Bára um Selfoss: „Töluvert langt frá Breiðabliki og Val í gæðum“ Anton Ingi Leifsson skrifar 26. júní 2020 13:20 Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir í þættinum í gær. vísir/S2s Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, einn sérfræðingur Pepsi Max-markanna, segir að Selfoss sé langt frá toppliðum Breiðablik og Vals í gæðum, þrátt fyrir að hafa unnið FH 2-0 fyrr í vikunni. Margrét Lára Viðarsdóttir segir einnig að Selfoss-liðið þurfi að spila enn betur svo hægt sé að tala um þær í toppbaráttunni en segir þó að þessir leikir gegn liðum í neðri deildunum geti stundum verið erfiðir. „Það getur oft verið tregt á því. Hlutirnir falla ekki alltaf fyrir mann og ganga sem skyldi þannig að góður sigur fyrir Selfyssinga. Ég kalla samt eftir betri heildarframmistöðu frá þeim,“ sagði Margrét Lára áður en Bára Kristbjörg tók við boltanum. „Ég gæti ekki verið meira sammála. Ég held að Selfoss, eftir þessar þrjár umferðir, eigi ekkert að vera setja þessa pressu á sig sjálfar og gefa það út að þær ætla að vera Íslandsmeistarar. Þær eru töluvert langt frá Breiðabliki og Val í gæðum, að því sem ég er búin að sjá, fyrir utan meistari meistaranna. Ég veit ekki hvort að sá leikur hafi stígið þeim eitthvað til höfuðs.“ Bára segir að ef Breiðablik eða Valur hafi verið að spila þennan leik hafi þeir gert út um hann fyrr og unnið með stærri mun. Hún sá ekki rosalegan mun á liði FH og Selfoss. „Þær voru til dæmis sterkar í þessum leik gegn FH en samt ekki það áberandi eins og ég geri ráð fyrir ef þetta hefði verið Breiðablik og Valur að mæta FH. Mér fannst gæðamunurinn á milli þessara liða ekkert stórkostlega áberandi, nema hjá einstaka leikmönnum.“ Bára segir enn fremur að hún horfi ekki jákvæðum augum á leik FH og KR sem eru bæði án stiga eftir fyrstu þrjár umferðirnar. „Eins og fyrir mitt leyti þá er FH og KR sem líta verst út eftir fyrstu þrjár umferðirnar. Mér finnst það mikil rótering á liðunum að mér líður eins og hvorugir þjálfarinn sé búinn að finna sitt lið. Ég hef áhyggjur að þessi tvö lið verði í basli og miðað við að Selfoss ætli að vera í toppbaráttu og þetta eru neðri hluta lið, þá þyrfti að vera meiri gæðamunur þarna á til þess að þær geti gert atlögu að Breiðabliki og Val.“ Klippa: Pepsi Max-mörk kvenna: Umræða um Selfoss og FH UMF Selfoss Breiðablik Valur Pepsi Max-mörkin Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Sjá meira
Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, einn sérfræðingur Pepsi Max-markanna, segir að Selfoss sé langt frá toppliðum Breiðablik og Vals í gæðum, þrátt fyrir að hafa unnið FH 2-0 fyrr í vikunni. Margrét Lára Viðarsdóttir segir einnig að Selfoss-liðið þurfi að spila enn betur svo hægt sé að tala um þær í toppbaráttunni en segir þó að þessir leikir gegn liðum í neðri deildunum geti stundum verið erfiðir. „Það getur oft verið tregt á því. Hlutirnir falla ekki alltaf fyrir mann og ganga sem skyldi þannig að góður sigur fyrir Selfyssinga. Ég kalla samt eftir betri heildarframmistöðu frá þeim,“ sagði Margrét Lára áður en Bára Kristbjörg tók við boltanum. „Ég gæti ekki verið meira sammála. Ég held að Selfoss, eftir þessar þrjár umferðir, eigi ekkert að vera setja þessa pressu á sig sjálfar og gefa það út að þær ætla að vera Íslandsmeistarar. Þær eru töluvert langt frá Breiðabliki og Val í gæðum, að því sem ég er búin að sjá, fyrir utan meistari meistaranna. Ég veit ekki hvort að sá leikur hafi stígið þeim eitthvað til höfuðs.“ Bára segir að ef Breiðablik eða Valur hafi verið að spila þennan leik hafi þeir gert út um hann fyrr og unnið með stærri mun. Hún sá ekki rosalegan mun á liði FH og Selfoss. „Þær voru til dæmis sterkar í þessum leik gegn FH en samt ekki það áberandi eins og ég geri ráð fyrir ef þetta hefði verið Breiðablik og Valur að mæta FH. Mér fannst gæðamunurinn á milli þessara liða ekkert stórkostlega áberandi, nema hjá einstaka leikmönnum.“ Bára segir enn fremur að hún horfi ekki jákvæðum augum á leik FH og KR sem eru bæði án stiga eftir fyrstu þrjár umferðirnar. „Eins og fyrir mitt leyti þá er FH og KR sem líta verst út eftir fyrstu þrjár umferðirnar. Mér finnst það mikil rótering á liðunum að mér líður eins og hvorugir þjálfarinn sé búinn að finna sitt lið. Ég hef áhyggjur að þessi tvö lið verði í basli og miðað við að Selfoss ætli að vera í toppbaráttu og þetta eru neðri hluta lið, þá þyrfti að vera meiri gæðamunur þarna á til þess að þær geti gert atlögu að Breiðabliki og Val.“ Klippa: Pepsi Max-mörk kvenna: Umræða um Selfoss og FH
UMF Selfoss Breiðablik Valur Pepsi Max-mörkin Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki