Sara orðin leikmaður Evrópumeistaranna Sindri Sverrisson skrifar 1. júlí 2020 15:15 Sara Björk Gunnarsdóttir hefur verið afar sigursæl með Wolfsburg. Hér fagnar hún fjórða Þýskalandsmeistaratitlinum með Felicitas Rauch og stórvinkonu sinni Pernille Harder. VÍSIR/GETTY Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði í fótbolta, hefur skrifað undir samning við franska stórveldið Lyon. Samningur Söru við Lyon er til tveggja ára. Lyon hefur unnið Meistaradeild Evrópu fjögur ár í röð og getur unnið Evrópumeistaratitilinn í fimmta sinn í ágúst. Liðið varð í vor franskur meistari fjórtánda árið í röð en það var þremur stigum fyrir ofan PSG þegar tímabilið í Frakklandi var blásið af í mars vegna kórónuveirufaraldursins. Sara, sem er 29 ára gömul, skilur við Wolfsburg sem þýskur meistari til fjögurra ára. Hún kom til Wolfsburg árið 2016 og hefur unnið þýska meistaratitilinn og bikarmeistaratitilinn á hverju ári, í stóru hlutverki á miðjunni hjá þessu stjörnum prýdda liði. Hún komst með liðinu í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu árið 2018 þar sem Wolfsburg tapaði einmitt gegn Lyon í framlengdum leik, eftir að Sara hafði farið meidd af velli. Sama ár var Sara valin íþróttamaður ársins á Íslandi. Sara hóf atvinnumannsferilinn með Rosengård (sem þá hét reyndar Malmö) í Svíþjóð þar sem hún lék á árunum 2011-2016. Hún varð Svíþjóðarmeistari fjórum sinnum og bikarmeistari einu sinni. Á Íslandi lék hún með Breiðabliki í þrjú ár í efstu deild en Sara er uppalin hjá Haukum í Hafnarfirði. Sara var aðeins 16 ára þegar hún lék sinn fyrsta A-landsleik. Hún hefur farið með Íslandi á þrjú stórmót og er nú aðeins tveimur leikjum frá því að jafna met Katrínar Jónsdóttur sem leikið hefur flesta A-landsleiki Íslendings í fótbolta, eða 133 talsins. Sara gæti jafnað metið þegar Ísland heldur áfram leið sinni á næsta EM með leikjum við Lettland og Svíþjóð á Laugardalsvelli 17. og 22. september. EM fer fram í Englandi sumarið 2022, en því var frestað um eitt ár vegna kórónuveirufaraldursins. Þýski boltinn Franski boltinn EM 2021 í Englandi Fótbolti Tengdar fréttir Sara Björk verður að öllum líkindum ekki í leikmannahóp Wolfsburg í bikarúrslitum Svo virðist sem Sara Björk Gunnarsdóttir fái ekki að spila úrslitaleik þýsku bikarkeppninnar þar sem Wolfsburg mætir Essen þann 4. júlí. 25. júní 2020 16:35 Meistaradeildin klárast með hraðmóti í Lissabon í ágúst Meistaradeild Evrópu karla mun klárast með hraðmóti í ágúst en átta liða úrslitin, undanúrslitin og úrslitaleikurinn munu fara fram í Lissabon frá 12. til 23. ágúst. Þetta staðfesti UEFA á blaðamannafundi sínum í dag. 17. júní 2020 13:50 Lyon verið í sambandi við Söru í tvö ár Besta knattspyrnulið Evrópu síðustu ár, Lyon, hefur verið í sambandi við landsliðsfyrirliðann Söru Björk Gunnarsdóttur síðustu tvö ár. Sara yfirgefur Wolfsburg í sumar og hefur verið sterklega orðuð við Lyon. 13. maí 2020 19:00 Sara á leið til besta félagsliðs Evrópu Sara Björk Gunnarsdóttir er á leið til sigursælasta knattspyrnuliðs Evrópu og sennilega besta knattspyrnuliðs heims í dag, franska félagsins Lyon. 19. apríl 2020 11:15 Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti Fleiri fréttir Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Sjá meira
Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði í fótbolta, hefur skrifað undir samning við franska stórveldið Lyon. Samningur Söru við Lyon er til tveggja ára. Lyon hefur unnið Meistaradeild Evrópu fjögur ár í röð og getur unnið Evrópumeistaratitilinn í fimmta sinn í ágúst. Liðið varð í vor franskur meistari fjórtánda árið í röð en það var þremur stigum fyrir ofan PSG þegar tímabilið í Frakklandi var blásið af í mars vegna kórónuveirufaraldursins. Sara, sem er 29 ára gömul, skilur við Wolfsburg sem þýskur meistari til fjögurra ára. Hún kom til Wolfsburg árið 2016 og hefur unnið þýska meistaratitilinn og bikarmeistaratitilinn á hverju ári, í stóru hlutverki á miðjunni hjá þessu stjörnum prýdda liði. Hún komst með liðinu í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu árið 2018 þar sem Wolfsburg tapaði einmitt gegn Lyon í framlengdum leik, eftir að Sara hafði farið meidd af velli. Sama ár var Sara valin íþróttamaður ársins á Íslandi. Sara hóf atvinnumannsferilinn með Rosengård (sem þá hét reyndar Malmö) í Svíþjóð þar sem hún lék á árunum 2011-2016. Hún varð Svíþjóðarmeistari fjórum sinnum og bikarmeistari einu sinni. Á Íslandi lék hún með Breiðabliki í þrjú ár í efstu deild en Sara er uppalin hjá Haukum í Hafnarfirði. Sara var aðeins 16 ára þegar hún lék sinn fyrsta A-landsleik. Hún hefur farið með Íslandi á þrjú stórmót og er nú aðeins tveimur leikjum frá því að jafna met Katrínar Jónsdóttur sem leikið hefur flesta A-landsleiki Íslendings í fótbolta, eða 133 talsins. Sara gæti jafnað metið þegar Ísland heldur áfram leið sinni á næsta EM með leikjum við Lettland og Svíþjóð á Laugardalsvelli 17. og 22. september. EM fer fram í Englandi sumarið 2022, en því var frestað um eitt ár vegna kórónuveirufaraldursins.
Þýski boltinn Franski boltinn EM 2021 í Englandi Fótbolti Tengdar fréttir Sara Björk verður að öllum líkindum ekki í leikmannahóp Wolfsburg í bikarúrslitum Svo virðist sem Sara Björk Gunnarsdóttir fái ekki að spila úrslitaleik þýsku bikarkeppninnar þar sem Wolfsburg mætir Essen þann 4. júlí. 25. júní 2020 16:35 Meistaradeildin klárast með hraðmóti í Lissabon í ágúst Meistaradeild Evrópu karla mun klárast með hraðmóti í ágúst en átta liða úrslitin, undanúrslitin og úrslitaleikurinn munu fara fram í Lissabon frá 12. til 23. ágúst. Þetta staðfesti UEFA á blaðamannafundi sínum í dag. 17. júní 2020 13:50 Lyon verið í sambandi við Söru í tvö ár Besta knattspyrnulið Evrópu síðustu ár, Lyon, hefur verið í sambandi við landsliðsfyrirliðann Söru Björk Gunnarsdóttur síðustu tvö ár. Sara yfirgefur Wolfsburg í sumar og hefur verið sterklega orðuð við Lyon. 13. maí 2020 19:00 Sara á leið til besta félagsliðs Evrópu Sara Björk Gunnarsdóttir er á leið til sigursælasta knattspyrnuliðs Evrópu og sennilega besta knattspyrnuliðs heims í dag, franska félagsins Lyon. 19. apríl 2020 11:15 Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti Fleiri fréttir Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Sjá meira
Sara Björk verður að öllum líkindum ekki í leikmannahóp Wolfsburg í bikarúrslitum Svo virðist sem Sara Björk Gunnarsdóttir fái ekki að spila úrslitaleik þýsku bikarkeppninnar þar sem Wolfsburg mætir Essen þann 4. júlí. 25. júní 2020 16:35
Meistaradeildin klárast með hraðmóti í Lissabon í ágúst Meistaradeild Evrópu karla mun klárast með hraðmóti í ágúst en átta liða úrslitin, undanúrslitin og úrslitaleikurinn munu fara fram í Lissabon frá 12. til 23. ágúst. Þetta staðfesti UEFA á blaðamannafundi sínum í dag. 17. júní 2020 13:50
Lyon verið í sambandi við Söru í tvö ár Besta knattspyrnulið Evrópu síðustu ár, Lyon, hefur verið í sambandi við landsliðsfyrirliðann Söru Björk Gunnarsdóttur síðustu tvö ár. Sara yfirgefur Wolfsburg í sumar og hefur verið sterklega orðuð við Lyon. 13. maí 2020 19:00
Sara á leið til besta félagsliðs Evrópu Sara Björk Gunnarsdóttir er á leið til sigursælasta knattspyrnuliðs Evrópu og sennilega besta knattspyrnuliðs heims í dag, franska félagsins Lyon. 19. apríl 2020 11:15