Bálreiður Rúnar: Sorgmæddur fyrir hönd Gunnars sem sleit krossbönd Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. júní 2020 23:00 Rúnar hefur fengið nóg af gervigrasinu inn í Egilshöll. Mynd/Vísir Rúnar Kristinsson var ómyrkur í máli eftir 8-1 sigur KR á Vængjum Júpíters í Mjólkurbikarnum en Gunnar Þór Gunnarsson meiddist illa í leiknum og hefur líklega leikið sinn síðasta leik á ferlinum. „Glaður að við skyldum hafa unnið leikinn en ég er sorgmæddur fyrir hönd Gunnars Þórs sem virðist hafa spilað sinn síðasta leik á ferlinum. Það er kannski þessu gervigrasi að þakka sem við erum búnir að vera blóta í sand og ösku lengi. Algjörlega óþolandi að spila hérna inni,“ sagði Rúnar sem var augljóslega mikið niðri fyrir þó svo að leikurinn hafi unnist 8-1. KR missir þarna góðan liðsmann en Gunnar Þór hefur verið hluti af KR liðinu til fjölda ára. „Ekkert sem ég er fúll yfir varðandi Vængi Júpíters. Þeir vildu spila á KR-vellinum og við vildum það. Samkvæmt einhverjum reglum KSÍ má það ekki. Ég er bara drullufúll,“ sagði Rúnar enn fremur. „Bæði lið óskuðu eftir því að spila á KR-vellinum en fengu neitun. Samkvæmt einhverjum reglum er það bannað. Við erum að reyna færa íslenska knattspyrnu á hærri stall og þetta er ekki boðlegt í 32-liða úrslitum að vera inn í höll að spila fótbolta þar sem þú getur ekki bleytt grasið. Þetta er bara slysahætta,“ sagði Rúnar aðspurður hvort bæði lið hefðu óskað eftir því að færa leikinn. „Gunnar Þór, sem hefur verið frábær fyrir KR í mörg ár, er að enda ferilinn sinn hér í stað þess að taka þátt í öllu sumrinu með okkur ef við hefðum spilað við almennilegar aðstæður. Við höfum verið ósáttir með þetta síðan í vetur í Reykjavíkurmótinu og erum það enn, það þarf að gera eitthvað í þessu,“ sagði Rúnar áður en hann ræddi leikinn aðeins nánar að lokum. Viðtalið við Rúnar í heild sinni má sjá hér að neðan en Ingvar Örn Ákason sá um spurningarnar að þessu sinni. Klippa: Bálreiður Rúnar vegna meiðsla Gunnars Þórs Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikarinn KR Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Sjá meira
Rúnar Kristinsson var ómyrkur í máli eftir 8-1 sigur KR á Vængjum Júpíters í Mjólkurbikarnum en Gunnar Þór Gunnarsson meiddist illa í leiknum og hefur líklega leikið sinn síðasta leik á ferlinum. „Glaður að við skyldum hafa unnið leikinn en ég er sorgmæddur fyrir hönd Gunnars Þórs sem virðist hafa spilað sinn síðasta leik á ferlinum. Það er kannski þessu gervigrasi að þakka sem við erum búnir að vera blóta í sand og ösku lengi. Algjörlega óþolandi að spila hérna inni,“ sagði Rúnar sem var augljóslega mikið niðri fyrir þó svo að leikurinn hafi unnist 8-1. KR missir þarna góðan liðsmann en Gunnar Þór hefur verið hluti af KR liðinu til fjölda ára. „Ekkert sem ég er fúll yfir varðandi Vængi Júpíters. Þeir vildu spila á KR-vellinum og við vildum það. Samkvæmt einhverjum reglum KSÍ má það ekki. Ég er bara drullufúll,“ sagði Rúnar enn fremur. „Bæði lið óskuðu eftir því að spila á KR-vellinum en fengu neitun. Samkvæmt einhverjum reglum er það bannað. Við erum að reyna færa íslenska knattspyrnu á hærri stall og þetta er ekki boðlegt í 32-liða úrslitum að vera inn í höll að spila fótbolta þar sem þú getur ekki bleytt grasið. Þetta er bara slysahætta,“ sagði Rúnar aðspurður hvort bæði lið hefðu óskað eftir því að færa leikinn. „Gunnar Þór, sem hefur verið frábær fyrir KR í mörg ár, er að enda ferilinn sinn hér í stað þess að taka þátt í öllu sumrinu með okkur ef við hefðum spilað við almennilegar aðstæður. Við höfum verið ósáttir með þetta síðan í vetur í Reykjavíkurmótinu og erum það enn, það þarf að gera eitthvað í þessu,“ sagði Rúnar áður en hann ræddi leikinn aðeins nánar að lokum. Viðtalið við Rúnar í heild sinni má sjá hér að neðan en Ingvar Örn Ákason sá um spurningarnar að þessu sinni. Klippa: Bálreiður Rúnar vegna meiðsla Gunnars Þórs
Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikarinn KR Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Sjá meira
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti