Færeyingar yngja upp með nýrri Airbus A320 beint úr verksmiðju Kristján Már Unnarsson skrifar 24. júní 2020 16:00 Þotan lenti á flugvellinum í Vogum í Færeyjum á föstudagskvöld. Hún hefur hlotið nafnið Tita og er með skráningarnúmerið OY-RCL. Mynd/Atlantic Airways. Færeyska flugfélagið Atlantic Airways hefur fengið afhenta nýja þotu af gerðinni Airbus A320neo. Þotan kom beint frá Airbus-verksmiðjunum í Toulouse í Frakklandi á föstudag, lenti í Kaupmannahöfn síðdegis og flaug þaðan til Voga-flugvallar í Færeyjum þar sem hún lenti á föstudagskvöld. Þotan, með skráningarnúmerið OY-RCL, hefur fengið nafnið Tita, eftir færeysku veflistakonunni Titu Vinther, sem lést í fyrra. Hún tekur 174 farþega í sæti og er leigð frá bandarísku flugvélaleigunni Air Lease Corporation. Þetta er önnur vél félagsins af A320neo-línunni en þá fyrri fékk Atlantic í fyrrasumar. Félagið hefur á móti losað sig við tvær Airbus A319 þotur. Einnig eru í flotanum tvær eldri Airbus-þotur, þriggja ára gömul A320-200 og átta ára gömul A319-100. Nýja þotan á Voga-flugvelli á föstudagskvöld. Atlantic Airways er núna með fjórar Airbus-þotur í flotanum og er meðalaldur þeirra aðeins 3,2 ár.Mynd/Atlantic Airways. Með nýju þotunni lækkar meðalaldur þotuflota Atlantic Airways niður í 3,2 ár, samkvæmt flugsíðunni Planespotters. Atlantic Airways stefnir að því að yngja enn frekar upp í þotuflotanum og reka eingöngu Airbus A320neo. Félagið á von á þeirri þriðju árið 2023 og þeirri fjórðu árið 2024. Kaup á A320 vélum í stað minni A319 véla áttu þátt í ákvörðun félagsins um að flytja Færeyjaflugið frá Reykjavíkurflugvelli til Keflavíkurflugvallar fyrir tveimur árum. Færeyska félagið er jafnt og þétt að auka tíðni flugferða eftir því sem ferðatakmörkunum kórónufaraldursins er aflétt. Það flýgur núna eina ferð á dag til Kaupmannahafnar og fjölgar þeim í tvær á dag í þessari viku. Þá er áætlunarflug þess til Billund og Álaborgar að fara af stað á ný. Íslandsflug Atlantic fór á fulla ferð 15. júní og flýgur félagið núna þrjár ferðir í viku til Keflavíkur, á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum. Þegar íslensku forsetahjónin héldu í heimsókn til Færeyja fyrir þremur árum flugu þau með Airbus A319 þotu Atlantic, sem sjá má taka á loft og lenda í þessari frétt: Færeyjar Fréttir af flugi Airbus Keflavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Færeyska flugfélagið Atlantic Airways hefur fengið afhenta nýja þotu af gerðinni Airbus A320neo. Þotan kom beint frá Airbus-verksmiðjunum í Toulouse í Frakklandi á föstudag, lenti í Kaupmannahöfn síðdegis og flaug þaðan til Voga-flugvallar í Færeyjum þar sem hún lenti á föstudagskvöld. Þotan, með skráningarnúmerið OY-RCL, hefur fengið nafnið Tita, eftir færeysku veflistakonunni Titu Vinther, sem lést í fyrra. Hún tekur 174 farþega í sæti og er leigð frá bandarísku flugvélaleigunni Air Lease Corporation. Þetta er önnur vél félagsins af A320neo-línunni en þá fyrri fékk Atlantic í fyrrasumar. Félagið hefur á móti losað sig við tvær Airbus A319 þotur. Einnig eru í flotanum tvær eldri Airbus-þotur, þriggja ára gömul A320-200 og átta ára gömul A319-100. Nýja þotan á Voga-flugvelli á föstudagskvöld. Atlantic Airways er núna með fjórar Airbus-þotur í flotanum og er meðalaldur þeirra aðeins 3,2 ár.Mynd/Atlantic Airways. Með nýju þotunni lækkar meðalaldur þotuflota Atlantic Airways niður í 3,2 ár, samkvæmt flugsíðunni Planespotters. Atlantic Airways stefnir að því að yngja enn frekar upp í þotuflotanum og reka eingöngu Airbus A320neo. Félagið á von á þeirri þriðju árið 2023 og þeirri fjórðu árið 2024. Kaup á A320 vélum í stað minni A319 véla áttu þátt í ákvörðun félagsins um að flytja Færeyjaflugið frá Reykjavíkurflugvelli til Keflavíkurflugvallar fyrir tveimur árum. Færeyska félagið er jafnt og þétt að auka tíðni flugferða eftir því sem ferðatakmörkunum kórónufaraldursins er aflétt. Það flýgur núna eina ferð á dag til Kaupmannahafnar og fjölgar þeim í tvær á dag í þessari viku. Þá er áætlunarflug þess til Billund og Álaborgar að fara af stað á ný. Íslandsflug Atlantic fór á fulla ferð 15. júní og flýgur félagið núna þrjár ferðir í viku til Keflavíkur, á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum. Þegar íslensku forsetahjónin héldu í heimsókn til Færeyja fyrir þremur árum flugu þau með Airbus A319 þotu Atlantic, sem sjá má taka á loft og lenda í þessari frétt:
Færeyjar Fréttir af flugi Airbus Keflavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira