Lækka verð á íbúðum um 700 þúsund krónur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. júlí 2020 12:24 Tölvumynd af íbúðunum og hverfinu. MYND/YRKI ARKITEKTAR Vistfélagið Þorpið úthlutaði í dag fyrstu íbúðum sínum í Gufunesi. Verð íbúðanna lækkaði um 700 þúsund krónur að meðaltali, miðað við það sem áður var auglýst fyrir umsækjendum um íbúðirnar. Þrír umsækjendur voru um hverja íbúð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þorpinu vistfélagi. Þar segir að félagið hafi í dag úthlutað 43 íbúðum félagsins í Gufunesi til ungs fólks og fyrstu kaupenda. Alls hafi 132 einstaklingar sótt um íbúð í útdeilingunni, en 82 hafi náð greiðslumati til að kaupa. Þannig voru þrír umsækjendur um hverja íbúð, en tveir með gilt greiðslumat um hverja íbúð. Dregið var á milli umsækjenda með gilt greiðslumat í ráðhúsi Reykjavíkur af fulltrúa sýslumanns í dag. Vikufrestur til að staðfesta kaup „Umsækjendur fá póst í dag um niðurstöðu útdráttar, en einnig þau skilaboð að kaupverð íbúða þeirra hefði lækkað um 470 til 900 þúsund vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar um endurgreiðslu á virðisaukaskatti sem hefur lækkað byggingarkostnað umtalsvert. Þorpið hefur ákveðið að láta kaupendur njóta þess og lækkað áður auglýst verð þrátt fyrir mikla eftirspurn. Meðaltalslækkun á kaupverði íbúða sem tilkynnt var kaupendum í dag eftir útdrátt, eru rúmar 700 þúsund frá því verði sem kynnt var umsækjendum fyrir útdrátt,“ segir í tilkynningunni. Þeir kaupendur sem dregnir voru út fá nú vikufrest til þess að staðfesta kaup sín. Í kjölfarið verða gerðir kaupsamningar og kaupendur greiða fimm prósent af kaupverði sem innborgun í íbúðirnar. Minnst ásókn í fjögurra herbergja íbúðir Þá segir í tilkynningunni að umframeftirspurn hafi verið eftir ölum íbúðargerðum. nema fjögurra herbergja íbúðum. Þar séu enn óseldar fimm af tólf íbúðum í fyrsta áfanga félagsins. Mest hafi ásóknin verið í tveggja herbergja íbúðir, en 25 manns sóttu um 10 slíkar íbúðir. Fjórtán manns sóttu síðan um fjórar stúdíóíbúðir. Hér að neðan má sjá verð íbúða Þorpsins, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá félaginu: Stúdíóíbúðir eru á 19 milljónir króna, tveggja herbergja íbúðir á 27,1 mkr., þriggja herbergja íbúðir á 31,6 mkr og fjögurra herberga íbúðir á 36,5 mkr. Íbúðum fylgir mikil sameign s.s. sameiginlegt þvottahús, veislusalur/kaffihús og pósthús/búr. Einnig fylgja íbúðum grænmetisgarðar og deilibílar. Reykjavík Skipulag Húsnæðismál Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira
Vistfélagið Þorpið úthlutaði í dag fyrstu íbúðum sínum í Gufunesi. Verð íbúðanna lækkaði um 700 þúsund krónur að meðaltali, miðað við það sem áður var auglýst fyrir umsækjendum um íbúðirnar. Þrír umsækjendur voru um hverja íbúð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þorpinu vistfélagi. Þar segir að félagið hafi í dag úthlutað 43 íbúðum félagsins í Gufunesi til ungs fólks og fyrstu kaupenda. Alls hafi 132 einstaklingar sótt um íbúð í útdeilingunni, en 82 hafi náð greiðslumati til að kaupa. Þannig voru þrír umsækjendur um hverja íbúð, en tveir með gilt greiðslumat um hverja íbúð. Dregið var á milli umsækjenda með gilt greiðslumat í ráðhúsi Reykjavíkur af fulltrúa sýslumanns í dag. Vikufrestur til að staðfesta kaup „Umsækjendur fá póst í dag um niðurstöðu útdráttar, en einnig þau skilaboð að kaupverð íbúða þeirra hefði lækkað um 470 til 900 þúsund vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar um endurgreiðslu á virðisaukaskatti sem hefur lækkað byggingarkostnað umtalsvert. Þorpið hefur ákveðið að láta kaupendur njóta þess og lækkað áður auglýst verð þrátt fyrir mikla eftirspurn. Meðaltalslækkun á kaupverði íbúða sem tilkynnt var kaupendum í dag eftir útdrátt, eru rúmar 700 þúsund frá því verði sem kynnt var umsækjendum fyrir útdrátt,“ segir í tilkynningunni. Þeir kaupendur sem dregnir voru út fá nú vikufrest til þess að staðfesta kaup sín. Í kjölfarið verða gerðir kaupsamningar og kaupendur greiða fimm prósent af kaupverði sem innborgun í íbúðirnar. Minnst ásókn í fjögurra herbergja íbúðir Þá segir í tilkynningunni að umframeftirspurn hafi verið eftir ölum íbúðargerðum. nema fjögurra herbergja íbúðum. Þar séu enn óseldar fimm af tólf íbúðum í fyrsta áfanga félagsins. Mest hafi ásóknin verið í tveggja herbergja íbúðir, en 25 manns sóttu um 10 slíkar íbúðir. Fjórtán manns sóttu síðan um fjórar stúdíóíbúðir. Hér að neðan má sjá verð íbúða Þorpsins, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá félaginu: Stúdíóíbúðir eru á 19 milljónir króna, tveggja herbergja íbúðir á 27,1 mkr., þriggja herbergja íbúðir á 31,6 mkr og fjögurra herberga íbúðir á 36,5 mkr. Íbúðum fylgir mikil sameign s.s. sameiginlegt þvottahús, veislusalur/kaffihús og pósthús/búr. Einnig fylgja íbúðum grænmetisgarðar og deilibílar.
Reykjavík Skipulag Húsnæðismál Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira