Stjórnvöld fylgjast náið með stöðu Icelandair Vésteinn Örn Pétursson og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 25. júní 2020 20:35 Stjórnvöld fylgjast náið með framvindu hlutafjárútboðs Icelandair og óformleg vinna er í gangi innan stjórnarráðsins við að meta til hvaða ráðstafana þurfi að grípa gangi það ekki eftir. Flugfreyjur skrifuðu undir kjarasamning við félagið í gær en forstjóri félagsins segir stór mál enn vera óleyst. Samningurinn sem flugfreyjufélag Íslands skrifaði undir í nótt er langur að kröfu Icelandari, eða til fimm ára og gildir til 30. september 2025. „Við erum að taka þátt í því að stækka leiðakerfið, með því að fljúga lengra á hverri flugvakt og aðra þætti sem stuðla að möguleika á sveigjanleika,“ segir Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, starfandi formaður Flugfreyjufélags Íslands. Samningurinn verður kynntur og lagður í atkvæði félagsmanna á föstudag. Niðurstaða á að liggja fyrir í næstu viku. Kjarasamningar við flugstéttir eru einn fjögurra þátta sem þurfa að skýrast fyrir mánudag, þegar hlutafjárútboð félagsins hefst. Hinir varða viðræður við stjórnvöld, Boeing, vegna Max-vélanna og lánadrottna. „Við verðum að hafa myndina skýra á mánudag. Við erum náttúrulega búin að vera í næstum því algjörum tekjubresti í alllangan tíma og það er ekkert fyrirtæki í heiminum sem þolir slíkt í marga mánuði,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Bogi segir stærsta málið nú að ná fram breyttum kjörum í samningum við lánadrottna. Einhverjar viðræður þar gangi hægar en aðrar. Það er að aðlaga greiðsluflæði til lánadrottna að sjóðsstreyminu eins og við sjáum það á næstu mánuðum og árum.“ Stefnt er að því að safna 29 milljörðum króna í útboðinu sem stendur yfir frá mánudeginum næsta til fimmtudags. Bogi segir ekkert fast í hendi hvað það varðar. Stjórnvöld hafa lýst því yfir að þau séu tilbúin að ábyrgjast lánalínu til félagsins gangi útboðið eftir. Samkvæmt heimildum fréttastofu fylgjast stjórnvöld náið með framvindu útboðsins og óformleg vinna er í gangi innan stjórnarráðsins þar sem metið er til hvaða ráða þurfi að grípa gangi það ekki eftir. Fréttir af flugi Kjaramál Icelandair Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Stjórnvöld fylgjast náið með framvindu hlutafjárútboðs Icelandair og óformleg vinna er í gangi innan stjórnarráðsins við að meta til hvaða ráðstafana þurfi að grípa gangi það ekki eftir. Flugfreyjur skrifuðu undir kjarasamning við félagið í gær en forstjóri félagsins segir stór mál enn vera óleyst. Samningurinn sem flugfreyjufélag Íslands skrifaði undir í nótt er langur að kröfu Icelandari, eða til fimm ára og gildir til 30. september 2025. „Við erum að taka þátt í því að stækka leiðakerfið, með því að fljúga lengra á hverri flugvakt og aðra þætti sem stuðla að möguleika á sveigjanleika,“ segir Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, starfandi formaður Flugfreyjufélags Íslands. Samningurinn verður kynntur og lagður í atkvæði félagsmanna á föstudag. Niðurstaða á að liggja fyrir í næstu viku. Kjarasamningar við flugstéttir eru einn fjögurra þátta sem þurfa að skýrast fyrir mánudag, þegar hlutafjárútboð félagsins hefst. Hinir varða viðræður við stjórnvöld, Boeing, vegna Max-vélanna og lánadrottna. „Við verðum að hafa myndina skýra á mánudag. Við erum náttúrulega búin að vera í næstum því algjörum tekjubresti í alllangan tíma og það er ekkert fyrirtæki í heiminum sem þolir slíkt í marga mánuði,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Bogi segir stærsta málið nú að ná fram breyttum kjörum í samningum við lánadrottna. Einhverjar viðræður þar gangi hægar en aðrar. Það er að aðlaga greiðsluflæði til lánadrottna að sjóðsstreyminu eins og við sjáum það á næstu mánuðum og árum.“ Stefnt er að því að safna 29 milljörðum króna í útboðinu sem stendur yfir frá mánudeginum næsta til fimmtudags. Bogi segir ekkert fast í hendi hvað það varðar. Stjórnvöld hafa lýst því yfir að þau séu tilbúin að ábyrgjast lánalínu til félagsins gangi útboðið eftir. Samkvæmt heimildum fréttastofu fylgjast stjórnvöld náið með framvindu útboðsins og óformleg vinna er í gangi innan stjórnarráðsins þar sem metið er til hvaða ráða þurfi að grípa gangi það ekki eftir.
Fréttir af flugi Kjaramál Icelandair Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira