Húsbíll og tvö mótorhjól skullu saman á Vesturlandsvegi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. júní 2020 15:38 Lögreglan hefur lokað vettvanginn af. Vísir/Einar Húsbíll og tvö bifhjól skullu saman á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi á fjórða tímanum í dag. Hvalfjarðargöngum hefur verið lokað og mikill viðbúnaður er á staðnum. Fjöldi sjúkrabíla og lögreglubíla voru sendir á vettvang auk tveggja dælubíla frá slökkviliðinu. Löng röð bíla hefur myndast á Kjalarnesi eftir að slysið varð.Skjáskot/vegagerðin Vesturlandsvegi við Þingvallaveg og Hvalfjarðargöngum hefur verið lokað en lögreglan hefur opnað fyrir hjáleið um Hvalfjarðarveg, Kjósarskarð og svo Þingvallaleið. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu verður Vesturlandsvegur um Hvalfjarðargöng lokaður í minnst tvo klukkutíma í viðbót. Þó segir á Twitter hjá Vegagerðinni að göngin hafi verið opnuð aftur. Þyrla Landhelgisgæslunnar var einnig send á vettvang en eftir að hún lenti sunnan megin við göngin var hún send norður fyrir göng til að sækja sjúkling sem sjúkrabíll hafði verið á leið með til Reykjavíkur. Sjúkrabíllinn komst ekki í gegn um göngin og var sjúklingurinn því fluttur með þyrlunni suður til Reykjavíkur. Hvalfjarðargöng: Löng lokun vegna umferðarslyss á Kjalarnesi við Hvalfjarðargöng. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) June 28, 2020 Þá sagði talsmaður slökkviliðs í samtali við fréttastofu að þrír einstaklingar sem lentu í slysinu verði fluttir með sjúkraflutningum til Reykjavíkur á sjúkrahús. Ekki sé hægt að greina frá líðan þeirra eða áverkum að svo stöddu. Fréttin var uppfærð klukkan 16:15. Samgönguslys Hvalfjarðargöng Reykjavík Banaslys á Kjalarnesi 2020 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira
Húsbíll og tvö bifhjól skullu saman á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi á fjórða tímanum í dag. Hvalfjarðargöngum hefur verið lokað og mikill viðbúnaður er á staðnum. Fjöldi sjúkrabíla og lögreglubíla voru sendir á vettvang auk tveggja dælubíla frá slökkviliðinu. Löng röð bíla hefur myndast á Kjalarnesi eftir að slysið varð.Skjáskot/vegagerðin Vesturlandsvegi við Þingvallaveg og Hvalfjarðargöngum hefur verið lokað en lögreglan hefur opnað fyrir hjáleið um Hvalfjarðarveg, Kjósarskarð og svo Þingvallaleið. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu verður Vesturlandsvegur um Hvalfjarðargöng lokaður í minnst tvo klukkutíma í viðbót. Þó segir á Twitter hjá Vegagerðinni að göngin hafi verið opnuð aftur. Þyrla Landhelgisgæslunnar var einnig send á vettvang en eftir að hún lenti sunnan megin við göngin var hún send norður fyrir göng til að sækja sjúkling sem sjúkrabíll hafði verið á leið með til Reykjavíkur. Sjúkrabíllinn komst ekki í gegn um göngin og var sjúklingurinn því fluttur með þyrlunni suður til Reykjavíkur. Hvalfjarðargöng: Löng lokun vegna umferðarslyss á Kjalarnesi við Hvalfjarðargöng. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) June 28, 2020 Þá sagði talsmaður slökkviliðs í samtali við fréttastofu að þrír einstaklingar sem lentu í slysinu verði fluttir með sjúkraflutningum til Reykjavíkur á sjúkrahús. Ekki sé hægt að greina frá líðan þeirra eða áverkum að svo stöddu. Fréttin var uppfærð klukkan 16:15.
Samgönguslys Hvalfjarðargöng Reykjavík Banaslys á Kjalarnesi 2020 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira