„Eins og hann sé að spila gegn einhverjum úr sjötta flokki“ Anton Ingi Leifsson skrifar 24. júní 2020 11:30 Patrick leikur sér að varnarmönnum Vals um helgina. vísir/s2s Valur lenti í engum vandræðum með Gróttu um helgina er liðin mættust í 2. umferð Pepsi Max-deildar karla. Spekingarnir í Pepsi Max-stúkunni sögðu Valsmenn hafa fengið alltof mikið pláss og tíma í leiknum. Grótta er án stiga eftir fyrstu tvær umferðirnar í frumraun sinni í efstu deild en liðið hefur fengið á sig sex mörk í fyrstu tveimur leikjunum gegn Breiðabliki og Val. Sigurvin Ólafsson sér ekki hvernig Grótta á að fara að því að vinna leiki ef þeir lenda undir. „Maður sér bara ekki hvernig í fjandanum þeir eiga að koma til baka. Eins og staðan er núna þá sér maður þá ekki ná í stig nema að þeir skori fyrsta markið,“ sagði Sigurvin. Tómas Ingi Tómasson benti á plássið sem Valsararnir fengu um helgina en þeir fengu að spila boltanum léttilega á milli sín inni í vítateig Gróttu. „Sérðu allt plássið sem þeir hafa. Þeir eru með flesta fyrir allan boltann en þeir eru í reitabolti inn í teig. Það sem vantar hjá þeim er að vera nær mönnunum. Valsararnir höfðu þrjá til sjö metra til að vinna með og Vals-liðið er of gott til að þú gefir þeim þennan séns.“ Sigurvin sagði að þetta liti út eins og æfing fyrir Valsara á köflum og það vantaði bara að Heimir Guðjónsson fengi aðeins að stoppa og fara yfir nokkur atriði. „Þeir eru eins og keilur í þessum leik. Þegar Valsmenn eru að byggja upp sóknir þá vantaði stundum bara Heimi Guðjónsson og segja: Stopp. Og færi aðeins yfir sóknarleikinn í rólegheitunum.“ Tómas Ingi var ekki hrifinn af varnarlínu Gróttu. „Svo ertu með fjögurra manna vörn og tvo hafsenta. Patrick Pedersen, hann fékk bara alltaf boltann. Hvorugur þeirra stimplaði upp. Það gerðist ekki í leiknum. Þetta er eins og hann sé að spila gegn einhverjum úr sjötta flokki,“ sagði Tómas Ingi. Klippa: Pepsi Max-stúkan - Umræða um leik Vals og Gróttu Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Grótta Valur Mest lesið Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Íslenski boltinn Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Enski boltinn Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út Körfubolti Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Enski boltinn Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Enski boltinn Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Fótbolti Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Körfubolti Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Fótbolti Fleiri fréttir „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjá meira
Valur lenti í engum vandræðum með Gróttu um helgina er liðin mættust í 2. umferð Pepsi Max-deildar karla. Spekingarnir í Pepsi Max-stúkunni sögðu Valsmenn hafa fengið alltof mikið pláss og tíma í leiknum. Grótta er án stiga eftir fyrstu tvær umferðirnar í frumraun sinni í efstu deild en liðið hefur fengið á sig sex mörk í fyrstu tveimur leikjunum gegn Breiðabliki og Val. Sigurvin Ólafsson sér ekki hvernig Grótta á að fara að því að vinna leiki ef þeir lenda undir. „Maður sér bara ekki hvernig í fjandanum þeir eiga að koma til baka. Eins og staðan er núna þá sér maður þá ekki ná í stig nema að þeir skori fyrsta markið,“ sagði Sigurvin. Tómas Ingi Tómasson benti á plássið sem Valsararnir fengu um helgina en þeir fengu að spila boltanum léttilega á milli sín inni í vítateig Gróttu. „Sérðu allt plássið sem þeir hafa. Þeir eru með flesta fyrir allan boltann en þeir eru í reitabolti inn í teig. Það sem vantar hjá þeim er að vera nær mönnunum. Valsararnir höfðu þrjá til sjö metra til að vinna með og Vals-liðið er of gott til að þú gefir þeim þennan séns.“ Sigurvin sagði að þetta liti út eins og æfing fyrir Valsara á köflum og það vantaði bara að Heimir Guðjónsson fengi aðeins að stoppa og fara yfir nokkur atriði. „Þeir eru eins og keilur í þessum leik. Þegar Valsmenn eru að byggja upp sóknir þá vantaði stundum bara Heimi Guðjónsson og segja: Stopp. Og færi aðeins yfir sóknarleikinn í rólegheitunum.“ Tómas Ingi var ekki hrifinn af varnarlínu Gróttu. „Svo ertu með fjögurra manna vörn og tvo hafsenta. Patrick Pedersen, hann fékk bara alltaf boltann. Hvorugur þeirra stimplaði upp. Það gerðist ekki í leiknum. Þetta er eins og hann sé að spila gegn einhverjum úr sjötta flokki,“ sagði Tómas Ingi. Klippa: Pepsi Max-stúkan - Umræða um leik Vals og Gróttu
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Grótta Valur Mest lesið Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Íslenski boltinn Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Enski boltinn Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út Körfubolti Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Enski boltinn Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Enski boltinn Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Fótbolti Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Körfubolti Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Fótbolti Fleiri fréttir „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti