Bæta þarf sóttvarnir í fyrirtækjum og verslunum en dæmi eru um að víða séu sprittbrúsar tómir Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 4. júlí 2020 18:44 Fimm greindust með kórónuveiruna við landamæraskimun í gær. Beðið er eftir niðurstöðum mótefnamælinga í tveimur af smitunum fimm en mótefni mældust í sýnum þriggja aðila. Ekkert innanlandssmit greindist á landinu í gær. Fjölmenn mannamót fara fram um helgina. Meðal annars N1 mótið í knattspyrnu sem fer fram á Akureyri en í gær þurfti að kalla til lögreglu þar sem gestir virtu ekki hólfaskiptingu. „Mér skilst að það hafi gengið aðeins betur í dag. Okkur langar að halda að þetta hafi verið meiri klaufaskapur heldur en að fólk hafi verið að leika sér að því að fara framhjá þessum sóttvarnarreglum,“ sagði Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra. N1 mótið fer fram á Akureyri um helgina. Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra segir vonbrigði að gestir mótsins, þá sérstakega foreldrar fari ekki eftir fyrirmælum um hólfaskiptingu.AÐSEND Hann segir að skipulag mótsins hafi verið gott þrátt fyrir nokkra hnökra. Þó megi velta ýmsu fyrir sér. „Það má kannski velta fyrir sér hvort að foreldrarnir hefðu átt að vera heima. Það er hugmynd sem hefur komið fram og hefði mögulega getað hjálpað eitthvað í þessu tilviki allavegana,“ sagði Rögnvaldur. Næstu helgi fer fram fjölmennt knattspyrnumót á Höfuðborgarsvæðinu. Ákjósanlegt væri ef foreldrar héldu sig heima. „Ég veit að hluti af því fólki sem er að skipuleggja það mót var fyrir norðan og við höfum verið í sambandi við þau og það er ýmislegt sem þau ætla að taka til sín og draga lærdóm af því sem átti sér stað á Akureyri. Skipulagningin mótsins sem fram fer í Kópavogi næstu helgi er með öðrum hætti en var fyrir norðan. Þannig vonandi ætti að ganga betur þar. Ef foreldrar sjá færi á að vera heima og leyfa börnunum að fara sjálf á mótið þá væri að ákjósanlegt,“ sagði Rögnvaldur. Hann segir fólk orðið ansi værukært í einstaklingsbundnum smitvörnum. Þá hvetur hann fyrirtæki til að efla smitvarnir. „Maður sér líka í fyrirtækjum sem öll voru að standa sig svo svakalega vel í vetur að sprittbrúsar eru jafnvel tómir eða hreinlega ekki til staðar þannig við þurfum aðeins að fara til baka í þann góða gír sem við vorum í í vetur,“ sagði Rögnvaldur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Akureyri Fótbolti Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Fleiri fréttir „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Sjá meira
Fimm greindust með kórónuveiruna við landamæraskimun í gær. Beðið er eftir niðurstöðum mótefnamælinga í tveimur af smitunum fimm en mótefni mældust í sýnum þriggja aðila. Ekkert innanlandssmit greindist á landinu í gær. Fjölmenn mannamót fara fram um helgina. Meðal annars N1 mótið í knattspyrnu sem fer fram á Akureyri en í gær þurfti að kalla til lögreglu þar sem gestir virtu ekki hólfaskiptingu. „Mér skilst að það hafi gengið aðeins betur í dag. Okkur langar að halda að þetta hafi verið meiri klaufaskapur heldur en að fólk hafi verið að leika sér að því að fara framhjá þessum sóttvarnarreglum,“ sagði Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra. N1 mótið fer fram á Akureyri um helgina. Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra segir vonbrigði að gestir mótsins, þá sérstakega foreldrar fari ekki eftir fyrirmælum um hólfaskiptingu.AÐSEND Hann segir að skipulag mótsins hafi verið gott þrátt fyrir nokkra hnökra. Þó megi velta ýmsu fyrir sér. „Það má kannski velta fyrir sér hvort að foreldrarnir hefðu átt að vera heima. Það er hugmynd sem hefur komið fram og hefði mögulega getað hjálpað eitthvað í þessu tilviki allavegana,“ sagði Rögnvaldur. Næstu helgi fer fram fjölmennt knattspyrnumót á Höfuðborgarsvæðinu. Ákjósanlegt væri ef foreldrar héldu sig heima. „Ég veit að hluti af því fólki sem er að skipuleggja það mót var fyrir norðan og við höfum verið í sambandi við þau og það er ýmislegt sem þau ætla að taka til sín og draga lærdóm af því sem átti sér stað á Akureyri. Skipulagningin mótsins sem fram fer í Kópavogi næstu helgi er með öðrum hætti en var fyrir norðan. Þannig vonandi ætti að ganga betur þar. Ef foreldrar sjá færi á að vera heima og leyfa börnunum að fara sjálf á mótið þá væri að ákjósanlegt,“ sagði Rögnvaldur. Hann segir fólk orðið ansi værukært í einstaklingsbundnum smitvörnum. Þá hvetur hann fyrirtæki til að efla smitvarnir. „Maður sér líka í fyrirtækjum sem öll voru að standa sig svo svakalega vel í vetur að sprittbrúsar eru jafnvel tómir eða hreinlega ekki til staðar þannig við þurfum aðeins að fara til baka í þann góða gír sem við vorum í í vetur,“ sagði Rögnvaldur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Akureyri Fótbolti Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Fleiri fréttir „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Sjá meira