Ætla að spila skemmtilegan sóknarbolta í sumar | Leiknir F. mætir Pepsi Max liði Stjörnunnar í kvöld Ísak Hallmundarson skrifar 24. júní 2020 14:00 Brynjar stýrði Leikni til sigurs í 2. deildinni í fyrra. mynd/Austurfrétt Stjarnan fær Lengjudeildarlið Leiknis Fáskrúðsfjarðar í heimsókn í kvöld í Mjólkurbikar karla, en leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 20:05. Stjarnan er á toppnum í Pepsi Max deildinni eftir tvær umferðir á meðan Leiknir F. leikur í Lengjudeildinni, næstefstu deild, og töpuðu 3-0 fyrir Fram í 1. umferð. Vísir ræddi við Brynjar Skúlason þjálfara Leiknis fyrir leik. ,,Ég held það sé bara fín stemmning í hópnum. Við ætlum að mæta þarna og reyna að gefa þeim leik. Við leggjum þetta upp eins og alla aðra leiki bara. Ætlum að reyna að spila okkar leik og reyna að æfa okkur í því sem við ætlum að reyna að gera vel í sumar. Ég efast um að við verðum bikarmeistarar þannig það er alveg eins gott að nota þetta sem æfingaleik,‘‘ sagði Brynjar, sem er greinilega hófstilltur í væntingum fyrir úrslit í leiknum. ,,Við erum búnir að spila mjög lítið, bara búnir að spila einhverja þrjá leiki núna eftir Covid og búnir að fá mikið af nýjum strákum sem er ekki komnir með leikheimild og menn eru búnir að vera í einhverju svona Covid-ástandi úti í heimi. Hafa ekki mátt fara út úr húsi í einhverja tvo, þrjá mánuði þannig að það fer eftir því hvað menn eru fljótir að koma sér í stand hverjir verða lykilmenn í liðinu,‘‘ sagði hann aðspurður um hverjir væru mikilvægustu leikmenn liðsins. En hvaða leikmönnum Stjörnunnar þurfa Leiknismenn að hafa gætur á? ,,Er ekki Stjarnan með góða leikmenn í öllum stöðum? Við ætlum bara að spila okkar leik og sjá hverju það skilar okkur, það er ekkert sérstakt plan fyrir Stjörnuna frekar en eitthvað annað lið. Við ætlum að reyna að æfa okkar hluti og bæta okkar leik frá því í síðasta leik sem við spiluðum, ekki veitir af. Planið er að vera betri en í þeim leik.‘‘ Brynjar segist reikna með því að einhverjir Fáskrúðsfirðingar láti sjá sig í kvöld. ,,Fáskrúðsfjörður er lítill bær, við erum ekki að fara að sjá einhverja hundruði eða þúsundir manna frá Fáskrúðsfirði á leiknum, en það koma alltaf einhverjir og kíkja á leiki hjá okkur út um allt land. Við höfum ekki prófað oft að vera í sjónvarpinu þannig að það er vonandi að drengirnir stígi upp og sýni sitt rétta andlit, fyrst þeir verða í sjónvarpinu. Það er kannski smá pressa.‘‘ Aðspurður út í markmiðin fyrir sumarið segir Brynjar að liðið ætli að reyna að halda sér í Lengjudeildinni. ,,Við höfum ekki sett okkur nein rosa markmið, markmiðið er auðvitað að reyna að vera í deildinni áfram á næsta ári. Það eru mjög mörg góð lið og margir að leggja vinnu í þetta og við erum ekki búnir að spila við mörg lið í Lengjudeildinni eða á því leveli, þannig það er erfitt að segja nákvæmlega hvar við stöndum.‘‘ ,,Við viljum bara spila skemmtilegan sóknarbolta. Það er hundleiðinlegt að vera að spila varnarbolta. Það er alveg glatað. En það er allavega svona planið, svo verðum við bara að sjá hvað við getum og hvað við komumst upp með. Það getur alltaf breyst ef úrslitin eru ekki að falla með manni þannig við spilum auðvitað eins og við þurfum að spila til að ná í stig,‘‘ sagði Brynjar að lokum um hvernig fótbolta mætti búast við að sjá frá liði hans í sumar. Mjólkurbikarinn Leiknir F. Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Liverpool með fullt hús stiga Enski boltinn Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Í beinni: Breiðablik - Þór/KA | Þurfa að vinna meistarana og kannski er það ekki nóg Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Fótbolti Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Leik lokið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Íslenski boltinn Younghoe sparkað burt Sport Fleiri fréttir Í beinni: Vestri - ÍA | Geta sett KR í fallsæti Í beinni: Fram - Valur | Lífróður hjá heimakonum Í beinni: Breiðablik - Þór/KA | Þurfa að vinna meistarana og kannski er það ekki nóg Í beinni: Þróttur - Stjarnan | Eltast við Evrópusæti Í beinni: Tindastóll - FH | Bæði lið þurfa nauðsynlega stig Í beinni: Víkingur - FHL | Geta tryggt sæti sitt með fimmta sigri í röð Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Sjá meira
Stjarnan fær Lengjudeildarlið Leiknis Fáskrúðsfjarðar í heimsókn í kvöld í Mjólkurbikar karla, en leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 20:05. Stjarnan er á toppnum í Pepsi Max deildinni eftir tvær umferðir á meðan Leiknir F. leikur í Lengjudeildinni, næstefstu deild, og töpuðu 3-0 fyrir Fram í 1. umferð. Vísir ræddi við Brynjar Skúlason þjálfara Leiknis fyrir leik. ,,Ég held það sé bara fín stemmning í hópnum. Við ætlum að mæta þarna og reyna að gefa þeim leik. Við leggjum þetta upp eins og alla aðra leiki bara. Ætlum að reyna að spila okkar leik og reyna að æfa okkur í því sem við ætlum að reyna að gera vel í sumar. Ég efast um að við verðum bikarmeistarar þannig það er alveg eins gott að nota þetta sem æfingaleik,‘‘ sagði Brynjar, sem er greinilega hófstilltur í væntingum fyrir úrslit í leiknum. ,,Við erum búnir að spila mjög lítið, bara búnir að spila einhverja þrjá leiki núna eftir Covid og búnir að fá mikið af nýjum strákum sem er ekki komnir með leikheimild og menn eru búnir að vera í einhverju svona Covid-ástandi úti í heimi. Hafa ekki mátt fara út úr húsi í einhverja tvo, þrjá mánuði þannig að það fer eftir því hvað menn eru fljótir að koma sér í stand hverjir verða lykilmenn í liðinu,‘‘ sagði hann aðspurður um hverjir væru mikilvægustu leikmenn liðsins. En hvaða leikmönnum Stjörnunnar þurfa Leiknismenn að hafa gætur á? ,,Er ekki Stjarnan með góða leikmenn í öllum stöðum? Við ætlum bara að spila okkar leik og sjá hverju það skilar okkur, það er ekkert sérstakt plan fyrir Stjörnuna frekar en eitthvað annað lið. Við ætlum að reyna að æfa okkar hluti og bæta okkar leik frá því í síðasta leik sem við spiluðum, ekki veitir af. Planið er að vera betri en í þeim leik.‘‘ Brynjar segist reikna með því að einhverjir Fáskrúðsfirðingar láti sjá sig í kvöld. ,,Fáskrúðsfjörður er lítill bær, við erum ekki að fara að sjá einhverja hundruði eða þúsundir manna frá Fáskrúðsfirði á leiknum, en það koma alltaf einhverjir og kíkja á leiki hjá okkur út um allt land. Við höfum ekki prófað oft að vera í sjónvarpinu þannig að það er vonandi að drengirnir stígi upp og sýni sitt rétta andlit, fyrst þeir verða í sjónvarpinu. Það er kannski smá pressa.‘‘ Aðspurður út í markmiðin fyrir sumarið segir Brynjar að liðið ætli að reyna að halda sér í Lengjudeildinni. ,,Við höfum ekki sett okkur nein rosa markmið, markmiðið er auðvitað að reyna að vera í deildinni áfram á næsta ári. Það eru mjög mörg góð lið og margir að leggja vinnu í þetta og við erum ekki búnir að spila við mörg lið í Lengjudeildinni eða á því leveli, þannig það er erfitt að segja nákvæmlega hvar við stöndum.‘‘ ,,Við viljum bara spila skemmtilegan sóknarbolta. Það er hundleiðinlegt að vera að spila varnarbolta. Það er alveg glatað. En það er allavega svona planið, svo verðum við bara að sjá hvað við getum og hvað við komumst upp með. Það getur alltaf breyst ef úrslitin eru ekki að falla með manni þannig við spilum auðvitað eins og við þurfum að spila til að ná í stig,‘‘ sagði Brynjar að lokum um hvernig fótbolta mætti búast við að sjá frá liði hans í sumar.
Mjólkurbikarinn Leiknir F. Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Liverpool með fullt hús stiga Enski boltinn Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Í beinni: Breiðablik - Þór/KA | Þurfa að vinna meistarana og kannski er það ekki nóg Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Fótbolti Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Leik lokið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Íslenski boltinn Younghoe sparkað burt Sport Fleiri fréttir Í beinni: Vestri - ÍA | Geta sett KR í fallsæti Í beinni: Fram - Valur | Lífróður hjá heimakonum Í beinni: Breiðablik - Þór/KA | Þurfa að vinna meistarana og kannski er það ekki nóg Í beinni: Þróttur - Stjarnan | Eltast við Evrópusæti Í beinni: Tindastóll - FH | Bæði lið þurfa nauðsynlega stig Í beinni: Víkingur - FHL | Geta tryggt sæti sitt með fimmta sigri í röð Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Sjá meira
Í beinni: Breiðablik - Þór/KA | Þurfa að vinna meistarana og kannski er það ekki nóg Íslenski boltinn
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann
Í beinni: Breiðablik - Þór/KA | Þurfa að vinna meistarana og kannski er það ekki nóg Íslenski boltinn