Kieran Trippier, fyrrum varnarmaður Tottenham og nú leikmaður Atletico Madrid, segir að félagið hefði unnið Meistaradeildina á síðustu leiktíð hefðu þeir haldið Mousa Dembele.
Tottenham tapaði úrslitaleiknum fyrir Liverpool í Madríd en Dembele gekk í raðir kínverska félagsins Guangzhou R&F fyrir ellefu milljónir í janúar 2019 eftir sjö ár hjá Tottenham.
„Þeir eru með góða leikmenn en þetta litla sem skipti máli var augljóslega þegar Mousa fór. Það er mín skoðun,“ sagði enski varnarmaðurinn í samtali við hlaðvarpið Beautiful Game.
„Sem leikmaður þá viltu ekki sjá leikmann eins og Mousa fara, sérstaklega ekki í janúar, nema hann hafi þurft að fara eða eitthvað. Í hreinskilni þá veit ég það ekki.“
Kieran Trippier claims Tottenham would have BEATEN Liverpool in Champions League final if they hadn't have sold Mousa Dembele https://t.co/xRAaNnA5jx
— MailOnline Sport (@MailSport) June 30, 2020
„Þetta gengur ekki upp fyrir mér því hann er þetta litla sem þú þarft til þess að vinna Meistaradeildina. Svo góður var hann. Það gátu verið þrír leikmenn í kringum hann og þú gast gefið honum boltann.“
„Leikmennirnir báru gríðarlega mikla virðingu fyrir honum og þegar þú sérð svoleiðis leikmann fara í janúar þegar þú ert að ganga í gegnum efiðleika, er eitthvað sem ég skil ekki,“ sagði Trippier.
Trippier gkek í raðir Atletico Madrid síðasta sumar og hefur spilað vel á Ítalíu.