Minn forseti Þorvaldur Daníelsson skrifar 26. júní 2020 17:01 Það eru svo sannarlega forréttindi okkar sem búum við lýðræði að fá að kjósa. Í pólitískum kosningum undanfarinna áratuga hef ég sjálfur kosið, að ég held, alla flokka sem hafa boðið fram á einhverjum tímapunkti. Hef haft það að leiðarljósi að kjósa frekar fólk en flokka, þann sem mér hefur þótt eiga atkvæðið mitt skilið. Nú fáum við tækifæri til þess að kjósa okkur forseta. Í kosningabaráttunni 2016 heillaði Guðni Th. mig upp úr skónum með alþýðlegri og vinalegri framkomu, en ekki síst með kosningabaráttu sem byggði eingöngu á allt öðru en því að ata andstæðinga auri. Það er ekki sjálfgefið á þessum tímum að frambjóðendur hagi sér með þeim hætti. Það var áberandi á þeim tíma að Guðni Th. talaði mikið um æsku landsins, framtíðina, og að hann vildi gera henni hátt undir höfði. Það var mér því, sem forsprakka Hjólakrafts, gríðarlegur heiður að vera boðið að koma með hóp af krökkum í fyrstu opinberu heimsóknina sem boðið var til í forsetatíð Guðna þetta sumar. Í framhaldinu hef ég stundum haft samband við hann og fengið að koma með hópa af krökkum og unglingum og hann hefur komið og heilsað upp á hópana, en það sem stendur þó upp úr er að þegar ég hef leitað til hans vegna þess að ég hef verið á ferðinni kannski með einn einstakling, sem myndi klárlega teljast til okkar allra minnstu bræðra eða systra, hefur Guðni tekið jafn vel í erindið, komið út, spjallað, sýnt áhuga, komið með hvatningu til viðkomandi og hrós, boðið upp á myndatöku og allt það sem skiptir slíka einstaklinga máli. Ég hef fylgst með störfum og lífi Guðna - og Elizu - og ég held að við getum leitað ansi langt í heiminum þangað til við finnum forseta sem ver heilu nóttunum í flatsæng í skólastofum eða íþróttahúsum með krökkum á íþróttamótum. Þetta skiptir alla sem eru nálægir máli - að finna að forsetinn sé einn af okkur öllum. Ekki uppskrúfuð persóna, heldur fyrst og síðast manneskja, rétt eins og við. Guðni Th. Jóhannesson er örugglega ekki fullkomin persóna, ekki frekar en nokkur einstaklingur annar, en með stolti segi ég að hann er #minnforseti og mér er heiður að því að fá að veita honum brautargengi á Bessastaði annað kjörtímabil. Helst vildi ég að hann yrði þar svo lengi sem hann lifir, en það er ekki öruggt. Ég hvet alla til þess að storma á kjörstað og nýta sér kosningaréttinn sinn, því það að fá að kjósa eru forréttindi og ástæðulaust að láta þau kyrr liggja. Höfurndur er framkvæmdastjóri Hjólakrafts. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2020 Þorvaldur Daníelsson Mest lesið Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Það eru svo sannarlega forréttindi okkar sem búum við lýðræði að fá að kjósa. Í pólitískum kosningum undanfarinna áratuga hef ég sjálfur kosið, að ég held, alla flokka sem hafa boðið fram á einhverjum tímapunkti. Hef haft það að leiðarljósi að kjósa frekar fólk en flokka, þann sem mér hefur þótt eiga atkvæðið mitt skilið. Nú fáum við tækifæri til þess að kjósa okkur forseta. Í kosningabaráttunni 2016 heillaði Guðni Th. mig upp úr skónum með alþýðlegri og vinalegri framkomu, en ekki síst með kosningabaráttu sem byggði eingöngu á allt öðru en því að ata andstæðinga auri. Það er ekki sjálfgefið á þessum tímum að frambjóðendur hagi sér með þeim hætti. Það var áberandi á þeim tíma að Guðni Th. talaði mikið um æsku landsins, framtíðina, og að hann vildi gera henni hátt undir höfði. Það var mér því, sem forsprakka Hjólakrafts, gríðarlegur heiður að vera boðið að koma með hóp af krökkum í fyrstu opinberu heimsóknina sem boðið var til í forsetatíð Guðna þetta sumar. Í framhaldinu hef ég stundum haft samband við hann og fengið að koma með hópa af krökkum og unglingum og hann hefur komið og heilsað upp á hópana, en það sem stendur þó upp úr er að þegar ég hef leitað til hans vegna þess að ég hef verið á ferðinni kannski með einn einstakling, sem myndi klárlega teljast til okkar allra minnstu bræðra eða systra, hefur Guðni tekið jafn vel í erindið, komið út, spjallað, sýnt áhuga, komið með hvatningu til viðkomandi og hrós, boðið upp á myndatöku og allt það sem skiptir slíka einstaklinga máli. Ég hef fylgst með störfum og lífi Guðna - og Elizu - og ég held að við getum leitað ansi langt í heiminum þangað til við finnum forseta sem ver heilu nóttunum í flatsæng í skólastofum eða íþróttahúsum með krökkum á íþróttamótum. Þetta skiptir alla sem eru nálægir máli - að finna að forsetinn sé einn af okkur öllum. Ekki uppskrúfuð persóna, heldur fyrst og síðast manneskja, rétt eins og við. Guðni Th. Jóhannesson er örugglega ekki fullkomin persóna, ekki frekar en nokkur einstaklingur annar, en með stolti segi ég að hann er #minnforseti og mér er heiður að því að fá að veita honum brautargengi á Bessastaði annað kjörtímabil. Helst vildi ég að hann yrði þar svo lengi sem hann lifir, en það er ekki öruggt. Ég hvet alla til þess að storma á kjörstað og nýta sér kosningaréttinn sinn, því það að fá að kjósa eru forréttindi og ástæðulaust að láta þau kyrr liggja. Höfurndur er framkvæmdastjóri Hjólakrafts.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun