Ólíklegt að Bandaríkjamönnum verði hleypt í gegn þegar ytri landamærin opna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. júní 2020 09:01 Ferðamenn í Króatíu. EPA/Antonio Bat Ólíklegt er að Bandaríkjamenn verði á lista Evrópusambandsins yfir þá sem mega ferðast í gegnum ytri landamæri sambandsins frá og með 1. júlí næstkomandi. Þetta kemur fram í frétt New York Times sem hefur komist yfir drög að tveimur listum yfir þau lönd sem munu fá aðgang að ytri landamærum Evrópusambandins þann 1. júlí. Bandaríkin eru á hvorugum lista og ástæðan er sögð vera sú hversu illa gengur að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar þar. Í frétt New York Times segir að aðildarríki ESB ræði nú sín á milli hvaða lista eigi að miða við. Báðir listar innihaldi til dæmis Kína svo dæmi séu tekin að því er fram kemur í New York Times. Það myndi þýða að Kínverjum yrði á nýjan leik hleypt inn fyrir ytri landamæri ESB. Ytri landamærin hafa verið lokið frá öllum sem hvorki eru EES né EFTA borgarar, nema viðkomandi geti sýnt fram á að för þeirra sé vegna brýnna erinda frá því í mars. Ísland hefur fylgt aðildarríkjum ESB í þessum lokunum og hafa sömu takmarkanir verið í gildi hér síðan í mars. Bandaríkin langt frá viðmiði ESB Greint hefur verið frá því að stefnt hafi verið að því að opna ytri landamærin 1. júlí og miðað við frétt New York Times virðast ríki ESB vera vinna að því hörðum höndum. Þar segir einnig að listarnir tveir séu byggðir á vísindalegum grunni, en ekki pólitískum. Þannig komist ríki ekki inn á umræddan lista nema sýkingar í viðkomandi ríki séu undir tveggja vikna meðaltali fjölda sýkinga í ESB á hverja 100 þúsund íbúa yfir fjórtán daga tímabil, um þessar mundir er sú tala sextán. Í frétt New York Times segir að sambærileg tala fyrir Bandaríkin sé 107, og því virðist vera langt í land fyrir Bandaríkjamenn. Embættismenn sem blaðamenn New York Times ræddi við segja að listinn verði þó endurskoðaður á tveggja vikna fresti Ferðamenn standa við skakka turninn í Piza.EPA/FABIO MUZZI Sem fyrr segir hefur Ísland fylgt ákvörðunum ESB í þessum efnum en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur velt þeim möguleika upp að Ísland geti opnað landamæri sín, til dæmis fyrir Bandaríkjamönnum, fyrr en önnur Evrópuríki ætli sér, með því að taka upp brottfarareftirlit á landamærunum hér þannig að ferðamenn sem þaðan komi geti ferðast til Íslands, en ekki áfram til Evrópu. Engar ákvarðanir hafa þó verið teknar í þeim efnum. Frétt New York Times má lesa hér Ferðamennska á Íslandi Bandaríkin Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Fleiri fréttir Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Sjá meira
Ólíklegt er að Bandaríkjamenn verði á lista Evrópusambandsins yfir þá sem mega ferðast í gegnum ytri landamæri sambandsins frá og með 1. júlí næstkomandi. Þetta kemur fram í frétt New York Times sem hefur komist yfir drög að tveimur listum yfir þau lönd sem munu fá aðgang að ytri landamærum Evrópusambandins þann 1. júlí. Bandaríkin eru á hvorugum lista og ástæðan er sögð vera sú hversu illa gengur að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar þar. Í frétt New York Times segir að aðildarríki ESB ræði nú sín á milli hvaða lista eigi að miða við. Báðir listar innihaldi til dæmis Kína svo dæmi séu tekin að því er fram kemur í New York Times. Það myndi þýða að Kínverjum yrði á nýjan leik hleypt inn fyrir ytri landamæri ESB. Ytri landamærin hafa verið lokið frá öllum sem hvorki eru EES né EFTA borgarar, nema viðkomandi geti sýnt fram á að för þeirra sé vegna brýnna erinda frá því í mars. Ísland hefur fylgt aðildarríkjum ESB í þessum lokunum og hafa sömu takmarkanir verið í gildi hér síðan í mars. Bandaríkin langt frá viðmiði ESB Greint hefur verið frá því að stefnt hafi verið að því að opna ytri landamærin 1. júlí og miðað við frétt New York Times virðast ríki ESB vera vinna að því hörðum höndum. Þar segir einnig að listarnir tveir séu byggðir á vísindalegum grunni, en ekki pólitískum. Þannig komist ríki ekki inn á umræddan lista nema sýkingar í viðkomandi ríki séu undir tveggja vikna meðaltali fjölda sýkinga í ESB á hverja 100 þúsund íbúa yfir fjórtán daga tímabil, um þessar mundir er sú tala sextán. Í frétt New York Times segir að sambærileg tala fyrir Bandaríkin sé 107, og því virðist vera langt í land fyrir Bandaríkjamenn. Embættismenn sem blaðamenn New York Times ræddi við segja að listinn verði þó endurskoðaður á tveggja vikna fresti Ferðamenn standa við skakka turninn í Piza.EPA/FABIO MUZZI Sem fyrr segir hefur Ísland fylgt ákvörðunum ESB í þessum efnum en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur velt þeim möguleika upp að Ísland geti opnað landamæri sín, til dæmis fyrir Bandaríkjamönnum, fyrr en önnur Evrópuríki ætli sér, með því að taka upp brottfarareftirlit á landamærunum hér þannig að ferðamenn sem þaðan komi geti ferðast til Íslands, en ekki áfram til Evrópu. Engar ákvarðanir hafa þó verið teknar í þeim efnum. Frétt New York Times má lesa hér
Ferðamennska á Íslandi Bandaríkin Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Fleiri fréttir Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Sjá meira