Framleiðslu Olympus-myndavéla hætt Atli Ísleifsson skrifar 25. júní 2020 07:29 Fyrsta Olympus-myndavélin var framleidd árið 1936. Vélin á myndinni er umtalsvert nýrri. Getty Japanska fyrirtækið Olympus hefur hætt framleiðslu myndavéla eftir 84 ár á markaðnum. Greint var frá því að fyrirtækið hafi ákveðið að hætta framleiðslunni þrátt fyrir tilraunir til að halda lífi í framleiðslunni. Hún væri hins vegar ekki lengur arðbær á tímum stafrænna myndavéla. Fyritækið segir að tilkoma snjallsíma með góðum myndavélum hafi dregið úr eftirspurn eftir sérstökum myndavélum. Fyrirtækið hefur verið rekið með tapi síðastliðin þrjú ár. Olympus framleiddi sína fyrstu myndavél árið 1936 eftir að hafa þá staðið að framleiðslu smásjáa um nokkurra ára skeið. Í frétt BBC segir að Semi-Olympus I vélin frá 1936 hafi verið með mikinn belg, sem teygðist út líkt og harmonikkubelgur, og hafi vélin á sínum tíma kostað meira en sem svaraði meðalmánaðarlaunum í Japan. Fyrirtækið hélt áfram að þróa og selja myndavélar og varð svo eitt af stærstu merkjunum á myndavélamarkaðnum, en Olympus-vélarnar nutu sérstakra vinsælda á áttunda áratugnum þar sem ljósmyndarar á borð við David Bailey og Lord Lichfield notuðust við Olympus-vélar. Talið er að sala á myndavélum hafi dregist saman um 84 prósent milli áranna 2010 og 2018. Olympus vonast nú til að geta selt framleiðsluna á ákveðnum hlutum vélanna, svo sem Zuiko-linsum sem hæglega gætu nýst í framleiðslu á öðrum vörum. Olympus mun áfram standa að framleiðslu smásjáa og vörum sem nýtast innan heilbrigðisgeirans. Tímamót Japan Ljósmyndun Mest lesið Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Japanska fyrirtækið Olympus hefur hætt framleiðslu myndavéla eftir 84 ár á markaðnum. Greint var frá því að fyrirtækið hafi ákveðið að hætta framleiðslunni þrátt fyrir tilraunir til að halda lífi í framleiðslunni. Hún væri hins vegar ekki lengur arðbær á tímum stafrænna myndavéla. Fyritækið segir að tilkoma snjallsíma með góðum myndavélum hafi dregið úr eftirspurn eftir sérstökum myndavélum. Fyrirtækið hefur verið rekið með tapi síðastliðin þrjú ár. Olympus framleiddi sína fyrstu myndavél árið 1936 eftir að hafa þá staðið að framleiðslu smásjáa um nokkurra ára skeið. Í frétt BBC segir að Semi-Olympus I vélin frá 1936 hafi verið með mikinn belg, sem teygðist út líkt og harmonikkubelgur, og hafi vélin á sínum tíma kostað meira en sem svaraði meðalmánaðarlaunum í Japan. Fyrirtækið hélt áfram að þróa og selja myndavélar og varð svo eitt af stærstu merkjunum á myndavélamarkaðnum, en Olympus-vélarnar nutu sérstakra vinsælda á áttunda áratugnum þar sem ljósmyndarar á borð við David Bailey og Lord Lichfield notuðust við Olympus-vélar. Talið er að sala á myndavélum hafi dregist saman um 84 prósent milli áranna 2010 og 2018. Olympus vonast nú til að geta selt framleiðsluna á ákveðnum hlutum vélanna, svo sem Zuiko-linsum sem hæglega gætu nýst í framleiðslu á öðrum vörum. Olympus mun áfram standa að framleiðslu smásjáa og vörum sem nýtast innan heilbrigðisgeirans.
Tímamót Japan Ljósmyndun Mest lesið Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent