Ferli Gunnars hugsanlega lokið því ekki mátti færa leikinn: „Þessu hefur margoft verið neitað“ Sindri Sverrisson skrifar 24. júní 2020 12:00 Gunnar Þór Gunnarsson mun ekki leika meiri fótbolta á þessu ári. Hann verður 35 ára á árinu og ferlinum gæti verið lokið. VÍSIR/BÁRA KR-ingar og Vængir Júpiters vildu spila bikarleik sinn á Meistaravöllum í gær en var það óheimilt samkvæmt reglugerð KSÍ. Því spiluðu þau inni í Egilshöll, á gervigrasvelli sem þykir slæmur, og það gæti hafa orðið til þess að ferli leikmanns KR sé lokið. Gunnar Þór Gunnarsson, miðvörður KR, sleit krossband í hné þegar önnur löpp hans festist í vellinum og ferli hans gæti verið lokið. Í vetur sleit annar KR-ingur, Emil Ásmundsson, krossband í hné á sama velli. Vængir Júpiters, sem leika í 3. deild, spila reyndar vanalega heimaleiki sína á gervigrasvellinum fyrir utan Egilshöllina. Úr því að sjálfir Íslandsmeistararnir voru að koma í heimsókn, og því von á fleiri áhorfendum en vanalega, var ákveðið að hafa leikinn inni í Egilshöllinni. Leikurinn hefði líklega verið færður á Extravöllinn í Dalhúsum, heimavöll Fjölnis, ef ekki færi þar fram bikarleikur Fjölnis og Selfoss í kvöld. Fái ekki heimaleik í krafti aðstöðumunar Í reglugerð KSÍ um knattspyrnumót segir um bikarkeppnina: „Draga skal um hvaða lið mætast og skal það lið sem dregið er á undan leika á heimavelli[…]“ Þessi regla kom í veg fyrir að hægt væri að færa leikinn í Vesturbæinn, eins og bæði lið vildu. „Eðli bikarkeppninnar er þannig að það lið sem dregið er á undan skal leika á heimavelli. Svo er bara eitt undanþáguákvæði, sem er sökum fjarlægðar og á augljóslega ekki við í þessu tilviki,“ segir Birkir Sveinsson, mótastjóri KSÍ. Í því undanþáguákvæði segir að leikur geti í ákveðnum tilvikum farið fram á „hlutlausum velli“ berist ósk um það frá báðum aðilum, en ljóst er að heimavöllur KR er ekki hlutlaus völlur. „KR hringdi bara en það kom aldrei formleg ósk frá félögunum um þetta. En þetta er bara ekki heimilt samkvæmt reglugerð og þessu hefur margoft verið neitað. Til dæmis er það þannig í forkeppninni að þau lið sem eiga ekki heimavöll geta ekki fært sig á heimavöll andstæðingsins. Þau verða að finna annan völl til að leika á. Það hefur verið talað um að menn geti ekki í krafti aðstöðumunar fengið til sín heimaleiki. Drátturinn á að ráða því,“ segir Birkir. KR vann leikinn 8-1 og komst þar með áfram í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins. Pepsi Max-deild karla KR KSÍ Íslenski boltinn Tengdar fréttir Bálreiður Rúnar: Sorgmæddur fyrir hönd Gunnars sem sleit krossbönd Rúnar Kristinsson var ómyrkur í máli eftir 8-1 sigur KR á Vængjum Júpíters í Mjólkurbikarnum en Gunnar Þór meiddist illa í leiknum og hefur líklega leikið sinn síðasta leik á ferlinum. 23. júní 2020 23:00 Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Sjá meira
KR-ingar og Vængir Júpiters vildu spila bikarleik sinn á Meistaravöllum í gær en var það óheimilt samkvæmt reglugerð KSÍ. Því spiluðu þau inni í Egilshöll, á gervigrasvelli sem þykir slæmur, og það gæti hafa orðið til þess að ferli leikmanns KR sé lokið. Gunnar Þór Gunnarsson, miðvörður KR, sleit krossband í hné þegar önnur löpp hans festist í vellinum og ferli hans gæti verið lokið. Í vetur sleit annar KR-ingur, Emil Ásmundsson, krossband í hné á sama velli. Vængir Júpiters, sem leika í 3. deild, spila reyndar vanalega heimaleiki sína á gervigrasvellinum fyrir utan Egilshöllina. Úr því að sjálfir Íslandsmeistararnir voru að koma í heimsókn, og því von á fleiri áhorfendum en vanalega, var ákveðið að hafa leikinn inni í Egilshöllinni. Leikurinn hefði líklega verið færður á Extravöllinn í Dalhúsum, heimavöll Fjölnis, ef ekki færi þar fram bikarleikur Fjölnis og Selfoss í kvöld. Fái ekki heimaleik í krafti aðstöðumunar Í reglugerð KSÍ um knattspyrnumót segir um bikarkeppnina: „Draga skal um hvaða lið mætast og skal það lið sem dregið er á undan leika á heimavelli[…]“ Þessi regla kom í veg fyrir að hægt væri að færa leikinn í Vesturbæinn, eins og bæði lið vildu. „Eðli bikarkeppninnar er þannig að það lið sem dregið er á undan skal leika á heimavelli. Svo er bara eitt undanþáguákvæði, sem er sökum fjarlægðar og á augljóslega ekki við í þessu tilviki,“ segir Birkir Sveinsson, mótastjóri KSÍ. Í því undanþáguákvæði segir að leikur geti í ákveðnum tilvikum farið fram á „hlutlausum velli“ berist ósk um það frá báðum aðilum, en ljóst er að heimavöllur KR er ekki hlutlaus völlur. „KR hringdi bara en það kom aldrei formleg ósk frá félögunum um þetta. En þetta er bara ekki heimilt samkvæmt reglugerð og þessu hefur margoft verið neitað. Til dæmis er það þannig í forkeppninni að þau lið sem eiga ekki heimavöll geta ekki fært sig á heimavöll andstæðingsins. Þau verða að finna annan völl til að leika á. Það hefur verið talað um að menn geti ekki í krafti aðstöðumunar fengið til sín heimaleiki. Drátturinn á að ráða því,“ segir Birkir. KR vann leikinn 8-1 og komst þar með áfram í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins.
Pepsi Max-deild karla KR KSÍ Íslenski boltinn Tengdar fréttir Bálreiður Rúnar: Sorgmæddur fyrir hönd Gunnars sem sleit krossbönd Rúnar Kristinsson var ómyrkur í máli eftir 8-1 sigur KR á Vængjum Júpíters í Mjólkurbikarnum en Gunnar Þór meiddist illa í leiknum og hefur líklega leikið sinn síðasta leik á ferlinum. 23. júní 2020 23:00 Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Sjá meira
Bálreiður Rúnar: Sorgmæddur fyrir hönd Gunnars sem sleit krossbönd Rúnar Kristinsson var ómyrkur í máli eftir 8-1 sigur KR á Vængjum Júpíters í Mjólkurbikarnum en Gunnar Þór meiddist illa í leiknum og hefur líklega leikið sinn síðasta leik á ferlinum. 23. júní 2020 23:00