„Ávallt meðvituð um að við gætum þurft að hætta við allt“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 2. júlí 2020 20:00 Hluti af HönnunarMars teyminu í ár. Á myndina vantar Ellen Loftsdóttur, Gunnar Gunnsteinsson, Signý Jónsdóttur, Stefaníu Emilsdóttur, Arnar Frey, Maria Kristin Jóndóttir, Brynhildi Pálsdóttur, Rúnu Thors og Eddu Ivarsdottir. Mynd/HönnunarMars „Það er ótrúlegur léttir að geta sagt að HönnunarMars í júní hafi farið fram úr björtustu vonum teymisins og við eru í skýjunum með hversu frábærlega vel til tókst með hátíðina,“ segir Þórey Einarsdóttir stjórnandi hátíðarinnar. „Þá er helst að nefna fjölbreytta og stórglæsilega dagskrá sem stóð algerlega undir væntingum með fjöldan allann af áhugaverðum verkefnum og vel hönnuðum sýningum. Sömuleiðis, þá voru ótrúlega jákvæð viðbrögð og almennt þakklæti frá bæði gestum og sýnendum sem ylja okkur eftir mögulega lengstu og mest krefjandi vinnutörn í sögu HönnunarMarsins.“ Verðskulduð athygli HönnunarMars fór fram víðs vegar á stórhöfuðborgarsvæðinu dagana 24. til 28. Mars, eftir að vera frestað vegna útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur Covid-19. Það var þó margt jákvætt við frestunina, þó að skipulagningin hafi verið strembin á tíðum. „Það var dýrmætt að geta opnað HönnunarMars í sól og blíðu þar sem gleði og góð stemmning á meðal fólks var áþreifanleg. Hönnuðurnir Valdís Steinarsdóttir og Arnar Ingi opnuðu Torg í Speglun sem svo sannarlega hefur vakið verðskuldaða athygli, glætt Lækjatorg lífi og glatt borgarbúa. Það sem stendur upp úr er hversu vel tókst til að skapa góða stemmningu með fjölbreyttri og spennandi dagskrá þar sem fyrirtæki og hönnuðir sýna nýjar og sjálfbærar leiðir og aðferðir til að tækla þau verkefni sem blasa við. Það tókst einnig vel að skapa sýningarklasa víðvegar um borgina þar sem fjöldi samsýningar voru aðgengilegri og oft á tíðum getur það verið tækifæri fyrir gesti að upplifa sýningar og sjá verkefni sem það hefið annars ekki sótt. Það höfðu töluvert margir orð á því við mig hversu gaman væri að koma á Hafnartorgið en í ár veittist okkur einstakt tækifæri í samstarfi við Reginn að vera með aðsetur þar og geta boðið sýnendum rými. Þar gafst gestum og gangandi tækifæri á að kynnast, upplifa, njóta og fá innsýn inn í margbreytilegan heim hönnunar m.a. arkitektúrs, textíl, grafíska hönnun og vöruhönnun. Studio 2020 var áhugavert tilrauna verkefni með stuðningi frá Íslandsstofu, þar sem farið var yfir sýningar og viðburði dagsins áður. Umsjón með hönnunarspjallinu höfðu Hlín Helga Guðlaugsdóttir stjórnandi DesignTalks og Garðar Eyjólfsson fagstjóri meistaranáms í hönnun við LHÍ.“ Þórey Einarsdóttir, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Halla Helgadóttir og Dagur B. Eggertsson á afhjúpun Torg í spegli.Mynd/HönnunarMars Almenningur meðvitaður Þórey segir að helsta áskorunin hafi verið að sætta sig við óvissuna. „Þannig að þrátt fyrir alla vinnunna, góðu stemminguna og gott skipulag, þá vorum við ávallt meðvituð um að við gætum þurft að hætta við allt ef þau skilaboð kæmu frá yfirvöldum. Dagskráin telur yfir 80 sýningar og 100 viðburði og það er ákveðin áskorun að ná að halda utan um dagskránna, kynna hana og gera hana aðgengilega. Það var því mjög þakklát að fá leiðsögn vel valda aðila sem deildu með okkur hvaða sýningar þeir ætluðu ekki að missa af undir yfirskriftinni Minn HönnunarMars. Sömuleiðis, mikil áskorun að komast yfir að sjá allar sýningarnar því við sem teymi erum að vinna og bregðast við því sem kemur upp á meðan hátíðin stendur yfir.“ Mikill fjöldi Íslendinga lagði leið sína á sýningarnar og voru gestir enn fleiri en teymið hafði þorað að vona. „Það sem kom mér fyrst á óvart var hversu ótrúlega vel sýningar voru sóttar yfir allan daginn og það tók smá tíma að átta sig á að auðvitað erum við halda hátíðina í lok júní á tímum samkomubanns þar sem ferðalög erlendis eru háð takmörkunum, fólk er á landinu og sumir komnir í frí,“ útskýrir Þórey. Hún segir að það hafi heilt yfir gengið vel að passa upp á fjöldatakmarkanir og hreinlæti. „Almennt held ég líka að almenningur sé mjög meðvitaður um að við erum öll Almannavarnir og tekur þannig ábyrgð á eigin hegðun og virðir tilmæli sóttvarnarlæknis. Hátíðin dreifðist yfir stórt svæði eða alla leið frá Seltjarnarnesi, víð og dreif um miðborgina, upp í Kópavog, Garðabæ, Hafnarfjörð og Mosfellsbæ. Sýningarrýmin á Hafnartorgi spiluðu stórt hlutverk í ár en þar var fjöldi sýninga í stórum rýmum þar sem hátt er til lofts og vítt til veggja. Einnig var nóg að spritti á sýningarstöðunum þar sem hönnuðurinn Björn Steinar Blumenstein gaf öllum sýnendum og sýningarstöðum spritt unnið úr ávöxtum sem átti að henda, en það varð til sem viðbót viðverkefnið hans Catch of the Day – limited ediction. Við vorum einnig duglega að minna fólk á að virða samfélagssáttmálann á samfélagsmiðlum.“ Gefandi fjölskyldustund Þórey segir að það sé ómögulegt að gera upp á milli þeirra frábæru sýninga, viðburða og opnanna sem hún náði að fara á í ár. „Ég get hins vegar sagt að það var alveg meiriháttar að geta nýtt sunnudaginn og fara á milli sýninga með dætur mínar enda börnin oft dásamlegir gestir, með einlægum spurningum sínum í leit að svörum: Hvað er þetta? Af hverju er þetta svona? Til hvers er þetta? Við áttum gefandi stund með Genki teyminu í Ásmundarsal, þar sem tækni og nýsköpun voru í aðalhlutverki, iImsturtann í Ilmbankanum í Mosfellsbæ var einstaklega nærandi eftir langa vinnutörn, Þykjó vinnustofan var meiriháttar og síðan náðum við að kíkja á sýningarnar í Norræna húsinu og á Hafnartorgi sem voru áhugaverðar og skemmtilegar.“ Þórey og Eliza forsetafrú fóru saman á nokkrar sýningar um helgina. Hér eru þær ásamt Anthony Bacigalupo í gróðurhúsi sem hann gerði fyrir hátíðina ásamt eiginkonu sinni, hönnuðinum Ýr Káradóttur.Mynd/HönnunarMars Mikilvægt að gera upp hátíðina strax HönnunarMars lauk formlega á sunnudag og teymið hefur síðustu daga tekið niður merkingar og annað tengt hátíðarhöldunum. Í teyminu með Þórey í ár voru þau Anton Smári Gunnarsson, Arnar Freyr, Álfrún Pálsdóttir, Bergur Finnbogason, Brynhildur Pálsdóttir, Birna Geirfinnsdóttir, Emilia Sigurðardóttir, Ellen Loftsdóttur, Edda Ivarsdóttir, Halla Helgadóttir, Hlín Helga Guðlaugsdóttir, Garðar Eyjólfsson, Gosia Lisowska, Gunnar Gunnsteinsson, Linda Björk Ingimarsdóttir, Maria Kristin Jóndóttir, Karitas Diðriksdóttir, Kevin Pages, Klara Rún Rangarsdóttir, Katrin Briem, Samúel Þór Þórðarson, Signý Jónsdóttir, Stefaníu Emilsdóttir, Steinn Einar Jónsson og Rúna Thors. „Nú tekur við almennur frágangur á hátíðinni sem snýr að því að gera upp hvað gekk vel, hvað gekk illa, hvað vantaði, hvað á að halda áfram að gera og hvað á að hætta gera! Það er sérstaklega mikilvægt að gera það upp á meðan það er í fersku minni. Það var auðvitað ekkert eðlilegt við að halda HönnunarMars í júní, það var algerleg einstakt og nú hefst undurbúningur fyrir næsta HönnunarMars,“ segir Þórey. „Fyrir hönd hátíðarinnar þá vil ég þakka gestum fyrir góðar stundir. Sömuleiðis, vil ég þakka bæði þátttakendum, samstarfsaðilum og frábæru teymi HönnunarMars sem stóð vaktina og töfraði fram HönnunarMars í júní. Sjáumst 2021. Ég held að mér sé óhætt að lofa jafn fjölbreyttri og flottri dagskrá líkt og í ár,“ segir Þórey um næsta HönnunarMars. HönnunarMars 2020.Aðsend mynd „Hönnunarsamfélagið er magnað og ég hef enga trú á öðru en það verði geggjuð hátíð, líkt og hinar 12 hafa verið. Það sem er svo spennandi við HönnunarMarsinn er að hann tekur á sig ákveðna mynd og hún mun síðan birtast okkur hinum og endurspegla hvað verður í gangi í samfélaginu á þeim tímapunkti.“ Sumarfríinu ætlar Þórey að eyða með fjölskyldunni og mun bókalestur einnig spila stórt hlutverk. „Við búum svo vel að hafa aðgang að húsi í eigu stórfjölskyldunnar fyrir vestan og þar ætlum við að slaka á. Ég ætla að gefa mér tíma til að lesa eitthvað af öllum þessum áhugaverðum bókum sem ég er búin að kaupa mér en hef ekki náð að gefa mér tíma til að lesa. Sömuleiðis lítur út fyrir að ég verði að reita arfa í garðinum og klippa trén en í byrjun sumars þá kom nágranninn minn yfir og „lánaði“ mér Stóru Garðyrkjubókina. Ég er spennt fyrir því að taka mér til fyrirmyndar ráðleggingar VIRK um að nýta áhrif orofsins, hvíldina, afslöppunina og endurnæringuna til fullunustu með því að prufa að aftengjast vinnupósti í þrjár vikur. Sjálfvirk svar verður „Þessum tölvupósti verður svarað í byrjun ágúst“.“ Tíska og hönnun HönnunarMars Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Íslensk hönnun í allt sumar HönnunarMars fór fram dagana 24. til 28. júní en þó hátíðinni hafi formlega lokið á sunnudag þá eru margar sýningar opnar áfram í sumar og jafnvel fram á haust. Þeir sem misstu af HönnunarMarsí ár geta því kynnt sér listann hér fyrir neðan í fréttinni. 1. júlí 2020 14:00 Fjölskylduvænn HönnunarMars: Búningar, tónlistarhringur og ilmsturta Í dag er síðasti dagur HönnunarMars og margir borgarbúar munu flakka á milli sýningarstaða. Sýningar hönnuðanna eru fjölbreyttar og allir ættu að geta fundið sér eitthvað við hæfi. Það eru samt nokkrar sýningar sem henta einstaklega vel fyrir alla fjölskylduna. 28. júní 2020 11:40 Hönnunarsamfélagið bregst við nýrri heimsmynd Þórey Einarsdóttir tók við starfi stjórnanda HönnunarMars fyrir ári síðan. Í dag var tilkynnt um breytt fyrirkomulag á hátíðinni í ár, en síðustu vikur hjá teyminu á bak við verkefnið hafa einkennst af mikilli óvissu. 27. maí 2020 21:00 Fögnuðu komu nýju línunnar Cheer Up! Fatahönnuðurinn Hildur Yeoman fagnaði línu sinni Cheer Up! á HönnunarMars um helgina og var fullt út úr dyrum í versluninni. Hildur hannaði sérstaka djammtoppa úr afgangsefnum sem seldir voru til styrktar UN Women en þeir seldust upp. 2. júlí 2020 11:00 Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Sjá meira
„Það er ótrúlegur léttir að geta sagt að HönnunarMars í júní hafi farið fram úr björtustu vonum teymisins og við eru í skýjunum með hversu frábærlega vel til tókst með hátíðina,“ segir Þórey Einarsdóttir stjórnandi hátíðarinnar. „Þá er helst að nefna fjölbreytta og stórglæsilega dagskrá sem stóð algerlega undir væntingum með fjöldan allann af áhugaverðum verkefnum og vel hönnuðum sýningum. Sömuleiðis, þá voru ótrúlega jákvæð viðbrögð og almennt þakklæti frá bæði gestum og sýnendum sem ylja okkur eftir mögulega lengstu og mest krefjandi vinnutörn í sögu HönnunarMarsins.“ Verðskulduð athygli HönnunarMars fór fram víðs vegar á stórhöfuðborgarsvæðinu dagana 24. til 28. Mars, eftir að vera frestað vegna útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur Covid-19. Það var þó margt jákvætt við frestunina, þó að skipulagningin hafi verið strembin á tíðum. „Það var dýrmætt að geta opnað HönnunarMars í sól og blíðu þar sem gleði og góð stemmning á meðal fólks var áþreifanleg. Hönnuðurnir Valdís Steinarsdóttir og Arnar Ingi opnuðu Torg í Speglun sem svo sannarlega hefur vakið verðskuldaða athygli, glætt Lækjatorg lífi og glatt borgarbúa. Það sem stendur upp úr er hversu vel tókst til að skapa góða stemmningu með fjölbreyttri og spennandi dagskrá þar sem fyrirtæki og hönnuðir sýna nýjar og sjálfbærar leiðir og aðferðir til að tækla þau verkefni sem blasa við. Það tókst einnig vel að skapa sýningarklasa víðvegar um borgina þar sem fjöldi samsýningar voru aðgengilegri og oft á tíðum getur það verið tækifæri fyrir gesti að upplifa sýningar og sjá verkefni sem það hefið annars ekki sótt. Það höfðu töluvert margir orð á því við mig hversu gaman væri að koma á Hafnartorgið en í ár veittist okkur einstakt tækifæri í samstarfi við Reginn að vera með aðsetur þar og geta boðið sýnendum rými. Þar gafst gestum og gangandi tækifæri á að kynnast, upplifa, njóta og fá innsýn inn í margbreytilegan heim hönnunar m.a. arkitektúrs, textíl, grafíska hönnun og vöruhönnun. Studio 2020 var áhugavert tilrauna verkefni með stuðningi frá Íslandsstofu, þar sem farið var yfir sýningar og viðburði dagsins áður. Umsjón með hönnunarspjallinu höfðu Hlín Helga Guðlaugsdóttir stjórnandi DesignTalks og Garðar Eyjólfsson fagstjóri meistaranáms í hönnun við LHÍ.“ Þórey Einarsdóttir, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Halla Helgadóttir og Dagur B. Eggertsson á afhjúpun Torg í spegli.Mynd/HönnunarMars Almenningur meðvitaður Þórey segir að helsta áskorunin hafi verið að sætta sig við óvissuna. „Þannig að þrátt fyrir alla vinnunna, góðu stemminguna og gott skipulag, þá vorum við ávallt meðvituð um að við gætum þurft að hætta við allt ef þau skilaboð kæmu frá yfirvöldum. Dagskráin telur yfir 80 sýningar og 100 viðburði og það er ákveðin áskorun að ná að halda utan um dagskránna, kynna hana og gera hana aðgengilega. Það var því mjög þakklát að fá leiðsögn vel valda aðila sem deildu með okkur hvaða sýningar þeir ætluðu ekki að missa af undir yfirskriftinni Minn HönnunarMars. Sömuleiðis, mikil áskorun að komast yfir að sjá allar sýningarnar því við sem teymi erum að vinna og bregðast við því sem kemur upp á meðan hátíðin stendur yfir.“ Mikill fjöldi Íslendinga lagði leið sína á sýningarnar og voru gestir enn fleiri en teymið hafði þorað að vona. „Það sem kom mér fyrst á óvart var hversu ótrúlega vel sýningar voru sóttar yfir allan daginn og það tók smá tíma að átta sig á að auðvitað erum við halda hátíðina í lok júní á tímum samkomubanns þar sem ferðalög erlendis eru háð takmörkunum, fólk er á landinu og sumir komnir í frí,“ útskýrir Þórey. Hún segir að það hafi heilt yfir gengið vel að passa upp á fjöldatakmarkanir og hreinlæti. „Almennt held ég líka að almenningur sé mjög meðvitaður um að við erum öll Almannavarnir og tekur þannig ábyrgð á eigin hegðun og virðir tilmæli sóttvarnarlæknis. Hátíðin dreifðist yfir stórt svæði eða alla leið frá Seltjarnarnesi, víð og dreif um miðborgina, upp í Kópavog, Garðabæ, Hafnarfjörð og Mosfellsbæ. Sýningarrýmin á Hafnartorgi spiluðu stórt hlutverk í ár en þar var fjöldi sýninga í stórum rýmum þar sem hátt er til lofts og vítt til veggja. Einnig var nóg að spritti á sýningarstöðunum þar sem hönnuðurinn Björn Steinar Blumenstein gaf öllum sýnendum og sýningarstöðum spritt unnið úr ávöxtum sem átti að henda, en það varð til sem viðbót viðverkefnið hans Catch of the Day – limited ediction. Við vorum einnig duglega að minna fólk á að virða samfélagssáttmálann á samfélagsmiðlum.“ Gefandi fjölskyldustund Þórey segir að það sé ómögulegt að gera upp á milli þeirra frábæru sýninga, viðburða og opnanna sem hún náði að fara á í ár. „Ég get hins vegar sagt að það var alveg meiriháttar að geta nýtt sunnudaginn og fara á milli sýninga með dætur mínar enda börnin oft dásamlegir gestir, með einlægum spurningum sínum í leit að svörum: Hvað er þetta? Af hverju er þetta svona? Til hvers er þetta? Við áttum gefandi stund með Genki teyminu í Ásmundarsal, þar sem tækni og nýsköpun voru í aðalhlutverki, iImsturtann í Ilmbankanum í Mosfellsbæ var einstaklega nærandi eftir langa vinnutörn, Þykjó vinnustofan var meiriháttar og síðan náðum við að kíkja á sýningarnar í Norræna húsinu og á Hafnartorgi sem voru áhugaverðar og skemmtilegar.“ Þórey og Eliza forsetafrú fóru saman á nokkrar sýningar um helgina. Hér eru þær ásamt Anthony Bacigalupo í gróðurhúsi sem hann gerði fyrir hátíðina ásamt eiginkonu sinni, hönnuðinum Ýr Káradóttur.Mynd/HönnunarMars Mikilvægt að gera upp hátíðina strax HönnunarMars lauk formlega á sunnudag og teymið hefur síðustu daga tekið niður merkingar og annað tengt hátíðarhöldunum. Í teyminu með Þórey í ár voru þau Anton Smári Gunnarsson, Arnar Freyr, Álfrún Pálsdóttir, Bergur Finnbogason, Brynhildur Pálsdóttir, Birna Geirfinnsdóttir, Emilia Sigurðardóttir, Ellen Loftsdóttur, Edda Ivarsdóttir, Halla Helgadóttir, Hlín Helga Guðlaugsdóttir, Garðar Eyjólfsson, Gosia Lisowska, Gunnar Gunnsteinsson, Linda Björk Ingimarsdóttir, Maria Kristin Jóndóttir, Karitas Diðriksdóttir, Kevin Pages, Klara Rún Rangarsdóttir, Katrin Briem, Samúel Þór Þórðarson, Signý Jónsdóttir, Stefaníu Emilsdóttir, Steinn Einar Jónsson og Rúna Thors. „Nú tekur við almennur frágangur á hátíðinni sem snýr að því að gera upp hvað gekk vel, hvað gekk illa, hvað vantaði, hvað á að halda áfram að gera og hvað á að hætta gera! Það er sérstaklega mikilvægt að gera það upp á meðan það er í fersku minni. Það var auðvitað ekkert eðlilegt við að halda HönnunarMars í júní, það var algerleg einstakt og nú hefst undurbúningur fyrir næsta HönnunarMars,“ segir Þórey. „Fyrir hönd hátíðarinnar þá vil ég þakka gestum fyrir góðar stundir. Sömuleiðis, vil ég þakka bæði þátttakendum, samstarfsaðilum og frábæru teymi HönnunarMars sem stóð vaktina og töfraði fram HönnunarMars í júní. Sjáumst 2021. Ég held að mér sé óhætt að lofa jafn fjölbreyttri og flottri dagskrá líkt og í ár,“ segir Þórey um næsta HönnunarMars. HönnunarMars 2020.Aðsend mynd „Hönnunarsamfélagið er magnað og ég hef enga trú á öðru en það verði geggjuð hátíð, líkt og hinar 12 hafa verið. Það sem er svo spennandi við HönnunarMarsinn er að hann tekur á sig ákveðna mynd og hún mun síðan birtast okkur hinum og endurspegla hvað verður í gangi í samfélaginu á þeim tímapunkti.“ Sumarfríinu ætlar Þórey að eyða með fjölskyldunni og mun bókalestur einnig spila stórt hlutverk. „Við búum svo vel að hafa aðgang að húsi í eigu stórfjölskyldunnar fyrir vestan og þar ætlum við að slaka á. Ég ætla að gefa mér tíma til að lesa eitthvað af öllum þessum áhugaverðum bókum sem ég er búin að kaupa mér en hef ekki náð að gefa mér tíma til að lesa. Sömuleiðis lítur út fyrir að ég verði að reita arfa í garðinum og klippa trén en í byrjun sumars þá kom nágranninn minn yfir og „lánaði“ mér Stóru Garðyrkjubókina. Ég er spennt fyrir því að taka mér til fyrirmyndar ráðleggingar VIRK um að nýta áhrif orofsins, hvíldina, afslöppunina og endurnæringuna til fullunustu með því að prufa að aftengjast vinnupósti í þrjár vikur. Sjálfvirk svar verður „Þessum tölvupósti verður svarað í byrjun ágúst“.“
Tíska og hönnun HönnunarMars Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Íslensk hönnun í allt sumar HönnunarMars fór fram dagana 24. til 28. júní en þó hátíðinni hafi formlega lokið á sunnudag þá eru margar sýningar opnar áfram í sumar og jafnvel fram á haust. Þeir sem misstu af HönnunarMarsí ár geta því kynnt sér listann hér fyrir neðan í fréttinni. 1. júlí 2020 14:00 Fjölskylduvænn HönnunarMars: Búningar, tónlistarhringur og ilmsturta Í dag er síðasti dagur HönnunarMars og margir borgarbúar munu flakka á milli sýningarstaða. Sýningar hönnuðanna eru fjölbreyttar og allir ættu að geta fundið sér eitthvað við hæfi. Það eru samt nokkrar sýningar sem henta einstaklega vel fyrir alla fjölskylduna. 28. júní 2020 11:40 Hönnunarsamfélagið bregst við nýrri heimsmynd Þórey Einarsdóttir tók við starfi stjórnanda HönnunarMars fyrir ári síðan. Í dag var tilkynnt um breytt fyrirkomulag á hátíðinni í ár, en síðustu vikur hjá teyminu á bak við verkefnið hafa einkennst af mikilli óvissu. 27. maí 2020 21:00 Fögnuðu komu nýju línunnar Cheer Up! Fatahönnuðurinn Hildur Yeoman fagnaði línu sinni Cheer Up! á HönnunarMars um helgina og var fullt út úr dyrum í versluninni. Hildur hannaði sérstaka djammtoppa úr afgangsefnum sem seldir voru til styrktar UN Women en þeir seldust upp. 2. júlí 2020 11:00 Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Sjá meira
Íslensk hönnun í allt sumar HönnunarMars fór fram dagana 24. til 28. júní en þó hátíðinni hafi formlega lokið á sunnudag þá eru margar sýningar opnar áfram í sumar og jafnvel fram á haust. Þeir sem misstu af HönnunarMarsí ár geta því kynnt sér listann hér fyrir neðan í fréttinni. 1. júlí 2020 14:00
Fjölskylduvænn HönnunarMars: Búningar, tónlistarhringur og ilmsturta Í dag er síðasti dagur HönnunarMars og margir borgarbúar munu flakka á milli sýningarstaða. Sýningar hönnuðanna eru fjölbreyttar og allir ættu að geta fundið sér eitthvað við hæfi. Það eru samt nokkrar sýningar sem henta einstaklega vel fyrir alla fjölskylduna. 28. júní 2020 11:40
Hönnunarsamfélagið bregst við nýrri heimsmynd Þórey Einarsdóttir tók við starfi stjórnanda HönnunarMars fyrir ári síðan. Í dag var tilkynnt um breytt fyrirkomulag á hátíðinni í ár, en síðustu vikur hjá teyminu á bak við verkefnið hafa einkennst af mikilli óvissu. 27. maí 2020 21:00
Fögnuðu komu nýju línunnar Cheer Up! Fatahönnuðurinn Hildur Yeoman fagnaði línu sinni Cheer Up! á HönnunarMars um helgina og var fullt út úr dyrum í versluninni. Hildur hannaði sérstaka djammtoppa úr afgangsefnum sem seldir voru til styrktar UN Women en þeir seldust upp. 2. júlí 2020 11:00