„Held og vona að Sara fái vel borgað því hún á það skilið“ Anton Ingi Leifsson skrifar 3. júlí 2020 10:30 Margrét Lára spilaði lengi vel í atvinnumennsku og þekkir fótboltaheiminn inn og út. mynd/s2s Margrét Lára Viðarsdóttir, sparkspekingur og fyrrum landsliðskona, vonar að Sara Björk Gunnarsdóttir fái vel borgað í Lyon því hún eigi það skilið. Skipti Söru Bjarkar til Lyon frá Wolfsburg voru til umræðu í Pepsi Max-mörkum kvenna í gærkvöldi þar sem Helena Ólafsdóttir fékk þær Margréti Láru og Báru Kristbjörgu Rúnarsdóttur í settið til sín. „Þetta er frábært skref fyrir jafn frábæran leikmann og Sara Björk er. Það verður ótrúlega spennandi að sjá hana etja kappi á þessum vígstöðvum og hún er að fara í besta félagslið í heimi í kvennaboltanum í dag. Að íslenskur leikmaður sé þar er mikill heiður fyrir hana en ekki síst íslenskan kvennafótbolta,“ sagði Margrét Lára. Bára er ekki viss um að franska deildin sé betri en sú þýska en segir Söru horfa til Meistaradeildarinnar þar sem Lyon hefur verið eitt allra öflugasta liðið undanfarin ár. „Ég held að deildin sem slík sé ekkert mikið sterkari, eða hvort að hún sé svipuð eða jafnvel aðeins lakari mögulega, en Lyon er eitt sterkasta lið í heimi og ég held að hún sé að horfa í það með þessum skiptum. Hún er að hugsa um Meistaradeildina og Lyon er besta félagslið í heimi, svo ég held að það sem hún horfir í frekar en deildin sjálf.“ Helena bar svo upp þá spurningu hvort að Sara væri að fá vel greitt í Lyon. „Við verðum að spyrja hana að því,“ sagði Margrét Lára og glotti við tönn áður en hún hélt áfram. „Ég held að hún sé komin mögulega eins hátt og hún getur komist. Maður hefur heyrt að Lyon hafi yfir bestu og mestu fjármagni að ræða. Ég held að þetta sé rekið mikið til með karlaliðinu. Auðvitað eru þetta ekki sömu kjör og karlarnir en ég held og vona að Sara sé að fá laun sér við hæfi og fái vel borgað því hún á það skilið,“ sagði Margrét. Klippa: Pepsi Max-mörk kvenna - Umræða um Söru Björk Pepsi Max-mörkin Fótbolti Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Fyrrum þjálfari Söru: „Hún býr yfir einhverju einstöku sem mjög fáir búa yfir“ „Það endurspeglast ekki hvað síst í því sem hún lét hafa eftir sér eftir að hún skrifaði undir fyrir Lyon. Að hún vildi hafa þetta erfitt, hún vildi fá áskorun. Það eru ekki margir sem þora að stíga fram opinberlega og segja „ég er alltaf að stefna hærra““. 2. júlí 2020 19:15 Danke, Sara! Wolfsburg kveður landsliðsfyrirliðann Þýskalandsmeistarar Wolfsburg kvöddu Söru Björk Gunnarsdóttur með skemmtilegu myndbandi og þökkuðu henni fyrir fjögur ár hjá félaginu. 2. júlí 2020 18:00 Ein stærstu félagsskipti Íslendinga í sögunni: „Eins og karlkyns leikmaður færi í Barcelona“ „Þetta er bara risastórt, maður óskar Söru innilega til hamingju með þetta og frábært fyrir okkur Íslendinga að eiga leikmann á þessu risastóra sviði. Þetta er besta félagslið í heimi í kvennaboltanum í dag, væri eins og einhver íslenskur karlleikmaður færi í Barcelona. Eins og Eiður Smári gerði á sínum tíma, segir Margrét Lára Viðarsdóttir, markahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi. 1. júlí 2020 19:45 Sara orðin leikmaður Evrópumeistaranna Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði í fótbolta, hefur skrifað undir samning við franska stórveldið Lyon. 1. júlí 2020 15:15 Gat ekki sagt nei við besta lið heims: „Finn að ég þrái meira“ „Það er auðvitað ótrúlega mikill heiður að besta lið í heimi hafi sýnt manni svona mikinn áhuga,“ segir Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði í fótbolta, sem skrifað hefur undir samning til tveggja ára við Evrópu- og Frakklandsmeistara Lyon. 1. júlí 2020 15:38 Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti Dagskráin: Mastersmótið, Man. Utd í Evrópu og úrslitakeppnin í Bónus Sport „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport Fleiri konur en karlar keppa á næstu Ólympíuleikum Sport Fleiri fréttir Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Sjá meira
Margrét Lára Viðarsdóttir, sparkspekingur og fyrrum landsliðskona, vonar að Sara Björk Gunnarsdóttir fái vel borgað í Lyon því hún eigi það skilið. Skipti Söru Bjarkar til Lyon frá Wolfsburg voru til umræðu í Pepsi Max-mörkum kvenna í gærkvöldi þar sem Helena Ólafsdóttir fékk þær Margréti Láru og Báru Kristbjörgu Rúnarsdóttur í settið til sín. „Þetta er frábært skref fyrir jafn frábæran leikmann og Sara Björk er. Það verður ótrúlega spennandi að sjá hana etja kappi á þessum vígstöðvum og hún er að fara í besta félagslið í heimi í kvennaboltanum í dag. Að íslenskur leikmaður sé þar er mikill heiður fyrir hana en ekki síst íslenskan kvennafótbolta,“ sagði Margrét Lára. Bára er ekki viss um að franska deildin sé betri en sú þýska en segir Söru horfa til Meistaradeildarinnar þar sem Lyon hefur verið eitt allra öflugasta liðið undanfarin ár. „Ég held að deildin sem slík sé ekkert mikið sterkari, eða hvort að hún sé svipuð eða jafnvel aðeins lakari mögulega, en Lyon er eitt sterkasta lið í heimi og ég held að hún sé að horfa í það með þessum skiptum. Hún er að hugsa um Meistaradeildina og Lyon er besta félagslið í heimi, svo ég held að það sem hún horfir í frekar en deildin sjálf.“ Helena bar svo upp þá spurningu hvort að Sara væri að fá vel greitt í Lyon. „Við verðum að spyrja hana að því,“ sagði Margrét Lára og glotti við tönn áður en hún hélt áfram. „Ég held að hún sé komin mögulega eins hátt og hún getur komist. Maður hefur heyrt að Lyon hafi yfir bestu og mestu fjármagni að ræða. Ég held að þetta sé rekið mikið til með karlaliðinu. Auðvitað eru þetta ekki sömu kjör og karlarnir en ég held og vona að Sara sé að fá laun sér við hæfi og fái vel borgað því hún á það skilið,“ sagði Margrét. Klippa: Pepsi Max-mörk kvenna - Umræða um Söru Björk
Pepsi Max-mörkin Fótbolti Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Fyrrum þjálfari Söru: „Hún býr yfir einhverju einstöku sem mjög fáir búa yfir“ „Það endurspeglast ekki hvað síst í því sem hún lét hafa eftir sér eftir að hún skrifaði undir fyrir Lyon. Að hún vildi hafa þetta erfitt, hún vildi fá áskorun. Það eru ekki margir sem þora að stíga fram opinberlega og segja „ég er alltaf að stefna hærra““. 2. júlí 2020 19:15 Danke, Sara! Wolfsburg kveður landsliðsfyrirliðann Þýskalandsmeistarar Wolfsburg kvöddu Söru Björk Gunnarsdóttur með skemmtilegu myndbandi og þökkuðu henni fyrir fjögur ár hjá félaginu. 2. júlí 2020 18:00 Ein stærstu félagsskipti Íslendinga í sögunni: „Eins og karlkyns leikmaður færi í Barcelona“ „Þetta er bara risastórt, maður óskar Söru innilega til hamingju með þetta og frábært fyrir okkur Íslendinga að eiga leikmann á þessu risastóra sviði. Þetta er besta félagslið í heimi í kvennaboltanum í dag, væri eins og einhver íslenskur karlleikmaður færi í Barcelona. Eins og Eiður Smári gerði á sínum tíma, segir Margrét Lára Viðarsdóttir, markahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi. 1. júlí 2020 19:45 Sara orðin leikmaður Evrópumeistaranna Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði í fótbolta, hefur skrifað undir samning við franska stórveldið Lyon. 1. júlí 2020 15:15 Gat ekki sagt nei við besta lið heims: „Finn að ég þrái meira“ „Það er auðvitað ótrúlega mikill heiður að besta lið í heimi hafi sýnt manni svona mikinn áhuga,“ segir Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði í fótbolta, sem skrifað hefur undir samning til tveggja ára við Evrópu- og Frakklandsmeistara Lyon. 1. júlí 2020 15:38 Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti Dagskráin: Mastersmótið, Man. Utd í Evrópu og úrslitakeppnin í Bónus Sport „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport Fleiri konur en karlar keppa á næstu Ólympíuleikum Sport Fleiri fréttir Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Sjá meira
Fyrrum þjálfari Söru: „Hún býr yfir einhverju einstöku sem mjög fáir búa yfir“ „Það endurspeglast ekki hvað síst í því sem hún lét hafa eftir sér eftir að hún skrifaði undir fyrir Lyon. Að hún vildi hafa þetta erfitt, hún vildi fá áskorun. Það eru ekki margir sem þora að stíga fram opinberlega og segja „ég er alltaf að stefna hærra““. 2. júlí 2020 19:15
Danke, Sara! Wolfsburg kveður landsliðsfyrirliðann Þýskalandsmeistarar Wolfsburg kvöddu Söru Björk Gunnarsdóttur með skemmtilegu myndbandi og þökkuðu henni fyrir fjögur ár hjá félaginu. 2. júlí 2020 18:00
Ein stærstu félagsskipti Íslendinga í sögunni: „Eins og karlkyns leikmaður færi í Barcelona“ „Þetta er bara risastórt, maður óskar Söru innilega til hamingju með þetta og frábært fyrir okkur Íslendinga að eiga leikmann á þessu risastóra sviði. Þetta er besta félagslið í heimi í kvennaboltanum í dag, væri eins og einhver íslenskur karlleikmaður færi í Barcelona. Eins og Eiður Smári gerði á sínum tíma, segir Margrét Lára Viðarsdóttir, markahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi. 1. júlí 2020 19:45
Sara orðin leikmaður Evrópumeistaranna Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði í fótbolta, hefur skrifað undir samning við franska stórveldið Lyon. 1. júlí 2020 15:15
Gat ekki sagt nei við besta lið heims: „Finn að ég þrái meira“ „Það er auðvitað ótrúlega mikill heiður að besta lið í heimi hafi sýnt manni svona mikinn áhuga,“ segir Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði í fótbolta, sem skrifað hefur undir samning til tveggja ára við Evrópu- og Frakklandsmeistara Lyon. 1. júlí 2020 15:38
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti