Óbreyttar veirutakmarkanir til 26. júlí vegna bakslags Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. júlí 2020 13:45 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Vísir/vilhelm Fjöldamörk samkomubanns verða óbreytt í þrjár vikur til viðbótar, þ.e. til 26. júlí og verður því áfram miðað við að ekki komi saman fleiri en 500 manns. Þetta hefur heilbrigðisráðherra ákveðið að tillögu sóttvarnalæknis, auk þess sem samþykktar hafa verið breytingar á fyrirkomulagi við veiruskimun á landamærum. Opnunartími spilasala og veitingastaða með vínveitingaleyfi verður einnig óbreyttur næstu þrjár vikurnar og heimilt að hafa opið til 23.00 á kvöldin. Upplýsingagjöf til almennings um einstaklingsbundnar sýkingavarnir verður jafnframt efld. Áður hafði verið áformað að lengja opnunartíma vínveitingastaða, sem og hækka fjöldamörk samkomubanns upp í 2000. Frá því að skimun hófst á landamærunum 15. júní hafa 17.705 sýni verið tekin og virk smit greinst hjá sjö einstaklingum, samkvæmt tölum á Covid.is, og rúmlega 400 þurft að fara í sóttkví eftir smitrakningu. Alls eru þrettán virk smit nú á landinu. Enginn er þó alvarlega veikur. Í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu er haft eftir Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni að um ákveðið bakslag sé að ræða. Það hafi ekki verið óviðbúið en að „lágmarka þurfi áhættuna á því að faraldurinn nái sér á strik hér á landi.“ Tillaga hans um að ekki verði slakað frekar á reglum um samkomubann að sinni byggist á þessu, auk þess sem lögð verður áhersla á að efla fræðslu um einstaklingsbundnar sýkingarvarnir. Þurfa að fara aftur í skimun Þá verður reglum breytt um veiruskimun á landamærum. Sem fyrr verður hægt að velja á milli 14 daga sóttkvíar eða skimunar á landamærum en gert er ráð fyrir að einstaklingar úr fyrrnefndum hópi sem velja skimun þurfi að fara aftur í skimun 4 – 5 dögum eftir komuna til landsins og vera í sóttkví þar til niðurstaða seinni sýnatökunnar liggur fyrir, líkt og sóttvarnalæknir hafði áður kynnt. Breytingin snýr eingöngu að íslenskum ríkisborgurum og þeim sem eru búsettir hér á landi. Stefnt er að því að breytingin komi til framkvæmda eigi síðar en 13. júlí. Heilbrigðisráðherra hefur sem fyrr segir fallist á tillögu sóttvarnalæknis um að framlengja óbreyttar reglur um takmarkanir á samkomum, sem og tillögu þess efnis að breyta reglum um landamæraskimun. Minnisblað með tillögum sóttvarnalæknis má nálgast hér. Fimm greindust með veiruna í gær, þar af tveir við landamæraskimun sem bíða nú niðurstaðna úr mótefnamælingu. Innanlandssmit voru þrjú og tengjast öll konu sem kom til landsins í síðustu viku. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Dæmi um að smitað fólk fái símtöl og skilaboð þar sem það er skammað Deildarstjóri hjá Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra segir að fólk með Covid-19 hafi fengið skilaboð og hringingar þar sem það er sakað um að hafa ekki farið nógu varlega. Hann segir að þvert á móti hafi þeir sem hafa veikst undanfarið farið að öllum sóttvarnarreglum. 3. júlí 2020 12:40 Fimm greindust með veiruna í gær Beðið er eftir niðurstöðum úr mótefnamælingu og eru viðkomandi einstaklingar í einangrun á meðan. 3. júlí 2020 11:39 Smit á uppleið í 37 ríkjum Bandaríkjanna Nýjum kórónuveirusmitum fer fjölgandi í 37 af 50 ríkjum Bandaríkjanna síðustu tvær vikurnar, miðað við fjórtán daga tímabil snemma í júní, að því er greining Reuters leiðir í ljós. 2. júlí 2020 22:50 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
Fjöldamörk samkomubanns verða óbreytt í þrjár vikur til viðbótar, þ.e. til 26. júlí og verður því áfram miðað við að ekki komi saman fleiri en 500 manns. Þetta hefur heilbrigðisráðherra ákveðið að tillögu sóttvarnalæknis, auk þess sem samþykktar hafa verið breytingar á fyrirkomulagi við veiruskimun á landamærum. Opnunartími spilasala og veitingastaða með vínveitingaleyfi verður einnig óbreyttur næstu þrjár vikurnar og heimilt að hafa opið til 23.00 á kvöldin. Upplýsingagjöf til almennings um einstaklingsbundnar sýkingavarnir verður jafnframt efld. Áður hafði verið áformað að lengja opnunartíma vínveitingastaða, sem og hækka fjöldamörk samkomubanns upp í 2000. Frá því að skimun hófst á landamærunum 15. júní hafa 17.705 sýni verið tekin og virk smit greinst hjá sjö einstaklingum, samkvæmt tölum á Covid.is, og rúmlega 400 þurft að fara í sóttkví eftir smitrakningu. Alls eru þrettán virk smit nú á landinu. Enginn er þó alvarlega veikur. Í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu er haft eftir Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni að um ákveðið bakslag sé að ræða. Það hafi ekki verið óviðbúið en að „lágmarka þurfi áhættuna á því að faraldurinn nái sér á strik hér á landi.“ Tillaga hans um að ekki verði slakað frekar á reglum um samkomubann að sinni byggist á þessu, auk þess sem lögð verður áhersla á að efla fræðslu um einstaklingsbundnar sýkingarvarnir. Þurfa að fara aftur í skimun Þá verður reglum breytt um veiruskimun á landamærum. Sem fyrr verður hægt að velja á milli 14 daga sóttkvíar eða skimunar á landamærum en gert er ráð fyrir að einstaklingar úr fyrrnefndum hópi sem velja skimun þurfi að fara aftur í skimun 4 – 5 dögum eftir komuna til landsins og vera í sóttkví þar til niðurstaða seinni sýnatökunnar liggur fyrir, líkt og sóttvarnalæknir hafði áður kynnt. Breytingin snýr eingöngu að íslenskum ríkisborgurum og þeim sem eru búsettir hér á landi. Stefnt er að því að breytingin komi til framkvæmda eigi síðar en 13. júlí. Heilbrigðisráðherra hefur sem fyrr segir fallist á tillögu sóttvarnalæknis um að framlengja óbreyttar reglur um takmarkanir á samkomum, sem og tillögu þess efnis að breyta reglum um landamæraskimun. Minnisblað með tillögum sóttvarnalæknis má nálgast hér. Fimm greindust með veiruna í gær, þar af tveir við landamæraskimun sem bíða nú niðurstaðna úr mótefnamælingu. Innanlandssmit voru þrjú og tengjast öll konu sem kom til landsins í síðustu viku.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Dæmi um að smitað fólk fái símtöl og skilaboð þar sem það er skammað Deildarstjóri hjá Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra segir að fólk með Covid-19 hafi fengið skilaboð og hringingar þar sem það er sakað um að hafa ekki farið nógu varlega. Hann segir að þvert á móti hafi þeir sem hafa veikst undanfarið farið að öllum sóttvarnarreglum. 3. júlí 2020 12:40 Fimm greindust með veiruna í gær Beðið er eftir niðurstöðum úr mótefnamælingu og eru viðkomandi einstaklingar í einangrun á meðan. 3. júlí 2020 11:39 Smit á uppleið í 37 ríkjum Bandaríkjanna Nýjum kórónuveirusmitum fer fjölgandi í 37 af 50 ríkjum Bandaríkjanna síðustu tvær vikurnar, miðað við fjórtán daga tímabil snemma í júní, að því er greining Reuters leiðir í ljós. 2. júlí 2020 22:50 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
Dæmi um að smitað fólk fái símtöl og skilaboð þar sem það er skammað Deildarstjóri hjá Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra segir að fólk með Covid-19 hafi fengið skilaboð og hringingar þar sem það er sakað um að hafa ekki farið nógu varlega. Hann segir að þvert á móti hafi þeir sem hafa veikst undanfarið farið að öllum sóttvarnarreglum. 3. júlí 2020 12:40
Fimm greindust með veiruna í gær Beðið er eftir niðurstöðum úr mótefnamælingu og eru viðkomandi einstaklingar í einangrun á meðan. 3. júlí 2020 11:39
Smit á uppleið í 37 ríkjum Bandaríkjanna Nýjum kórónuveirusmitum fer fjölgandi í 37 af 50 ríkjum Bandaríkjanna síðustu tvær vikurnar, miðað við fjórtán daga tímabil snemma í júní, að því er greining Reuters leiðir í ljós. 2. júlí 2020 22:50