Telja Dani hafa borið veiruna til Íslands Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. júní 2020 08:15 Tómleg Kaupmannahöfn í miðjum faraldri í byrjun apríl. Anadolu Agency/getty Talið er mjög líklegt að Danir hafi borið kórónuveiruna með sér til Íslands, Svíþjóðar og Lettlands, auk fleiri landa. Þetta kemur fram í nýrri, en þó óritrýndri, rannsókn vísindamanna við Kaupmannahafnarháskóla sem danska ríkisútvarpið DR tekur til umfjöllunar á vef sínum í dag. Vísindamennirnir hafa gefið út eins konar „ættartré“ veirunnar, sem sagt er veita innsýn inn í það hvernig veiran smitast milli manna. Líkt og við mátti búast sýnir ættartréð að veiran hafi einkum borist til Danmerkur með ferðalöngum frá austurríska skíðabænum Ischgl, sem einmitt er Íslendingum kunnur fyrir sömu sakir. Tréð sýnir hins vegar einnig fram á að Danir sjálfir hafi að öllum líkindum borið veiruna með sér til Íslands, Svíþjóðar, Lettlands og fleiri landa. Haft er eftir Matthias Christandl, prófessor við stærðfræðideild Kaupmannahafnarháskóla sem vann að rannsókninni, að tiltekin stökkbreyting veirunnar sem útbreidd er í Danmörku hafi einnig greinst í umræddum löndum. Hann segir að stökkbreytingin hafi þannig líklega orðið í Danmörku og síðar borist til hinna landanna. Hægt hefur verið að rekja veiruna á Íslandi með nokkurri vissu til tiltekinna landa. Þannig hefur komið fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis að veiran hafi einkum borist til Íslands með íslenskum ferðamönnum er þeir sneru heim frá skíðasvæðum í Evrópu í febrúar og mars. Þá hefur Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar gefið það út að nokkrir einstaklingar hafi líklega smitast af tiltekinni stökkbreytingu veirunnar á fótboltaleik á Englandi. Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Faraldurinn á hraðri og hættulegri vegferð í Texas Yfir hálf milljón manna er nú látin úr Covid-19, sjúkdómnum sem kórónuveiran veldur 29. júní 2020 07:12 Ekkert nýtt innanlandssmit Tveir greindust með kórónuveiruna síðasta sólarhringinn við landamæraskimun samkvæmt nýjustu tölum á Covid.is. Enginn greindist á veirufræðideild Landspítalans. 28. júní 2020 13:31 Mikilvægt að fólk í sóttkví hlýði Í tilkynningu frá Almannavörnum segir að miklum fjölda fólks hafi verið skipað að fara í sóttkví og líklega muni þeim fjölga enn frekar. 27. júní 2020 11:23 Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur við Sprengisand „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Sjá meira
Talið er mjög líklegt að Danir hafi borið kórónuveiruna með sér til Íslands, Svíþjóðar og Lettlands, auk fleiri landa. Þetta kemur fram í nýrri, en þó óritrýndri, rannsókn vísindamanna við Kaupmannahafnarháskóla sem danska ríkisútvarpið DR tekur til umfjöllunar á vef sínum í dag. Vísindamennirnir hafa gefið út eins konar „ættartré“ veirunnar, sem sagt er veita innsýn inn í það hvernig veiran smitast milli manna. Líkt og við mátti búast sýnir ættartréð að veiran hafi einkum borist til Danmerkur með ferðalöngum frá austurríska skíðabænum Ischgl, sem einmitt er Íslendingum kunnur fyrir sömu sakir. Tréð sýnir hins vegar einnig fram á að Danir sjálfir hafi að öllum líkindum borið veiruna með sér til Íslands, Svíþjóðar, Lettlands og fleiri landa. Haft er eftir Matthias Christandl, prófessor við stærðfræðideild Kaupmannahafnarháskóla sem vann að rannsókninni, að tiltekin stökkbreyting veirunnar sem útbreidd er í Danmörku hafi einnig greinst í umræddum löndum. Hann segir að stökkbreytingin hafi þannig líklega orðið í Danmörku og síðar borist til hinna landanna. Hægt hefur verið að rekja veiruna á Íslandi með nokkurri vissu til tiltekinna landa. Þannig hefur komið fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis að veiran hafi einkum borist til Íslands með íslenskum ferðamönnum er þeir sneru heim frá skíðasvæðum í Evrópu í febrúar og mars. Þá hefur Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar gefið það út að nokkrir einstaklingar hafi líklega smitast af tiltekinni stökkbreytingu veirunnar á fótboltaleik á Englandi.
Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Faraldurinn á hraðri og hættulegri vegferð í Texas Yfir hálf milljón manna er nú látin úr Covid-19, sjúkdómnum sem kórónuveiran veldur 29. júní 2020 07:12 Ekkert nýtt innanlandssmit Tveir greindust með kórónuveiruna síðasta sólarhringinn við landamæraskimun samkvæmt nýjustu tölum á Covid.is. Enginn greindist á veirufræðideild Landspítalans. 28. júní 2020 13:31 Mikilvægt að fólk í sóttkví hlýði Í tilkynningu frá Almannavörnum segir að miklum fjölda fólks hafi verið skipað að fara í sóttkví og líklega muni þeim fjölga enn frekar. 27. júní 2020 11:23 Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur við Sprengisand „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Sjá meira
Faraldurinn á hraðri og hættulegri vegferð í Texas Yfir hálf milljón manna er nú látin úr Covid-19, sjúkdómnum sem kórónuveiran veldur 29. júní 2020 07:12
Ekkert nýtt innanlandssmit Tveir greindust með kórónuveiruna síðasta sólarhringinn við landamæraskimun samkvæmt nýjustu tölum á Covid.is. Enginn greindist á veirufræðideild Landspítalans. 28. júní 2020 13:31
Mikilvægt að fólk í sóttkví hlýði Í tilkynningu frá Almannavörnum segir að miklum fjölda fólks hafi verið skipað að fara í sóttkví og líklega muni þeim fjölga enn frekar. 27. júní 2020 11:23