Andrés Ingi segir verktaka maka krókinn grímulaust á kostnað almennings Jakob Bjarnar skrifar 24. júní 2020 15:40 Andrés Ingi segir að viðurkennt sé að framkvæmdir sem í er ráðist með þessum hætti kosti 20 til 30 prósentum meira en öðrum kosti og það fé renni þá í vasa einkaaðila. visir/vilhelm Andrés Ingi Jónsson þingmaður utan flokka segir að með lagafrumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um samvinnuverkefni um vegaframkvæmdir sé grímulaust verið að hygla verktökum á kostnað almennings. Hér er vísað til frumvarps til laga sem gengur út á að heimila ríkinu að semja við einkaaðila um tilteknar framkvæmdir: Hringvegur norðaustan Selfoss og brú á Ölfusá, Hringvegur um Hornafjarðarfljót, Axarvegur, Tvöföldun Hvalfjarðarganga, Hringvegur um Mýrdal og jarðgöng í Reynisfjalli og Sundabraut. Málið gekk til umhverfis- og samgöngunefndar í maí og er framsögumaður hennar Ari Trausti Guðmundsson. Frumvarp Sigurðar Inga hefur verið umdeilt og hefur ráðherra verið sakaður um að koma því í gegnum þingið í skugga kórónuveirufárs. Nokkuð sem hann vísar á bug. Tilfærsla fjármuna til einkaaðila Andrés Ingi segir að einkaaðilum sé með þessu gert kleift að færa í eigin vasa um 20 til 30 prósent af kostnaði, það komi meira að segja fram í greinargerð með frumvarpinu: „Reynslan í Evrópu hefur verið sú að vegna tilfærslu á áhættu og hærri fjármagnskostnaðar einkaaðila hafa samvinnuverkefni kostað 20–30% meira en verkefni sem hafa verið fjármögnuð með hefðbundinni aðferð.“ Andrés Ingi tjáir þessa skoðun sína á Facebook-svæði Sósíalistaflokks Íslands. Málshefjandi er Gunnar Smári Egilsson formaður framkvæmdastjórnar flokksins sem bendir á frumvarpið og segir þar um að ræða gerning frá ríkisstjórninni sérhannaðan til að hleypa einkaaðilum að skattfé svo þeir geti smurt ofan á opinberar framkvæmdir um 1/4 eða 1/3 af kostnaði og stungið í vasann. „Það er fyrir löngu búið að afhjúpa svona stefnu; hún leiðir til lakari þjónustu fyrir almenning fyrir meiri pening; enginn græðir nema auðfólkið sem nær að smeygja sér á milli almennings og ríkissjóðs og taka kött. En það virðist enginn gera athugasemdir við þetta; ekki verkalýðshreyfingin og enginn fulltrúi almennings nema FÍB,“ segir Gunnar Smári og furðar sig á því að málið sé ekki á döfinni. Nefndin meðvituð um þetta Andrés Ingi bætir því við jafnframt að meirihluti þingnefndarinnar sé sér algjörlega meðvitaður um þetta, þá með vísan til skýrslu starfshóps samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins um leiðir til fjármögnunar vegaframkvæmda, sem kom út í apríl 2019, en þá „var á það bent að vegna tilfærslu á áhættu og hærri fjármagnskostnaðar einkaaðila hafi reynslan verið sú í Evrópu að samvinnuverkefni hafi kostað 20–30% meira en verkefni fjármögnuð af ríkissjóði. Því til viðbótar komi kostnaður vegna innheimtu veggjalda.“ Andrés Ingi segir þetta sakleysislega „kostnaður vegna innheimtu veggjalda“ sé til samanburðar um milljarður þann tíma sem var rukkað í gegnum Hvalfjarðargöngin. Samgöngur Alþingi Efnahagsmál Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Fleiri fréttir Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Sjá meira
Andrés Ingi Jónsson þingmaður utan flokka segir að með lagafrumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um samvinnuverkefni um vegaframkvæmdir sé grímulaust verið að hygla verktökum á kostnað almennings. Hér er vísað til frumvarps til laga sem gengur út á að heimila ríkinu að semja við einkaaðila um tilteknar framkvæmdir: Hringvegur norðaustan Selfoss og brú á Ölfusá, Hringvegur um Hornafjarðarfljót, Axarvegur, Tvöföldun Hvalfjarðarganga, Hringvegur um Mýrdal og jarðgöng í Reynisfjalli og Sundabraut. Málið gekk til umhverfis- og samgöngunefndar í maí og er framsögumaður hennar Ari Trausti Guðmundsson. Frumvarp Sigurðar Inga hefur verið umdeilt og hefur ráðherra verið sakaður um að koma því í gegnum þingið í skugga kórónuveirufárs. Nokkuð sem hann vísar á bug. Tilfærsla fjármuna til einkaaðila Andrés Ingi segir að einkaaðilum sé með þessu gert kleift að færa í eigin vasa um 20 til 30 prósent af kostnaði, það komi meira að segja fram í greinargerð með frumvarpinu: „Reynslan í Evrópu hefur verið sú að vegna tilfærslu á áhættu og hærri fjármagnskostnaðar einkaaðila hafa samvinnuverkefni kostað 20–30% meira en verkefni sem hafa verið fjármögnuð með hefðbundinni aðferð.“ Andrés Ingi tjáir þessa skoðun sína á Facebook-svæði Sósíalistaflokks Íslands. Málshefjandi er Gunnar Smári Egilsson formaður framkvæmdastjórnar flokksins sem bendir á frumvarpið og segir þar um að ræða gerning frá ríkisstjórninni sérhannaðan til að hleypa einkaaðilum að skattfé svo þeir geti smurt ofan á opinberar framkvæmdir um 1/4 eða 1/3 af kostnaði og stungið í vasann. „Það er fyrir löngu búið að afhjúpa svona stefnu; hún leiðir til lakari þjónustu fyrir almenning fyrir meiri pening; enginn græðir nema auðfólkið sem nær að smeygja sér á milli almennings og ríkissjóðs og taka kött. En það virðist enginn gera athugasemdir við þetta; ekki verkalýðshreyfingin og enginn fulltrúi almennings nema FÍB,“ segir Gunnar Smári og furðar sig á því að málið sé ekki á döfinni. Nefndin meðvituð um þetta Andrés Ingi bætir því við jafnframt að meirihluti þingnefndarinnar sé sér algjörlega meðvitaður um þetta, þá með vísan til skýrslu starfshóps samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins um leiðir til fjármögnunar vegaframkvæmda, sem kom út í apríl 2019, en þá „var á það bent að vegna tilfærslu á áhættu og hærri fjármagnskostnaðar einkaaðila hafi reynslan verið sú í Evrópu að samvinnuverkefni hafi kostað 20–30% meira en verkefni fjármögnuð af ríkissjóði. Því til viðbótar komi kostnaður vegna innheimtu veggjalda.“ Andrés Ingi segir þetta sakleysislega „kostnaður vegna innheimtu veggjalda“ sé til samanburðar um milljarður þann tíma sem var rukkað í gegnum Hvalfjarðargöngin.
Samgöngur Alþingi Efnahagsmál Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Fleiri fréttir Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Sjá meira