Magnaður Messi kominn með 700 mörk á ferlinum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. júlí 2020 12:30 Messi skorar sitt 700. mark með þægilegri ´chippu´í leiknum gegn Atletico Madrid í gær. David Ramos/Getty Images Argentínumaðurinn Lionel Messi er af mörgum talinn besti knattspyrnumaður sögunnar. Í gær skoraði hann sitt 700. mark á ferlinum. Markið kom af vítapunktinum, líklega eini staðurinn þar sem Messi á það til að vera mannlegur - spyrjið bara Hannes Þór Halldórsson. Reyndar er það svo að Messi hefur klúðrað 26 vítum á ferlinum. Messi brást hins vegar ekki bogalistin í gær þegar hann kom Barcelona 2-1 yfir gegn Atletico Madrid. Sýndi hann mikla yfirvegun er hann tók svokallað Panenka-víti og ´chippaði´ á mitt markið á meðan Jan Oblak, af mörgum talinn einn besti markvörður í heimi, skutlaði sér til hliðar. Allt kom þó fyrir ekki og Atl. Madrid jafnaði metin í leiknum. Lokatölur 2-2 og Börsungar allt í einu dottnir úr bílstjórasætinu í baráttunni um spænska meistaratitilinn. Messi niðurlútur í leikslok í gær.David Ramos/Getty Images Var þetta 32. markið sem Messi skorar á ferlinum gegn Atletico. Honum líður best gegn sterkustu liðum deildarinnar en hann hefur skorað 37 mörk gegn Sevilla, 32 gegn Atletico, 28 gegn Valencia og 27 gegn Real Madrid. Markið í gær þýðir að Messi er nú kominn í hóp með Josef Bican, Romario, Pelé, Ferenc Puskas, Gerd Muller og Cristiano Ronaldo. Eru það einu leikmenn sögunnar sem hafa skorað yfir 700 mörk á ferlinum. Ekki hefur fengið staðfest hvað Bican og Pelé skoruðu nákvæmlega mörg en óstaðfestar heimildir herma að báðir hafi skorað yfir þúsund mörk. Tók það Messi 111 leiki minna en Ronaldo – hans helsta keppinaut þegar kemur að einstaklingsverðlaunum undanfarin ár – að ná 700 mörkum. Leo #Messi scores 700th pro goal— FC Barcelona (@FCBarcelona) July 1, 2020 Sá argentíski var í gær að spila sinn 724. leik í treyju Barcelona. Í þeim hefur hann skorað 630 mörk, ásamt því að leggja upp önnur 247 mörk. Messi hefur skorað 70 mörk í 138 leikjum fyrir argentíska landsliðið. Alls hefur hann skorað þrennu í 54 leikjum. Undanfarin 11 ár, janúar til desember, hefur Messi skorað meira en 40 mörk. Níu af þessum ellefu árum hefur hann skorað yfir 50. Hann hefur aldrei toppað árið 2012 þegar hann skoraði hvorki meira né minna en 91 mark, 79 fyrir Barcelona og 12 fyrir Argentínu. Ef Messi heldur áfram á sömu braut eru allar líkur að leikmaðurinn rjúfi þúsund marka múrinn áður en skórnir fara á hilluna frægu. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Fleiri fréttir Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Sjá meira
Argentínumaðurinn Lionel Messi er af mörgum talinn besti knattspyrnumaður sögunnar. Í gær skoraði hann sitt 700. mark á ferlinum. Markið kom af vítapunktinum, líklega eini staðurinn þar sem Messi á það til að vera mannlegur - spyrjið bara Hannes Þór Halldórsson. Reyndar er það svo að Messi hefur klúðrað 26 vítum á ferlinum. Messi brást hins vegar ekki bogalistin í gær þegar hann kom Barcelona 2-1 yfir gegn Atletico Madrid. Sýndi hann mikla yfirvegun er hann tók svokallað Panenka-víti og ´chippaði´ á mitt markið á meðan Jan Oblak, af mörgum talinn einn besti markvörður í heimi, skutlaði sér til hliðar. Allt kom þó fyrir ekki og Atl. Madrid jafnaði metin í leiknum. Lokatölur 2-2 og Börsungar allt í einu dottnir úr bílstjórasætinu í baráttunni um spænska meistaratitilinn. Messi niðurlútur í leikslok í gær.David Ramos/Getty Images Var þetta 32. markið sem Messi skorar á ferlinum gegn Atletico. Honum líður best gegn sterkustu liðum deildarinnar en hann hefur skorað 37 mörk gegn Sevilla, 32 gegn Atletico, 28 gegn Valencia og 27 gegn Real Madrid. Markið í gær þýðir að Messi er nú kominn í hóp með Josef Bican, Romario, Pelé, Ferenc Puskas, Gerd Muller og Cristiano Ronaldo. Eru það einu leikmenn sögunnar sem hafa skorað yfir 700 mörk á ferlinum. Ekki hefur fengið staðfest hvað Bican og Pelé skoruðu nákvæmlega mörg en óstaðfestar heimildir herma að báðir hafi skorað yfir þúsund mörk. Tók það Messi 111 leiki minna en Ronaldo – hans helsta keppinaut þegar kemur að einstaklingsverðlaunum undanfarin ár – að ná 700 mörkum. Leo #Messi scores 700th pro goal— FC Barcelona (@FCBarcelona) July 1, 2020 Sá argentíski var í gær að spila sinn 724. leik í treyju Barcelona. Í þeim hefur hann skorað 630 mörk, ásamt því að leggja upp önnur 247 mörk. Messi hefur skorað 70 mörk í 138 leikjum fyrir argentíska landsliðið. Alls hefur hann skorað þrennu í 54 leikjum. Undanfarin 11 ár, janúar til desember, hefur Messi skorað meira en 40 mörk. Níu af þessum ellefu árum hefur hann skorað yfir 50. Hann hefur aldrei toppað árið 2012 þegar hann skoraði hvorki meira né minna en 91 mark, 79 fyrir Barcelona og 12 fyrir Argentínu. Ef Messi heldur áfram á sömu braut eru allar líkur að leikmaðurinn rjúfi þúsund marka múrinn áður en skórnir fara á hilluna frægu.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Fleiri fréttir Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Sjá meira