Hönnunarmars hefst formlega í dag. Hátíðin átti að fara fram í lok marsmánaðar, líkt og undanfarin ár og nafnið sjálft gefur til kynna, en aðstandendur hátíðarinnar þurftu að fresta henni þar til nú; 24.-28. júní vegna Covid-19 faraldursins.
Hátíðin í ár verður með breyttu sniði. Áhersla verður lögð á smærri sýningar og hönnuðina sjálfa en stórir viðburðir fara fram á næsta ári. Hægt er að kynna sér dagskrá hátíðarinnar á hönnunarmars.is.