Fá átta milljónir vegna mistaka hjá Umboðsmanni skuldara Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. júlí 2020 21:34 Umboðsmaður skuldara. Vísir/Vilhelm Íslenska ríkið þarf að greiða hjónum 8,2 milljónir króna í skaðabætur vegna mistaka sem gerð voru hjá Umboðsmanni skuldara þegar starfsmaður stofnunarinnar leiðbeindi þeim ranglega við meðferð greiðsluaðlögunarmáls hjónanna í september 2016. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur. Forsaga málsins er sú að árið 2014 fengu hjóninsamþykktan samning um greiðsluaðlögun. Samkvæmt samningnum áttu þau að greiða af þeim veðkröfum sem stóðu innan matsverðs fasteignar þeirra á greiðsluaðlögunartímabilinu, en innan matsverðsins rúmuðust veðkröfur Íbúðalánasjóðs á 1. til 5. veðrétti og lítill hluti veðkröfu sjóðsins á 6. veðrétti. Veðkröfur sem voru utan matsverðs eignarinnar á tímabili greiðsluaðlögunar voru annars vegar eftirstöðvar veðkröfu Íbúðalánasjóðs á 6. veðrétti og svo veðkrafa Lánasjóðs íslenskra námsmanna á 7. veðrétti. Í samningnum var því næst kveðið á um að í lok greiðsluaðlögunartímabils, sem stóð í 24 mánuði myndu allar samningskröfur verða felldar niður í heild sinni. Misræmi í gögnum frá Íbúðarlánasjóði Þegar tímabilinu lauk staðfesti Íslandsbanki, sem sá um að miðla greiðslum samkvæmt samningnum, að allar greiðslur samningsins væru greiddar. Lögðu þá hjónin fram beiðni um veðréttindi yrðu afmáð af fasteign þeirra. Málið fór í vinnslu hjá Umboðsmanni skuldara sem kallaði eftir gögnum frá Íbúðarlánasjóði. Í þeim gögnum var hins vegar misræmi í upplýsingum um áhvílandi lán hjónanna við lok samningsins. Í tölvupóstinum sjálfum var staða tiltekins láns sögð 1.522.832 krónur en í viðhenginu var staða lánsins skráð 9.696.269 krónur. Þetta varð til þess að starfsmaður Umboðsmanns skuldara hélt að fasteign hjónanna væri ekki yfirveðsett og sendi þeim tölvubréf 12. september 2016, þar sem þeim var tilkynnt að áhvílandi veðskuldir væru lægri en meðaltal verðmats fasteignarinnar. Bað starfsmaðurinn hjónin um að undirrita afturköllunarbeiðni sem þau og gerðu. Póstur frá LÍN kom á óvart Hinn 28. ágúst 2017 barst eiginmanninum áminning þess efnis að skuld hans við Lánasjóð íslenskra námsmanna væri til innheimtu. Segir í stefnu að þetta hafi komið honum í opna skjöldu, en stefnendur höfðu, í samræmi við greiðsluaðlögunarsamning sinn, ekki greitt af kröfu sjóðsins og kveðjast hafa staðið í þeirri trú að krafan hefði fallið niður við lok hans. Í framhaldi af þessu hafði stefnandinn samband við starfsmann Umboðsmanns skuldara og kom þá í ljós að mistök höfðu átt sér stað við meðferð máls stefnenda. Vildu hjónin meina að hefðu veðréttindin veri afmáð af fasteign þeirra hefði 5,9 milljónir átt að falla niður miðað við greiðsluaðlögunarsamninginn. Þessi upphæð stóð í 8,2 milljónum þegar ríkinu var stefnt í nóvember 2018. Höfðu raunhæfa möguleika á því að fá umsóknina sem var afturkölluð samþykkta Í dómi héraðsdóms segir að leggja verði til grundvallar að starfsmanni embættis Umboðsmanns skuldara hafi orðið á mistök við meðferð greiðsluaðlögunarmáls stefnenda í september 2016, annars vegar við meðferð á upplýsingum um eftirstöðvar láns frá Íbúðalánasjóði, en hins vegar þegar starfsmaðurinn leiðbeindi stefnendum með afdráttarlausum orðalagi að afturkalla beiðni sína til sýslumanns um að veðréttindi yrðu afmáð af fasteign þeirra samkvæmt 12. gr. laga nr. 50/2009 um tímabundna greiðsluaðlögun fasteignaverðkrafna á íbúðarhúsnæði. Þá segir einnig að útreikningar á tekjum stefnenda og öll atvik málsins bendi til þess að þau hafi átt fyllilega raunhæfa möguleika á því að umsókn þeirra um afmáningu áhvílandi veðskulda yrði samþykkt ef ekki hefðu komið til áðurlýst mistök starfsmanns Umboðsmanns skuldara, og að ríkið verði að bera hallann af þeim vafa sem uppi hafi verið um hver endanleg niðurstaða í því máli hefði orðið. Þarf íslenska ríkið því að greiða hjónunum 8,2 milljónir auk dráttarvaxta. Ríkissjóðir greinir einnig málskostnað hjónanna, 3,7 milljónir. Neytendur Dómsmál Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
Íslenska ríkið þarf að greiða hjónum 8,2 milljónir króna í skaðabætur vegna mistaka sem gerð voru hjá Umboðsmanni skuldara þegar starfsmaður stofnunarinnar leiðbeindi þeim ranglega við meðferð greiðsluaðlögunarmáls hjónanna í september 2016. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur. Forsaga málsins er sú að árið 2014 fengu hjóninsamþykktan samning um greiðsluaðlögun. Samkvæmt samningnum áttu þau að greiða af þeim veðkröfum sem stóðu innan matsverðs fasteignar þeirra á greiðsluaðlögunartímabilinu, en innan matsverðsins rúmuðust veðkröfur Íbúðalánasjóðs á 1. til 5. veðrétti og lítill hluti veðkröfu sjóðsins á 6. veðrétti. Veðkröfur sem voru utan matsverðs eignarinnar á tímabili greiðsluaðlögunar voru annars vegar eftirstöðvar veðkröfu Íbúðalánasjóðs á 6. veðrétti og svo veðkrafa Lánasjóðs íslenskra námsmanna á 7. veðrétti. Í samningnum var því næst kveðið á um að í lok greiðsluaðlögunartímabils, sem stóð í 24 mánuði myndu allar samningskröfur verða felldar niður í heild sinni. Misræmi í gögnum frá Íbúðarlánasjóði Þegar tímabilinu lauk staðfesti Íslandsbanki, sem sá um að miðla greiðslum samkvæmt samningnum, að allar greiðslur samningsins væru greiddar. Lögðu þá hjónin fram beiðni um veðréttindi yrðu afmáð af fasteign þeirra. Málið fór í vinnslu hjá Umboðsmanni skuldara sem kallaði eftir gögnum frá Íbúðarlánasjóði. Í þeim gögnum var hins vegar misræmi í upplýsingum um áhvílandi lán hjónanna við lok samningsins. Í tölvupóstinum sjálfum var staða tiltekins láns sögð 1.522.832 krónur en í viðhenginu var staða lánsins skráð 9.696.269 krónur. Þetta varð til þess að starfsmaður Umboðsmanns skuldara hélt að fasteign hjónanna væri ekki yfirveðsett og sendi þeim tölvubréf 12. september 2016, þar sem þeim var tilkynnt að áhvílandi veðskuldir væru lægri en meðaltal verðmats fasteignarinnar. Bað starfsmaðurinn hjónin um að undirrita afturköllunarbeiðni sem þau og gerðu. Póstur frá LÍN kom á óvart Hinn 28. ágúst 2017 barst eiginmanninum áminning þess efnis að skuld hans við Lánasjóð íslenskra námsmanna væri til innheimtu. Segir í stefnu að þetta hafi komið honum í opna skjöldu, en stefnendur höfðu, í samræmi við greiðsluaðlögunarsamning sinn, ekki greitt af kröfu sjóðsins og kveðjast hafa staðið í þeirri trú að krafan hefði fallið niður við lok hans. Í framhaldi af þessu hafði stefnandinn samband við starfsmann Umboðsmanns skuldara og kom þá í ljós að mistök höfðu átt sér stað við meðferð máls stefnenda. Vildu hjónin meina að hefðu veðréttindin veri afmáð af fasteign þeirra hefði 5,9 milljónir átt að falla niður miðað við greiðsluaðlögunarsamninginn. Þessi upphæð stóð í 8,2 milljónum þegar ríkinu var stefnt í nóvember 2018. Höfðu raunhæfa möguleika á því að fá umsóknina sem var afturkölluð samþykkta Í dómi héraðsdóms segir að leggja verði til grundvallar að starfsmanni embættis Umboðsmanns skuldara hafi orðið á mistök við meðferð greiðsluaðlögunarmáls stefnenda í september 2016, annars vegar við meðferð á upplýsingum um eftirstöðvar láns frá Íbúðalánasjóði, en hins vegar þegar starfsmaðurinn leiðbeindi stefnendum með afdráttarlausum orðalagi að afturkalla beiðni sína til sýslumanns um að veðréttindi yrðu afmáð af fasteign þeirra samkvæmt 12. gr. laga nr. 50/2009 um tímabundna greiðsluaðlögun fasteignaverðkrafna á íbúðarhúsnæði. Þá segir einnig að útreikningar á tekjum stefnenda og öll atvik málsins bendi til þess að þau hafi átt fyllilega raunhæfa möguleika á því að umsókn þeirra um afmáningu áhvílandi veðskulda yrði samþykkt ef ekki hefðu komið til áðurlýst mistök starfsmanns Umboðsmanns skuldara, og að ríkið verði að bera hallann af þeim vafa sem uppi hafi verið um hver endanleg niðurstaða í því máli hefði orðið. Þarf íslenska ríkið því að greiða hjónunum 8,2 milljónir auk dráttarvaxta. Ríkissjóðir greinir einnig málskostnað hjónanna, 3,7 milljónir.
Neytendur Dómsmál Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira