Krefur Sorpu um 167 milljónir vegna uppsagnarinnar Atli Ísleifsson skrifar 26. júní 2020 08:18 Björn H. Halldórsson, fyrir miðju, tekur í höndina á Degi B. Eggertssyni borgarstjóra þegar skrifað var undir yfirlýsingu um aðgerðir í loftslagsmálum árið 2015. Sorpa Björn H. Halldórsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sorpu, hefur krafið félagið um 167 milljónir króna vegna uppsagnar sinnar fyrr á árinu. Stjórn Sorpu sagði Birni upp í febrúar síðastliðnum og hefur Björn stefnt félaginu um skaðabætur, miskabætur og vangoldin laun í tengslum við uppgjör námsleyfis. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Þar segir að í stefnunni komi fram að Björn telji uppsögnina hafa verið saknæma og ólögmæta og valdið honum fyrirsjáanlegu tjóni. Svara skaðabæturnar sem Björn fer fram á til fimm ára launa. Í stefnunni rekur Björn að hann hafi hlotið áminningu 7. dag febrúarmánaðar og að í þeirri áminningu hafi falist að veita bæri honum „tíma og tækifæri til að bæta ráð sitt“ áður en gripið yrði til uppsagnar. Það hafi hins vegar ekki verið virt og var honum sagt upp fimm dögum síðar. 1,4 milljarða framúrkeyrsla Í tilkynningu frá stjórn Sorpu kom fram að uppsögnin byggi á niðurstöðum skýrslu innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar. Fékk Björn sex mánaða uppsagnarfrest og var Helgi Þór Ingason, prófessor við verkfræðideild Háskólans í Reykjavík, tímabundið ráðinn framkvæmdastjóri. Ráðist var í gerð skýrslu innri endurskoðunar eftir 1,4 milljarða krónu framúrkeyrslu við áætlaðan framkvæmdakostnað vegna byggingar gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi og móttökustöðvar í Gufunesi. Upplýsti ekki stjórn Í skýrslunni var mikið gert úr hlut framkvæmdastjórans og hann meðal annars sagður hafa trassað að upplýsa stjórn Sorpu um stöðu framkvæmdanna með eðlilegum hætti. Björn mótmælti harðlega niðurstöðum skýrslunnar, sem hann sagði „ranga, ótrausta og andstæða fyrri yfirlýsingum hans um aðferðafræði við mat framkvæmda,“ eins og Björn orðaði það í yfirlýsingu sinni á sínum tíma. Sorpa Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira
Björn H. Halldórsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sorpu, hefur krafið félagið um 167 milljónir króna vegna uppsagnar sinnar fyrr á árinu. Stjórn Sorpu sagði Birni upp í febrúar síðastliðnum og hefur Björn stefnt félaginu um skaðabætur, miskabætur og vangoldin laun í tengslum við uppgjör námsleyfis. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Þar segir að í stefnunni komi fram að Björn telji uppsögnina hafa verið saknæma og ólögmæta og valdið honum fyrirsjáanlegu tjóni. Svara skaðabæturnar sem Björn fer fram á til fimm ára launa. Í stefnunni rekur Björn að hann hafi hlotið áminningu 7. dag febrúarmánaðar og að í þeirri áminningu hafi falist að veita bæri honum „tíma og tækifæri til að bæta ráð sitt“ áður en gripið yrði til uppsagnar. Það hafi hins vegar ekki verið virt og var honum sagt upp fimm dögum síðar. 1,4 milljarða framúrkeyrsla Í tilkynningu frá stjórn Sorpu kom fram að uppsögnin byggi á niðurstöðum skýrslu innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar. Fékk Björn sex mánaða uppsagnarfrest og var Helgi Þór Ingason, prófessor við verkfræðideild Háskólans í Reykjavík, tímabundið ráðinn framkvæmdastjóri. Ráðist var í gerð skýrslu innri endurskoðunar eftir 1,4 milljarða krónu framúrkeyrslu við áætlaðan framkvæmdakostnað vegna byggingar gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi og móttökustöðvar í Gufunesi. Upplýsti ekki stjórn Í skýrslunni var mikið gert úr hlut framkvæmdastjórans og hann meðal annars sagður hafa trassað að upplýsa stjórn Sorpu um stöðu framkvæmdanna með eðlilegum hætti. Björn mótmælti harðlega niðurstöðum skýrslunnar, sem hann sagði „ranga, ótrausta og andstæða fyrri yfirlýsingum hans um aðferðafræði við mat framkvæmda,“ eins og Björn orðaði það í yfirlýsingu sinni á sínum tíma.
Sorpa Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira