Þetta vitum við um nýja kónginn af CrossFit Anton Ingi Leifsson skrifar 25. júní 2020 10:00 Eric Roza í ræktinni. Að sjálfsögðu CrossFit. vísir/getty Greg Glassmann tilkynnti í gær að hann hafði selt CrossFit-samtökin til manns að nafni Eric Roza. En hver er þessi Eric Roza? Vísir kynnti sér þennan viðskiptamann enn frekar. Það hefur mikið gustað um CrossFit-samtökin að undanförnu eftir ummæli Glassmann eftir dauða Bandaríkjamannsins George Floyd. Íþróttafólk hefur hvert á fætur öðru lýst yfir áhyggjum af stjórnuninni og margir þeirra höfðu hætt við að keppa á heimsleikunum. Þá kom Eric Roza til sögunnar en hann var lítt þekktur áður en hann lét til skara skríða í gær. Hann er viðskiptamaður sem í gegnum tíðina hefur gengið ansi vel með þær viðskiptahugmyndir sem hann hefur fengið. Hefur hann hæfileikana til að stýra þessum risa samtökum? Mun hann hafa einhver áhrif á allt það sem hefur gengið á? Þessum spurningum er ósvarað en Vísir tók saman nokkrar staðreyndir um þennan nýja kóng af CrossFit. Staðreyndir um Eric Roza: 1. Roza var framkvæmdastjóri Datalogix, fyrirtæki sem var árið 2015 metið á 1,2 billjónir punda. Eric breytti Datalogix svo um munaði. Hann breytti því úr greiningarfyrirtæki í stærsta stafræna auglýsingafyrirtækið. 2. Hann er fyrrum CrossFit-ari og er eigandi og stofnaði CrossFit Sanitas sem er staðsett í Colorado í Bandaríkjunum. Ræktarsalurinn hefur oftar en einu sinni verið nefndur sem einn af fimm stærstu CrossFit í heiminum. 3. Hann er formaður TrueCoach sem er stafrænt form fyrir einkaþjálfun. 4. Hann er virkur viðskiptamaður og útskrifaðist frá University of Michigan. Hann náði sér einnig í gráðu frá Stanford háskólanum. 5. Hann var varaformaður og framkvæmdastjóri Oracle Data Cloud og var valinn af Ernst & Young frumkvöðull ársins 2014 í Klettafjallahéraði. 6. Honum er lýst sem manneskju sem hefur mikinn áhuga á gögnum, greiningu, hugbúnaði og viðskiptum. Hann einbeitir sér mikið að andlegri heilsu, gleði og árangri. Í frítíma sínum fer hann á skíði, ferðast eða hjálpar nýjum sem gömlum vinum í að líða betur. Hann hefur einnig komið fram í hljómsveitinni The House Cats þar sem hann syngur, semur lög og spilar á gítar. 7. Hann hefur hlaupið 5 kílómetra á 19:55, á best tæp 109 kíló í „clean og jerk“ og rúmlega 86 kíló í „snatchi.“ Greinin er unnin upp úr frétt Hugo Cross. CrossFit Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Íslenski boltinn Fleiri fréttir Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Sjá meira
Greg Glassmann tilkynnti í gær að hann hafði selt CrossFit-samtökin til manns að nafni Eric Roza. En hver er þessi Eric Roza? Vísir kynnti sér þennan viðskiptamann enn frekar. Það hefur mikið gustað um CrossFit-samtökin að undanförnu eftir ummæli Glassmann eftir dauða Bandaríkjamannsins George Floyd. Íþróttafólk hefur hvert á fætur öðru lýst yfir áhyggjum af stjórnuninni og margir þeirra höfðu hætt við að keppa á heimsleikunum. Þá kom Eric Roza til sögunnar en hann var lítt þekktur áður en hann lét til skara skríða í gær. Hann er viðskiptamaður sem í gegnum tíðina hefur gengið ansi vel með þær viðskiptahugmyndir sem hann hefur fengið. Hefur hann hæfileikana til að stýra þessum risa samtökum? Mun hann hafa einhver áhrif á allt það sem hefur gengið á? Þessum spurningum er ósvarað en Vísir tók saman nokkrar staðreyndir um þennan nýja kóng af CrossFit. Staðreyndir um Eric Roza: 1. Roza var framkvæmdastjóri Datalogix, fyrirtæki sem var árið 2015 metið á 1,2 billjónir punda. Eric breytti Datalogix svo um munaði. Hann breytti því úr greiningarfyrirtæki í stærsta stafræna auglýsingafyrirtækið. 2. Hann er fyrrum CrossFit-ari og er eigandi og stofnaði CrossFit Sanitas sem er staðsett í Colorado í Bandaríkjunum. Ræktarsalurinn hefur oftar en einu sinni verið nefndur sem einn af fimm stærstu CrossFit í heiminum. 3. Hann er formaður TrueCoach sem er stafrænt form fyrir einkaþjálfun. 4. Hann er virkur viðskiptamaður og útskrifaðist frá University of Michigan. Hann náði sér einnig í gráðu frá Stanford háskólanum. 5. Hann var varaformaður og framkvæmdastjóri Oracle Data Cloud og var valinn af Ernst & Young frumkvöðull ársins 2014 í Klettafjallahéraði. 6. Honum er lýst sem manneskju sem hefur mikinn áhuga á gögnum, greiningu, hugbúnaði og viðskiptum. Hann einbeitir sér mikið að andlegri heilsu, gleði og árangri. Í frítíma sínum fer hann á skíði, ferðast eða hjálpar nýjum sem gömlum vinum í að líða betur. Hann hefur einnig komið fram í hljómsveitinni The House Cats þar sem hann syngur, semur lög og spilar á gítar. 7. Hann hefur hlaupið 5 kílómetra á 19:55, á best tæp 109 kíló í „clean og jerk“ og rúmlega 86 kíló í „snatchi.“ Greinin er unnin upp úr frétt Hugo Cross.
CrossFit Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Íslenski boltinn Fleiri fréttir Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Sjá meira