Xi óskar Guðna til hamingju Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. júlí 2020 07:17 Xi Jinping, forseti Kína, sést hér vinka. Nordicphotos/AFP Xi Jinping, forseti Kína, óskar íslenskum starfsbróður sínum til hamingju með endurkjörið, en Guðni Th. Jóhannesson hlaut yfirburðakosningu um liðna helgi. Í bréfi sínu til Guðna segir Xi að samband Íslands og Kína hafi styrkst á hinum ýmsu sviðum á undanförnum árum, þökk sé samhentu átaki beggja ríkja. Frá upphafi kórónuveirufaraldursins hafi þau þannig „passað upp á hvort annað,“ eins og Xi orðar það í bréfi sínu sem ríkisfjölmiðillinn Xinhua birtir. Guðni ritaði Xi til að mynda bréf fyrir hönd Íslendinga í apríl þar sem hann sendi kínversku þjóðinni samúðar- og stuðningskveðjur í baráttu þeirra við veiruna. Xi svaraði bréfi Guðna, þakkaði honum fyrir kveðjuna og vonaðist til þess að alþjóðasamfélagið gæti tekið höndum saman svo að ráða megi niðurlögum farsóttarinnar. Formlegt stjórnmálasamband Kína og Íslands fagnar 50 ára afmæli á næsta ári og segir Xi að hann sé tilbúinn að vinna með Guðna svo að tvíhliða samband ríkjanna styrkist enn frekar. Xi hefur verið forseti Kína frá árinu 2012 og hefur sankað að sér valdheimildum í stjórnartíð sinni. Hann er nú talinn einn áhrifamesti leiðtogi alþýðulýðveldisins frá upphafi, til að mynda hefur nafn hans og hugmyndafræði verið færð inn í stjórnarskrá landsins sem er sagður heiður sem aðeins Maó Zedong hafði hlotnast fram að stjórnartíð Xi. Kínverski kommúnistaflokkurinn felldi úr gildi ákvæði í stjórnarskrá landsins árið 2018 sem takmarkar setu einstaklings á forsetastóli við tvö fimm ára kjörtímabil. Xi mun því geta haldið embætti sínu eins lengi og hann hefur heilsu til. Sem kunnugt er var Guðni endurkjörinn um liðna helgi með rúmlega 92 prósentum greiddra atkvæða. Kína Forseti Íslands Tengdar fréttir Guðni með yfirburðasigur Guðni Th. Jóhannesson var endurkjörinn í embætti forseta í gær með yfirburðum. 28. júní 2020 08:16 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Sjá meira
Xi Jinping, forseti Kína, óskar íslenskum starfsbróður sínum til hamingju með endurkjörið, en Guðni Th. Jóhannesson hlaut yfirburðakosningu um liðna helgi. Í bréfi sínu til Guðna segir Xi að samband Íslands og Kína hafi styrkst á hinum ýmsu sviðum á undanförnum árum, þökk sé samhentu átaki beggja ríkja. Frá upphafi kórónuveirufaraldursins hafi þau þannig „passað upp á hvort annað,“ eins og Xi orðar það í bréfi sínu sem ríkisfjölmiðillinn Xinhua birtir. Guðni ritaði Xi til að mynda bréf fyrir hönd Íslendinga í apríl þar sem hann sendi kínversku þjóðinni samúðar- og stuðningskveðjur í baráttu þeirra við veiruna. Xi svaraði bréfi Guðna, þakkaði honum fyrir kveðjuna og vonaðist til þess að alþjóðasamfélagið gæti tekið höndum saman svo að ráða megi niðurlögum farsóttarinnar. Formlegt stjórnmálasamband Kína og Íslands fagnar 50 ára afmæli á næsta ári og segir Xi að hann sé tilbúinn að vinna með Guðna svo að tvíhliða samband ríkjanna styrkist enn frekar. Xi hefur verið forseti Kína frá árinu 2012 og hefur sankað að sér valdheimildum í stjórnartíð sinni. Hann er nú talinn einn áhrifamesti leiðtogi alþýðulýðveldisins frá upphafi, til að mynda hefur nafn hans og hugmyndafræði verið færð inn í stjórnarskrá landsins sem er sagður heiður sem aðeins Maó Zedong hafði hlotnast fram að stjórnartíð Xi. Kínverski kommúnistaflokkurinn felldi úr gildi ákvæði í stjórnarskrá landsins árið 2018 sem takmarkar setu einstaklings á forsetastóli við tvö fimm ára kjörtímabil. Xi mun því geta haldið embætti sínu eins lengi og hann hefur heilsu til. Sem kunnugt er var Guðni endurkjörinn um liðna helgi með rúmlega 92 prósentum greiddra atkvæða.
Kína Forseti Íslands Tengdar fréttir Guðni með yfirburðasigur Guðni Th. Jóhannesson var endurkjörinn í embætti forseta í gær með yfirburðum. 28. júní 2020 08:16 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Sjá meira
Guðni með yfirburðasigur Guðni Th. Jóhannesson var endurkjörinn í embætti forseta í gær með yfirburðum. 28. júní 2020 08:16