Dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun á salerni skemmtistaðar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. júní 2020 19:15 Landsréttur dæmdi í dag í málinu. Vísir/Vilhelm Karlmaður var í dag sakfelldur í Landsrétti fyrir nauðgun með því að hafa haft samræði við þolanda og beitt til þess ofbeldi og notfært sér að hún gat ekki spornað við verknaðnum sökum áhrifa áfengis. Maðurinn, sem heitir Karol Szostek, dæmdur í þriggja ára fangelsi og gert að greiða þolandanum tvær milljónir króna í miskabætur. Dómur féll í málinu í Héraðsdómi Suðurlands þann 12. júlí 2019 og skaut ríkissaksóknari málinu til Landsréttar þann 24. júlí síðastliðinn að ósk ákærða. Landsréttur staðfesti dóm héraðsdóms nú í dag. Karol var sakaður um að hafa aðfaranótt sunnudagsins 25. nóvember 2018 haft samræði og önnur kynferðismök við brotaþola á kvennasalerni á efri hæð skemmtistaðar. Hann hafi gert þetta án hennar samþykkis með því að beita hana ofbeldi. Fram kemur í dómnum að hann hafi ýtt konunni inn á salernið henni að óvörum, rifið margsinnis og haldið í hár hennar, snúið henni, ýtt niður og haldið henni, tekið niður um hana buxurnar og sokkabuxur, stungið fingri í leggöng hennar og haft við hana samræði um leggöng, auk þess að hafa notfært sér það að hún gat ekki spornað við verknaðnum sökum áhrifa áfengis. Hún hlaut af þessu mikla áverka og var hún meðal annars bólgin og aum yfir hægra kinnbeini, yfir hársverði frá ofanverðum hvirfli og aftur í hnakka, á hægri mjöðm, neðst á spjaldhrygg og í vöðvum aftan á hálsi. Þá kemur fram að sviðsstjóri rannsóknarstofu í lyfja- og eiturefnafræði hafi metið það svo að magn alkóhóls í blóði brotaþola hafi verið 2,8 til 2,9 prómill um það leiti sem brotið var framið. Áætlað er að alkóhól í blóði ákærða hafi verið á bilinu 2,2 til 2,3 prómill á sama tíma. Þá kemur fram að þegar alkóhól í blóði nálgast þrjú prómill geti ástandið verið þannig að fólk geti dáið áfengisdauða. Kynferðisofbeldi Dómsmál Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Karlmaður var í dag sakfelldur í Landsrétti fyrir nauðgun með því að hafa haft samræði við þolanda og beitt til þess ofbeldi og notfært sér að hún gat ekki spornað við verknaðnum sökum áhrifa áfengis. Maðurinn, sem heitir Karol Szostek, dæmdur í þriggja ára fangelsi og gert að greiða þolandanum tvær milljónir króna í miskabætur. Dómur féll í málinu í Héraðsdómi Suðurlands þann 12. júlí 2019 og skaut ríkissaksóknari málinu til Landsréttar þann 24. júlí síðastliðinn að ósk ákærða. Landsréttur staðfesti dóm héraðsdóms nú í dag. Karol var sakaður um að hafa aðfaranótt sunnudagsins 25. nóvember 2018 haft samræði og önnur kynferðismök við brotaþola á kvennasalerni á efri hæð skemmtistaðar. Hann hafi gert þetta án hennar samþykkis með því að beita hana ofbeldi. Fram kemur í dómnum að hann hafi ýtt konunni inn á salernið henni að óvörum, rifið margsinnis og haldið í hár hennar, snúið henni, ýtt niður og haldið henni, tekið niður um hana buxurnar og sokkabuxur, stungið fingri í leggöng hennar og haft við hana samræði um leggöng, auk þess að hafa notfært sér það að hún gat ekki spornað við verknaðnum sökum áhrifa áfengis. Hún hlaut af þessu mikla áverka og var hún meðal annars bólgin og aum yfir hægra kinnbeini, yfir hársverði frá ofanverðum hvirfli og aftur í hnakka, á hægri mjöðm, neðst á spjaldhrygg og í vöðvum aftan á hálsi. Þá kemur fram að sviðsstjóri rannsóknarstofu í lyfja- og eiturefnafræði hafi metið það svo að magn alkóhóls í blóði brotaþola hafi verið 2,8 til 2,9 prómill um það leiti sem brotið var framið. Áætlað er að alkóhól í blóði ákærða hafi verið á bilinu 2,2 til 2,3 prómill á sama tíma. Þá kemur fram að þegar alkóhól í blóði nálgast þrjú prómill geti ástandið verið þannig að fólk geti dáið áfengisdauða.
Kynferðisofbeldi Dómsmál Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira