Senda sýnatökuteymi fyrir Norrænu til Danmerkur Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. júní 2020 20:42 Norræna við höfn í Seyðisfirði. Vísir/Jóhann K. Stefnt er að því að senda sýnatökuteymi til móts við Norrænu í Hirtshals í Danmörku fyrir næstu ferð hennar til Færeyja og Íslands. Ferjan er komin á sumaráætlun og liggur því einungis við höfn í Seyðisfirði í tvo á hálfan tíma. Vegna þess er sýnataka um borð í skipinu í höfn mjög erfið auk þess sem gert er ráð fyrir að farþegum fjölgi og er því leitað leiða til að auðvelda sýnatöku. Frá því að Norræna kom fyrst til hafnar í Seyðisfirði eftir að ferðatakmörkunum var létt hefur sýnataka farið fram í höfn í Seyðisfirði. Til stóð, þegar ferjan kom hingað þann 16. júní síðastliðinn, að senda skimunarteymi til Færeyja með flugvél Landhelgisgæslunnar svo að hægt væri að skima um borð í ferjunni. Ekkert varð þó úr því en fresta þurfti ferðinni, fyrst vegna svartaþoku sem lá yfir Færeyjum en svo þurfti að hætta við ferðina vegna tæknilegra vandamála hjá vél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF. Síðan þá hefur skimunin farið fram á Seyðisfirði. Norræna kom til hafnar nú síðast í morgun og af þeim 460 farþegum um borð fóru um 300 í sýnatöku vegna kórónuveirunnar. Hinir þurftu ekki að fara í sýnatöku þar sem þeir höfðu ekki dvalið í landi er telst til áhættusvæða síðustu fjórtán daga. Sýnatakan gekk vel að sögn lögreglunnar á Austurlandi. Sýnatakan hófst fljótlega eftir komu hennar klukkan níu og var að mestu lokið fyrir hádegi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Færeyjar Ferðamennska á Íslandi Seyðisfjörður Norræna Tengdar fréttir Seyðfirðingar afslappaðir vegna komu ferðamanna með Norrænu Bæjarstjóri Seyðisfjarðar segir heimamenn afslappaða gagnvart komu erlendra ferðamanna til bæjarins. Norræna lagðist að bryggju í morgun og gengur skimun vegna kórónuveirunnar vel. 23. júní 2020 13:08 Hluti farþega um borð í Norrænu þarf ekki að fara í sýnatöku Norræna mun leggjast að bryggju á Seyðisfirði um níuleytið. Um borð eru 460 farþegar en aðeins um 300 þeirra þurfa að fara í sýnatöku en hún verður framkvæmd um borð líkt og í síðustu viku. 23. júní 2020 08:45 Hætta við skimun í Norrænu vegna tæknilegra vandamála Hætta þurfti við að flytja sjö heilbrigðisstarfsmenn til Færeyja sem áttu að sinna sýnatöku um borð í Norrænu áður en hún kemur til hafnar á Seyðisfirði á morgun vegna tæknilegra vandamála. 15. júní 2020 11:42 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Sjá meira
Stefnt er að því að senda sýnatökuteymi til móts við Norrænu í Hirtshals í Danmörku fyrir næstu ferð hennar til Færeyja og Íslands. Ferjan er komin á sumaráætlun og liggur því einungis við höfn í Seyðisfirði í tvo á hálfan tíma. Vegna þess er sýnataka um borð í skipinu í höfn mjög erfið auk þess sem gert er ráð fyrir að farþegum fjölgi og er því leitað leiða til að auðvelda sýnatöku. Frá því að Norræna kom fyrst til hafnar í Seyðisfirði eftir að ferðatakmörkunum var létt hefur sýnataka farið fram í höfn í Seyðisfirði. Til stóð, þegar ferjan kom hingað þann 16. júní síðastliðinn, að senda skimunarteymi til Færeyja með flugvél Landhelgisgæslunnar svo að hægt væri að skima um borð í ferjunni. Ekkert varð þó úr því en fresta þurfti ferðinni, fyrst vegna svartaþoku sem lá yfir Færeyjum en svo þurfti að hætta við ferðina vegna tæknilegra vandamála hjá vél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF. Síðan þá hefur skimunin farið fram á Seyðisfirði. Norræna kom til hafnar nú síðast í morgun og af þeim 460 farþegum um borð fóru um 300 í sýnatöku vegna kórónuveirunnar. Hinir þurftu ekki að fara í sýnatöku þar sem þeir höfðu ekki dvalið í landi er telst til áhættusvæða síðustu fjórtán daga. Sýnatakan gekk vel að sögn lögreglunnar á Austurlandi. Sýnatakan hófst fljótlega eftir komu hennar klukkan níu og var að mestu lokið fyrir hádegi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Færeyjar Ferðamennska á Íslandi Seyðisfjörður Norræna Tengdar fréttir Seyðfirðingar afslappaðir vegna komu ferðamanna með Norrænu Bæjarstjóri Seyðisfjarðar segir heimamenn afslappaða gagnvart komu erlendra ferðamanna til bæjarins. Norræna lagðist að bryggju í morgun og gengur skimun vegna kórónuveirunnar vel. 23. júní 2020 13:08 Hluti farþega um borð í Norrænu þarf ekki að fara í sýnatöku Norræna mun leggjast að bryggju á Seyðisfirði um níuleytið. Um borð eru 460 farþegar en aðeins um 300 þeirra þurfa að fara í sýnatöku en hún verður framkvæmd um borð líkt og í síðustu viku. 23. júní 2020 08:45 Hætta við skimun í Norrænu vegna tæknilegra vandamála Hætta þurfti við að flytja sjö heilbrigðisstarfsmenn til Færeyja sem áttu að sinna sýnatöku um borð í Norrænu áður en hún kemur til hafnar á Seyðisfirði á morgun vegna tæknilegra vandamála. 15. júní 2020 11:42 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Sjá meira
Seyðfirðingar afslappaðir vegna komu ferðamanna með Norrænu Bæjarstjóri Seyðisfjarðar segir heimamenn afslappaða gagnvart komu erlendra ferðamanna til bæjarins. Norræna lagðist að bryggju í morgun og gengur skimun vegna kórónuveirunnar vel. 23. júní 2020 13:08
Hluti farþega um borð í Norrænu þarf ekki að fara í sýnatöku Norræna mun leggjast að bryggju á Seyðisfirði um níuleytið. Um borð eru 460 farþegar en aðeins um 300 þeirra þurfa að fara í sýnatöku en hún verður framkvæmd um borð líkt og í síðustu viku. 23. júní 2020 08:45
Hætta við skimun í Norrænu vegna tæknilegra vandamála Hætta þurfti við að flytja sjö heilbrigðisstarfsmenn til Færeyja sem áttu að sinna sýnatöku um borð í Norrænu áður en hún kemur til hafnar á Seyðisfirði á morgun vegna tæknilegra vandamála. 15. júní 2020 11:42