Flugprófanir í þessari viku eitt stærsta skrefið í endurkomu 737 MAX-vélanna Kristján Már Unnarsson skrifar 30. júní 2020 22:54 Flugvélarnar Hvítserkur, Mývatn, Jökulsárlón og Látrabjarg. Þær eru allar af gerðinni Boeing 737 MAX. Visir/Vilhelm Gunnarsson. Flugprófanir sem hófust í gær á Boeing 737 MAX-þotunni eru sagðar eitt mikilvægasta skrefið í að fá vélina aftur viðurkennda til farþegaflugs. Framvindan næstu vikur getur haft mikla þýðingu fyrir Icelandair, sem er með sex MAX-vélar kyrrsettar og á tíu pantaðar til viðbótar. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Tilraunaflugmenn bandarísku flugmálastjórnarinnar sátu undir stýri þegar 737 MAX-þotan hóf sig til flugs frá Boeing-vellinum utan við Seattle í Washington-ríki. Flugsérfræðingur AP-fréttastofunnar, David Koenig, lýsti fluginu sem upphafinu að síðasta stóra áfanganum áður en Boeing fengi vottun bandarískra flugmálayfirvalda fyrir flughæfi vélarinnar. Hann telur að ef reynsluflugin gangi vel geti Maxinn verið komin með grænt ljós eftir tvo mánuði. MAX-vélin í fyrsta flugtaki reynsluflugsins á Boeing-vellinum í Washington-ríki í gær.AP/Komonews.com. Kyrrsetning MAX-vélanna fyrir fimmtán mánuðum, eftir tvö flugslys sem kostuðu alls 346 manns lífið í Eþíópíu og Indónesíu, hefur leitt til fjárhagshruns Boeing-fyrirtækisins, sakamálarannsóknar og skaðabótamála, sem ekki sér fyrir endann á. Flugfélög sem komin voru með MAX-vélar í rekstur lentu einnig í hremmingum og hafa þurft að sækja bætur til Boeing. Icelandair var búið að fá sex MAX-þotur afhentar og á tíu pantaðar til viðbótar. Viðræður um efndir þeirra samninga og um frekari bætur frá Boeing eru núna hluti af fjárhagslegri endurskipulagningu Icelandair fyrir væntanlegt hlutafjárútboð. Reynsluflugin núna eru talin munu standa í þrjá daga. Notuð er stysta gerðin, 737 MAX-7, og er sérstakur rannsóknarbúnaður um borð. Tilraunaflugmenn munu reyna þotuna til hins ítrasta, taka hana í bratt klifur og krappar beygjur en einnig framkvæma fjölda snertilendinga. Megintilgangurinn er þó að láta reyna á nýja uppfærslu MCAS-hugbúnaðarins, sem talinn er helsti orsakavaldar flugslysanna. Stysta gerð MAX-vélanna, 737 MAX-7, er notuð í tilraunafluginu.Mynd/Boeing. Boeing-fyrirtækið hefur sjálft staðið fyrir eigin flugprófunum á MAX, bæði í flughermi og raunverulegu flugi. Það að Boeing hefji núna vottunarflug með eftirlitsstofnun þykir benda til þess að félagið telji sig hafa fullvissu fyrir því að búið sé að leysa tæknileg vandamál flugvélarinnar, - það yrði enda mikil niðurlæging ef bandaríska flugmálastjórnin myndi á þessum tímapunkti gera fyrirtækið afturreka með vélina. Heppnist reynsluflugin yrði framhaldið það að sérfræðingar flugmálayfirvalda munu taka sér tíma, jafnvel nokkrar vikur, í að greina þau rannsóknargögn, sem koma úr flugprófununum. Næsta skref yrði líklega það að flugmálastjóri Bandaríkjanna, Steve Dickson, sem er fyrrverandi orustuflugmaður, fljúgi sjálfur vélinni, eins og hann hafði lofað að gera áður en hann myndi ábyrgjast vottun hennar, en hann á baki flugstjóraferil á Boeing-þotum, þar á meðal á 737. Lokaskrefið yrði svo að eftirlitsstofnanir samþykktu nýja þjálfunaráætlun flugmanna, sem flugmenn myndu síðan gangast undir áður en þeir færu að fljúga með farþega. Boeing 737 MAX komin á loft í fyrsta vottunarfluginu í Seattle í gær.AP/Komonews.com Þótt vottun fáist í Bandaríkjunum hafa flugmálayfirvöld í Evrópu og öðrum heimsálfum ákveðið að leggja sjálfstætt mat á flughæfi 737 MAX. Þau kynnu að krefjast viðbótarbreytinga áður en þau heimila endurkomu vélanna til sinna landa. Rætt var við þá Boga Nils Bogason, forstjóra Icelandair, og Jón Karl Ólafsson, fyrrverandi forstjóra, um Boeing og MAX í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér: Icelandair Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir Tilraunaflug 737 MAX hófst í dag Boeing 737 MAX flugvél hóf sig að loft að nýju í Bandaríkjunum í dag eftir að tilraunaflug Boeing og Flugmálayfirvalda í Bandaríkjunum vegna MAX-vélanna hófst í dag. 29. júní 2020 21:06 Telur Icelandair ekki lifa af krísuna án ríkisaðstoðar Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, kveðst bjartsýnn á að það takist að bjarga félaginu enda sé ekkert vit í öðru. Jón Karl Ólafsson, fyrrverandi forstjóri, telur það ekki gerast án ríkisaðstoðar. 29. júní 2020 22:34 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira
Flugprófanir sem hófust í gær á Boeing 737 MAX-þotunni eru sagðar eitt mikilvægasta skrefið í að fá vélina aftur viðurkennda til farþegaflugs. Framvindan næstu vikur getur haft mikla þýðingu fyrir Icelandair, sem er með sex MAX-vélar kyrrsettar og á tíu pantaðar til viðbótar. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Tilraunaflugmenn bandarísku flugmálastjórnarinnar sátu undir stýri þegar 737 MAX-þotan hóf sig til flugs frá Boeing-vellinum utan við Seattle í Washington-ríki. Flugsérfræðingur AP-fréttastofunnar, David Koenig, lýsti fluginu sem upphafinu að síðasta stóra áfanganum áður en Boeing fengi vottun bandarískra flugmálayfirvalda fyrir flughæfi vélarinnar. Hann telur að ef reynsluflugin gangi vel geti Maxinn verið komin með grænt ljós eftir tvo mánuði. MAX-vélin í fyrsta flugtaki reynsluflugsins á Boeing-vellinum í Washington-ríki í gær.AP/Komonews.com. Kyrrsetning MAX-vélanna fyrir fimmtán mánuðum, eftir tvö flugslys sem kostuðu alls 346 manns lífið í Eþíópíu og Indónesíu, hefur leitt til fjárhagshruns Boeing-fyrirtækisins, sakamálarannsóknar og skaðabótamála, sem ekki sér fyrir endann á. Flugfélög sem komin voru með MAX-vélar í rekstur lentu einnig í hremmingum og hafa þurft að sækja bætur til Boeing. Icelandair var búið að fá sex MAX-þotur afhentar og á tíu pantaðar til viðbótar. Viðræður um efndir þeirra samninga og um frekari bætur frá Boeing eru núna hluti af fjárhagslegri endurskipulagningu Icelandair fyrir væntanlegt hlutafjárútboð. Reynsluflugin núna eru talin munu standa í þrjá daga. Notuð er stysta gerðin, 737 MAX-7, og er sérstakur rannsóknarbúnaður um borð. Tilraunaflugmenn munu reyna þotuna til hins ítrasta, taka hana í bratt klifur og krappar beygjur en einnig framkvæma fjölda snertilendinga. Megintilgangurinn er þó að láta reyna á nýja uppfærslu MCAS-hugbúnaðarins, sem talinn er helsti orsakavaldar flugslysanna. Stysta gerð MAX-vélanna, 737 MAX-7, er notuð í tilraunafluginu.Mynd/Boeing. Boeing-fyrirtækið hefur sjálft staðið fyrir eigin flugprófunum á MAX, bæði í flughermi og raunverulegu flugi. Það að Boeing hefji núna vottunarflug með eftirlitsstofnun þykir benda til þess að félagið telji sig hafa fullvissu fyrir því að búið sé að leysa tæknileg vandamál flugvélarinnar, - það yrði enda mikil niðurlæging ef bandaríska flugmálastjórnin myndi á þessum tímapunkti gera fyrirtækið afturreka með vélina. Heppnist reynsluflugin yrði framhaldið það að sérfræðingar flugmálayfirvalda munu taka sér tíma, jafnvel nokkrar vikur, í að greina þau rannsóknargögn, sem koma úr flugprófununum. Næsta skref yrði líklega það að flugmálastjóri Bandaríkjanna, Steve Dickson, sem er fyrrverandi orustuflugmaður, fljúgi sjálfur vélinni, eins og hann hafði lofað að gera áður en hann myndi ábyrgjast vottun hennar, en hann á baki flugstjóraferil á Boeing-þotum, þar á meðal á 737. Lokaskrefið yrði svo að eftirlitsstofnanir samþykktu nýja þjálfunaráætlun flugmanna, sem flugmenn myndu síðan gangast undir áður en þeir færu að fljúga með farþega. Boeing 737 MAX komin á loft í fyrsta vottunarfluginu í Seattle í gær.AP/Komonews.com Þótt vottun fáist í Bandaríkjunum hafa flugmálayfirvöld í Evrópu og öðrum heimsálfum ákveðið að leggja sjálfstætt mat á flughæfi 737 MAX. Þau kynnu að krefjast viðbótarbreytinga áður en þau heimila endurkomu vélanna til sinna landa. Rætt var við þá Boga Nils Bogason, forstjóra Icelandair, og Jón Karl Ólafsson, fyrrverandi forstjóra, um Boeing og MAX í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér:
Icelandair Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir Tilraunaflug 737 MAX hófst í dag Boeing 737 MAX flugvél hóf sig að loft að nýju í Bandaríkjunum í dag eftir að tilraunaflug Boeing og Flugmálayfirvalda í Bandaríkjunum vegna MAX-vélanna hófst í dag. 29. júní 2020 21:06 Telur Icelandair ekki lifa af krísuna án ríkisaðstoðar Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, kveðst bjartsýnn á að það takist að bjarga félaginu enda sé ekkert vit í öðru. Jón Karl Ólafsson, fyrrverandi forstjóri, telur það ekki gerast án ríkisaðstoðar. 29. júní 2020 22:34 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira
Tilraunaflug 737 MAX hófst í dag Boeing 737 MAX flugvél hóf sig að loft að nýju í Bandaríkjunum í dag eftir að tilraunaflug Boeing og Flugmálayfirvalda í Bandaríkjunum vegna MAX-vélanna hófst í dag. 29. júní 2020 21:06
Telur Icelandair ekki lifa af krísuna án ríkisaðstoðar Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, kveðst bjartsýnn á að það takist að bjarga félaginu enda sé ekkert vit í öðru. Jón Karl Ólafsson, fyrrverandi forstjóri, telur það ekki gerast án ríkisaðstoðar. 29. júní 2020 22:34