Pulisic fremstur meðal jafningja Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. júní 2020 12:30 Pulisic kemur Chelsea yfir gegn Manchester City. EPA-EFE/Paul Childs Bandaríkjamaðurinn Christian Pulisic hefur ekki heillað alla upp úr skónum í vetur en hann er samt sem áður markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar ef miðað er við leikmenn 21 árs eða yngri. Pulisic er fæddur árið 1998 og verður 22 ára þann 18. september næstkomandi. Skoraði hann sitt sjöunda mark á tímabilinu í gær þegar hann kom Chelsea yfir gegn Manchester City. Hefur enginn skorað fleiri mörk. Fór það svo að Chelsea vann leikinn 2-1 og tryggði þar með Liverpool Englandsmeistaratitilinn – þann fyrsta í 30 ár eins og alþjóð eflaust veit. 7 - Christian Pulisic has now scored seven @premierleague goals this season, the most of any player in the competition aged 21 or under. Pond. #CHEMCI pic.twitter.com/9FWkp1dzIi— OptaJoe (@OptaJoe) June 25, 2020 Var þetta annar leikurinn í röð þar sem mark Pulisic tryggir Chelsea þrjú stig en hann skoraði einnig í 2-1 sigri á Aston Villa þann 21. júní. Næstur á lista markahæstu leikmanna 21 árs og yngri er svo annar Chelsea maður, Mason Mount. Markaskorun Pulisic er í raun enn merkilegri ef horft er til þess að hann hefur aðeins byrjað 13 leiki fyrir Chelsea á tímabilinu og aðeins komið fimm sinnum af bekknum. Þá hefur Bandaríkjamaðurinn lagt upp tvö mörk. Reikna má með Pulisic enn sterkari á næstu leiktíð en leikmaðurinn var keyptur frá þýska félaginu Borussia Dortmund í janúar 2019 og gekk í raðir Chelsea það sumar. Þetta er því fyrsta tímabil hans í ensku úrvalsdeildinni. Ljóst er að Frank Lampard mun hafa nóg af valmöguleikum fram á við á næstu leiktíð en Chelsea hefur nú þegar staðfest kaup á vængmanninum Hakim Ziych frá Ajax og framherjanum Timo Werner frá RB Leipzig. Með sigrinum í gær náði Chelsea fimm stiga forystu á Manchester United og Wolverhampton Wanderers en Lundúnaliðið er sem stendur í 4. sæti deildarinnar sem er síðasta sætið sem gefur þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Liverpool Englandsmeistari eftir sigur Chelsea Liverpool er Englandsmeistari í fótbolta í fyrsta sinn í þrjátíu ár en þetta varð ljóst í kvöld þegar Chelsea vann Manchester City, 2-1. 25. júní 2020 21:01 Mest lesið „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Fótbolti „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Fótbolti Inter í undanúrslit Fótbolti Aþena vann loksins leik Körfubolti Chelsea skrapaði botninn með Southampton Enski boltinn Fleiri fréttir Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Christian Pulisic hefur ekki heillað alla upp úr skónum í vetur en hann er samt sem áður markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar ef miðað er við leikmenn 21 árs eða yngri. Pulisic er fæddur árið 1998 og verður 22 ára þann 18. september næstkomandi. Skoraði hann sitt sjöunda mark á tímabilinu í gær þegar hann kom Chelsea yfir gegn Manchester City. Hefur enginn skorað fleiri mörk. Fór það svo að Chelsea vann leikinn 2-1 og tryggði þar með Liverpool Englandsmeistaratitilinn – þann fyrsta í 30 ár eins og alþjóð eflaust veit. 7 - Christian Pulisic has now scored seven @premierleague goals this season, the most of any player in the competition aged 21 or under. Pond. #CHEMCI pic.twitter.com/9FWkp1dzIi— OptaJoe (@OptaJoe) June 25, 2020 Var þetta annar leikurinn í röð þar sem mark Pulisic tryggir Chelsea þrjú stig en hann skoraði einnig í 2-1 sigri á Aston Villa þann 21. júní. Næstur á lista markahæstu leikmanna 21 árs og yngri er svo annar Chelsea maður, Mason Mount. Markaskorun Pulisic er í raun enn merkilegri ef horft er til þess að hann hefur aðeins byrjað 13 leiki fyrir Chelsea á tímabilinu og aðeins komið fimm sinnum af bekknum. Þá hefur Bandaríkjamaðurinn lagt upp tvö mörk. Reikna má með Pulisic enn sterkari á næstu leiktíð en leikmaðurinn var keyptur frá þýska félaginu Borussia Dortmund í janúar 2019 og gekk í raðir Chelsea það sumar. Þetta er því fyrsta tímabil hans í ensku úrvalsdeildinni. Ljóst er að Frank Lampard mun hafa nóg af valmöguleikum fram á við á næstu leiktíð en Chelsea hefur nú þegar staðfest kaup á vængmanninum Hakim Ziych frá Ajax og framherjanum Timo Werner frá RB Leipzig. Með sigrinum í gær náði Chelsea fimm stiga forystu á Manchester United og Wolverhampton Wanderers en Lundúnaliðið er sem stendur í 4. sæti deildarinnar sem er síðasta sætið sem gefur þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Liverpool Englandsmeistari eftir sigur Chelsea Liverpool er Englandsmeistari í fótbolta í fyrsta sinn í þrjátíu ár en þetta varð ljóst í kvöld þegar Chelsea vann Manchester City, 2-1. 25. júní 2020 21:01 Mest lesið „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Fótbolti „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Fótbolti Inter í undanúrslit Fótbolti Aþena vann loksins leik Körfubolti Chelsea skrapaði botninn með Southampton Enski boltinn Fleiri fréttir Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjá meira
Liverpool Englandsmeistari eftir sigur Chelsea Liverpool er Englandsmeistari í fótbolta í fyrsta sinn í þrjátíu ár en þetta varð ljóst í kvöld þegar Chelsea vann Manchester City, 2-1. 25. júní 2020 21:01