Lögmaður eigandans segir ekki vitað hversu margir bjuggu í húsinu Sylvía Hall skrifar 27. júní 2020 17:38 Þrír létust í brunanum. Vísir/Vilhelm Skúli Sveinsson, lögmaður HD Verk, segir brunavarnir hússins hafa verið í fullu samræmi við þær kröfur sem gerðar voru til hússins. Húsnæðið hafi verið íbúðarhúsnæði og leigt út til einstaklinga. Hann segir eigendur vita hverjir leigja þar hverju sinni en fleiri gætu þó hafa búið í húsnæðinu eða dvalið þar þegar bruninn varð. Sá hluti hússins þar sem manntjón varð var þó leyfilegt íbúðarhúsnæði. „Við vitum ekki nákvæmlega hvað bjuggu þarna margir, enda eru engar sérstakar takmarkanir á því hversu margir mega búa í íbúðarhúsnæði,“ segir Skúli í samtali við fréttastofu. Hann ítrekar þó að það hafi ekki búið 73 í húsnæðinu þrátt fyrir að svo margir hafi verið skráðir með lögheimili þar. 188 hafa verið skráðir til lögheimilis á Bræðrabrogarstíg 1 frá árinu 2007, 115 eru brottfluttir og enn eru 73 skráðir til lögheimilis. Skúli segir ekki á ábyrgð fasteignareigandans hversu margir voru skráðir til heimilis þar heldur Þjóðskrár. Líklegast hafi verið um fyrri leigjendur að ræða sem hafa ekki breytt skráningunni. Að sögn Skúla er HD Verk fyrst og fremst fasteignafélag sem eigi nokkrar fasteignir sem séu leigðar út. Hann þvertekur fyrir það að fyrirtækið hafi tengsl við starfsmannaleigur. Bruni á Bræðraborgarstíg Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Hafa lagt blóm til minningar um þau sem létust í brunanum Bangsar, blóm og kerti eru á meðal þess sem vegfarendur hafa lagt við Bræðraborgarstíg 1. 27. júní 2020 14:08 Enginn slökkvibílanna var fullmannaður Enginn slökkvibíll Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins var fullmannaður þegar útkall barst um eld í húsi við Bræðraborgarstíg í fyrradag. Þrír létust í brunanum og fjórir slösuðust þar af tveir alvarlega. Hluti áhafna slökkvibílanna voru að sinna neyðarflutningum. 27. júní 2020 12:00 Áhætta fylgdi ósamþykktum breytingum á húsinu Karlmaður á sjötugsaldri hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna brunans á Bræðraborgarstíg. Eldurinn sem talinn er vera af mannavöldum kom upp í kringum vistarverur hans í húsinu. Þrír létust og fjórir slösuðust í brunanum. 26. júní 2020 19:31 Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Fleiri fréttir Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Sjá meira
Skúli Sveinsson, lögmaður HD Verk, segir brunavarnir hússins hafa verið í fullu samræmi við þær kröfur sem gerðar voru til hússins. Húsnæðið hafi verið íbúðarhúsnæði og leigt út til einstaklinga. Hann segir eigendur vita hverjir leigja þar hverju sinni en fleiri gætu þó hafa búið í húsnæðinu eða dvalið þar þegar bruninn varð. Sá hluti hússins þar sem manntjón varð var þó leyfilegt íbúðarhúsnæði. „Við vitum ekki nákvæmlega hvað bjuggu þarna margir, enda eru engar sérstakar takmarkanir á því hversu margir mega búa í íbúðarhúsnæði,“ segir Skúli í samtali við fréttastofu. Hann ítrekar þó að það hafi ekki búið 73 í húsnæðinu þrátt fyrir að svo margir hafi verið skráðir með lögheimili þar. 188 hafa verið skráðir til lögheimilis á Bræðrabrogarstíg 1 frá árinu 2007, 115 eru brottfluttir og enn eru 73 skráðir til lögheimilis. Skúli segir ekki á ábyrgð fasteignareigandans hversu margir voru skráðir til heimilis þar heldur Þjóðskrár. Líklegast hafi verið um fyrri leigjendur að ræða sem hafa ekki breytt skráningunni. Að sögn Skúla er HD Verk fyrst og fremst fasteignafélag sem eigi nokkrar fasteignir sem séu leigðar út. Hann þvertekur fyrir það að fyrirtækið hafi tengsl við starfsmannaleigur.
Bruni á Bræðraborgarstíg Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Hafa lagt blóm til minningar um þau sem létust í brunanum Bangsar, blóm og kerti eru á meðal þess sem vegfarendur hafa lagt við Bræðraborgarstíg 1. 27. júní 2020 14:08 Enginn slökkvibílanna var fullmannaður Enginn slökkvibíll Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins var fullmannaður þegar útkall barst um eld í húsi við Bræðraborgarstíg í fyrradag. Þrír létust í brunanum og fjórir slösuðust þar af tveir alvarlega. Hluti áhafna slökkvibílanna voru að sinna neyðarflutningum. 27. júní 2020 12:00 Áhætta fylgdi ósamþykktum breytingum á húsinu Karlmaður á sjötugsaldri hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna brunans á Bræðraborgarstíg. Eldurinn sem talinn er vera af mannavöldum kom upp í kringum vistarverur hans í húsinu. Þrír létust og fjórir slösuðust í brunanum. 26. júní 2020 19:31 Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Fleiri fréttir Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Sjá meira
Hafa lagt blóm til minningar um þau sem létust í brunanum Bangsar, blóm og kerti eru á meðal þess sem vegfarendur hafa lagt við Bræðraborgarstíg 1. 27. júní 2020 14:08
Enginn slökkvibílanna var fullmannaður Enginn slökkvibíll Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins var fullmannaður þegar útkall barst um eld í húsi við Bræðraborgarstíg í fyrradag. Þrír létust í brunanum og fjórir slösuðust þar af tveir alvarlega. Hluti áhafna slökkvibílanna voru að sinna neyðarflutningum. 27. júní 2020 12:00
Áhætta fylgdi ósamþykktum breytingum á húsinu Karlmaður á sjötugsaldri hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna brunans á Bræðraborgarstíg. Eldurinn sem talinn er vera af mannavöldum kom upp í kringum vistarverur hans í húsinu. Þrír létust og fjórir slösuðust í brunanum. 26. júní 2020 19:31