Ráðherra segir stöðuna þunga eftir lokun PCC Sylvía Hall og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 26. júní 2020 23:44 Fjármálaráðherra vonar að öll sú uppbygging sem fram hefur farið á Bakka verði til þess að kísislmálmverksmiðjan þar eigi framtíðina fyrir sér. Það er þungt yfir á Húsavík eftir að tilkynnt um tímabundna lokun kísilmálmverksmiðju PCC á Bakka. Um 80 af 110 starfsmönnum missa vinnnuna. Forstjóri PCC baðst undan viðtali í dag og segist ekki vita hvenær markaðir glæðist á ný svo hægt verði að opna aftur. Fjármálaráðherra segir stöðuna þunga í sveitarfélaginu eftir ágætan uppgang. „Þess vegna má segja að þetta nærsamfélag þarna sé að verða fyrir tvöföldu áfalli, með því að ferðaþjónustan er að skreppa svona mikið saman á sama tíma og þetta er að gerast,“ segir Bjarni Benediktsson. Áhyggjur ráðherra kristallast í tölum um skipakomur í Húsavíkurhöfn. Árið 2013 komu þrjú flutningaskip í höfnina. Árið 2018 þegar starfsemi PCC hófst voru þau 64, á síðasta ári 65. Þeim mun líklega fara fækkandi eftir lokun PCC. Þá er aðeins reiknað með sex farþegaskipum þetta árið og búast má við fækkun á komu flutningaskipa eftir lokun PCC. Ráðist hefur verið í miklar fjárfestingar á hafnarsvæðinu í tengslum við uppbyggingu á Bakka. Til að mynda greiddi ríkið 3,5 milljarða fyrir jarðgöng sem tengja Bakka við hafnarsvæðið. Ráðherra vonar þó til þess að þessi uppbygging skili sínu. „Þetta aðgengi að orkunni sem þarna er, ágætis hafnaraðstaða og öll uppbyggingin sem þegar er komin, það gefur manni tilefni til að vera bjartsýnn á að þetta fyrirtæki eigi framtíð og atvinnusvæðið allt á Bakka.“ Norðurþing Tengdar fréttir Stöðva framleiðslu hjá PCC-Bakka tímabundið og segja upp stórum hluta starfsfólks Ákvörðun hefur verið tekin um að stöðva framleiðslu hjá PCC-Bakka tímabundið vegna neikvæðra áhrifa kórónuveirufaraldursins á heimsmarkað með kísilmálm. 25. júní 2020 15:39 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Fjármálaráðherra vonar að öll sú uppbygging sem fram hefur farið á Bakka verði til þess að kísislmálmverksmiðjan þar eigi framtíðina fyrir sér. Það er þungt yfir á Húsavík eftir að tilkynnt um tímabundna lokun kísilmálmverksmiðju PCC á Bakka. Um 80 af 110 starfsmönnum missa vinnnuna. Forstjóri PCC baðst undan viðtali í dag og segist ekki vita hvenær markaðir glæðist á ný svo hægt verði að opna aftur. Fjármálaráðherra segir stöðuna þunga í sveitarfélaginu eftir ágætan uppgang. „Þess vegna má segja að þetta nærsamfélag þarna sé að verða fyrir tvöföldu áfalli, með því að ferðaþjónustan er að skreppa svona mikið saman á sama tíma og þetta er að gerast,“ segir Bjarni Benediktsson. Áhyggjur ráðherra kristallast í tölum um skipakomur í Húsavíkurhöfn. Árið 2013 komu þrjú flutningaskip í höfnina. Árið 2018 þegar starfsemi PCC hófst voru þau 64, á síðasta ári 65. Þeim mun líklega fara fækkandi eftir lokun PCC. Þá er aðeins reiknað með sex farþegaskipum þetta árið og búast má við fækkun á komu flutningaskipa eftir lokun PCC. Ráðist hefur verið í miklar fjárfestingar á hafnarsvæðinu í tengslum við uppbyggingu á Bakka. Til að mynda greiddi ríkið 3,5 milljarða fyrir jarðgöng sem tengja Bakka við hafnarsvæðið. Ráðherra vonar þó til þess að þessi uppbygging skili sínu. „Þetta aðgengi að orkunni sem þarna er, ágætis hafnaraðstaða og öll uppbyggingin sem þegar er komin, það gefur manni tilefni til að vera bjartsýnn á að þetta fyrirtæki eigi framtíð og atvinnusvæðið allt á Bakka.“
Norðurþing Tengdar fréttir Stöðva framleiðslu hjá PCC-Bakka tímabundið og segja upp stórum hluta starfsfólks Ákvörðun hefur verið tekin um að stöðva framleiðslu hjá PCC-Bakka tímabundið vegna neikvæðra áhrifa kórónuveirufaraldursins á heimsmarkað með kísilmálm. 25. júní 2020 15:39 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Stöðva framleiðslu hjá PCC-Bakka tímabundið og segja upp stórum hluta starfsfólks Ákvörðun hefur verið tekin um að stöðva framleiðslu hjá PCC-Bakka tímabundið vegna neikvæðra áhrifa kórónuveirufaraldursins á heimsmarkað með kísilmálm. 25. júní 2020 15:39