Óskar Hrafn: Holl áminning fyrir okkur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. júní 2020 22:09 Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ánægður eftir að Kópavogsliðið tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum Mjólkurbikars karla með 3-2 sigri á Keflavík. „Þetta var mjög sætt. Ég neita því ekki,“ sagði Óskar í samtali við Vísi eftir leikinn á Kópavogsvelli í kvöld. Blikar voru miklu sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og leiddu 1-0 að honum loknum. Þeir misstu svo tökin á leiknum í seinni hálfleik og lentu 1-2 undir. En tvö mörk frá Kristni Steindórssyni undir lokin tryggðu Breiðabliki sigurinn. „Það er erfitt að segja hvað gerðist. Kannski greip um sig tilfinning að það þyrfti ekki að hafa fyrir hlutunum. En menn voru rækilega minntir á það að þannig virkar fótboltinn ekki. Þú færð ekkert fyrir það hvað þú gerðir þremur mínútum áður,“ sagði Óskar. „Það þarf að vera kveikt á mönnum allan tímann, allar 90 mínúturnar. Þessi kafli í seinni hálfleik, sem var mjög slappur, er holl áminning um að það geta allir verið góðir ef hitt liðið leggur sig ekki fram.“ Þrátt fyrir að hafa lent í vandræðum áttu Blikar einn aukagír inni og náðu að knýja fram sigur. „Menn fóru að hlaupa meira og gera þetta af aðeins meiri krafti. Þá skinu gæðin kannski í gegn. Það er fullt af góðum fótboltamönnum í Breiðabliki. Menn ákváðu að bretta upp ermarnar og keyra af stað,“ sagði Óskar að endingu. Mjólkurbikarinn Breiðablik Tengdar fréttir Umfjöllun: Breiðablik - Keflavík 3-2 | Kristinn hetja Blika Breiðablik komst í kvöld áfram í 16-liða úrslit Mjólkurbikars karla í fótbolta með 3-2 sigri á Keflavík. Keflvíkingar voru 2-1 yfir þegar níu mínútur voru eftir. 25. júní 2020 21:45 Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Fleiri fréttir Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Sjá meira
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ánægður eftir að Kópavogsliðið tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum Mjólkurbikars karla með 3-2 sigri á Keflavík. „Þetta var mjög sætt. Ég neita því ekki,“ sagði Óskar í samtali við Vísi eftir leikinn á Kópavogsvelli í kvöld. Blikar voru miklu sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og leiddu 1-0 að honum loknum. Þeir misstu svo tökin á leiknum í seinni hálfleik og lentu 1-2 undir. En tvö mörk frá Kristni Steindórssyni undir lokin tryggðu Breiðabliki sigurinn. „Það er erfitt að segja hvað gerðist. Kannski greip um sig tilfinning að það þyrfti ekki að hafa fyrir hlutunum. En menn voru rækilega minntir á það að þannig virkar fótboltinn ekki. Þú færð ekkert fyrir það hvað þú gerðir þremur mínútum áður,“ sagði Óskar. „Það þarf að vera kveikt á mönnum allan tímann, allar 90 mínúturnar. Þessi kafli í seinni hálfleik, sem var mjög slappur, er holl áminning um að það geta allir verið góðir ef hitt liðið leggur sig ekki fram.“ Þrátt fyrir að hafa lent í vandræðum áttu Blikar einn aukagír inni og náðu að knýja fram sigur. „Menn fóru að hlaupa meira og gera þetta af aðeins meiri krafti. Þá skinu gæðin kannski í gegn. Það er fullt af góðum fótboltamönnum í Breiðabliki. Menn ákváðu að bretta upp ermarnar og keyra af stað,“ sagði Óskar að endingu.
Mjólkurbikarinn Breiðablik Tengdar fréttir Umfjöllun: Breiðablik - Keflavík 3-2 | Kristinn hetja Blika Breiðablik komst í kvöld áfram í 16-liða úrslit Mjólkurbikars karla í fótbolta með 3-2 sigri á Keflavík. Keflvíkingar voru 2-1 yfir þegar níu mínútur voru eftir. 25. júní 2020 21:45 Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Fleiri fréttir Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Sjá meira
Umfjöllun: Breiðablik - Keflavík 3-2 | Kristinn hetja Blika Breiðablik komst í kvöld áfram í 16-liða úrslit Mjólkurbikars karla í fótbolta með 3-2 sigri á Keflavík. Keflvíkingar voru 2-1 yfir þegar níu mínútur voru eftir. 25. júní 2020 21:45