Yfirbuguðu mann vopnaðan hnífi á skemmtistað Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. júlí 2020 07:20 Það var nóg að gera hjá lögreglunni í nótt. Vísir/vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í nótt mann sem reyndist vopnaður hnífi á skemmtistað í miðborginni. Maðurinn reyndi að veitast að öðrum manni. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar þar sem enn fremur segir að maðurinn hafi reynt að komast undan. Það virðist þó ekki hafa tekist því maðurinn var yfirbugaður af lögreglumönnum sem beittu varnarúða. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangaklefa. Lögregla hafði í ýmis horn að líta í gærkvöldi og í nótt en alls voru bókuð 88 mál að því er fram kemur í dagbók lögreglu. Þannig virðast starfsmenn verslunar hafa elt upp bíræfinn þjóf sem reyndi að stela farsíma úr afgreiðslu á ónefndu fyrirtæki. Lögreglan mætti á svæðið og handtók manninn, reyndist hann vera með aðra muni í vörslu sinni sem hann gat ekki get grein fyrir og eru þessir munir taldir vera þýfi. Þá var annar hnífamaður handtekinn af lögreglumönnum á Stöð 1 sem nær yfir Austurbæ, Miðbæ, Vesturbæ og Seltjarnarnes. Lögregla fékk tilkynningu um mann í annarlegu ástandi sem var grunaður um þjófnað. Lögregla handtók manninn sem streittist reyndar á móti handtöku og kom í ljós að hann var með hníf í buxnavasanum. Þá virðist hafa verið töluvert um gleðskap í Kópavogi og Breiðholti en lögreglan á því svæði var aðallega í því að sinna tilkynningum um samkvæmishávaða í heimahúsum, að því er segir í dagbók lögreglu. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í nótt mann sem reyndist vopnaður hnífi á skemmtistað í miðborginni. Maðurinn reyndi að veitast að öðrum manni. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar þar sem enn fremur segir að maðurinn hafi reynt að komast undan. Það virðist þó ekki hafa tekist því maðurinn var yfirbugaður af lögreglumönnum sem beittu varnarúða. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangaklefa. Lögregla hafði í ýmis horn að líta í gærkvöldi og í nótt en alls voru bókuð 88 mál að því er fram kemur í dagbók lögreglu. Þannig virðast starfsmenn verslunar hafa elt upp bíræfinn þjóf sem reyndi að stela farsíma úr afgreiðslu á ónefndu fyrirtæki. Lögreglan mætti á svæðið og handtók manninn, reyndist hann vera með aðra muni í vörslu sinni sem hann gat ekki get grein fyrir og eru þessir munir taldir vera þýfi. Þá var annar hnífamaður handtekinn af lögreglumönnum á Stöð 1 sem nær yfir Austurbæ, Miðbæ, Vesturbæ og Seltjarnarnes. Lögregla fékk tilkynningu um mann í annarlegu ástandi sem var grunaður um þjófnað. Lögregla handtók manninn sem streittist reyndar á móti handtöku og kom í ljós að hann var með hníf í buxnavasanum. Þá virðist hafa verið töluvert um gleðskap í Kópavogi og Breiðholti en lögreglan á því svæði var aðallega í því að sinna tilkynningum um samkvæmishávaða í heimahúsum, að því er segir í dagbók lögreglu.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Sjá meira