grípandi en innihaldið lítið“ Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, segir innihald yfirlýsinga frá ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur „afar lítið.“ Þetta sagði hann í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum á Alþingi nú í kvöld. 23. júní 2020 19:55 Bein útsending: Eldhúsdagur á Alþingi Almennar stjórnmálaumræður, sem jafnan eru kallaðar eldhúsdagsumræður, fara fram á Alþingi í kvöld og verða sendar út í beinni útsendingu hér á Vísi klukkan 19:30. 23. júní 2020 19:00 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fleiri fréttir Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Sjá meira
„Við megum ekki fagna of snemma“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir það hafa verið mikilvægt að ríkisstjórnin sé skipuð flokkum sem endurspegla breitt svið pólitískrar hugmyndafræði frá hægri til vinstri. 23. júní 2020 20:05
Gunnar Bragi um ríkisstjórnina: „Frasarnir úr handbókum almannatengla grípandi en innihaldið lítið“ Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, segir innihald yfirlýsinga frá ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur „afar lítið.“ Þetta sagði hann í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum á Alþingi nú í kvöld. 23. júní 2020 19:55
Bein útsending: Eldhúsdagur á Alþingi Almennar stjórnmálaumræður, sem jafnan eru kallaðar eldhúsdagsumræður, fara fram á Alþingi í kvöld og verða sendar út í beinni útsendingu hér á Vísi klukkan 19:30. 23. júní 2020 19:00