Íslendingar duglegir að bóka gistingu á landsbyggðinni en staðan önnur í Reykjavík Sylvía Hall skrifar 7. júlí 2020 06:02 Kristófer Oliversson er formaður Félags fyrirtækja í hótelrekstri og gistiþjónustu. „Landinn er að standa sig bara nokkuð vel að bóka gistingu úti á landi en Reykvíkingarnir eru ekkert að flykkjast í miðborgina til þess að gista,“ segir Kristófer Oliversson, formaður FHG – Félags fyrirtækja í hótelrekstri og gistiþjónustu og framkvæmdastjóri Center Hotels, um stöðuna á hótelum í borginni. Vegna kórónuveirufaraldursins er augljóslega mun minna um ferðamenn hér á landi samanborið við undanfarin ár. Hótel og aðrir gististaðir á landinu hafa gripið til þess að bjóða gistingu á lægra verði og hafa margir Íslendingar nýtt sér það, pantað ódýrari hótelgistingu og verið túristar í eigin landi. Það er þó ekki staðan í Reykjavík. „Almennt er staðan mjög róleg í Reykjavík og mikið af hótelum lokuð enn þá. Íslendingar eru ekki að hópast með sama hætti inn á hótelin hér en bókanir úti á landi líta ágætlega út fram í ágúst,“ segir Kristófer í samtali við Vísi. Hann segir rekstraraðila vona að þetta fari hægt og rólega af stað, það sé mun ákjósanlegra en að fara of geyst og þá mögulega sjá aðra bylgju smita. „Við bindum vonir við að okkur takist að afstýra bakslagi hér með sjimunum við landamærin og góð tök náist á því. Við vonuðum nú að það yrði farið að hleypa inn í landið án skimana, Þjóðverjum og Dönum og þjóðum sem hafa komið nokkuð vel út úr þessu, en það varð því miður ekki. Ég vona að við lærum jafnt og þétt á þetta og menn geti með sæmilegu öryggi farið að auka traffíkina hjá okkur, það veitir ekki af.“ Á meðan Íslendingar bóka hótelgistingar á landsbyggðinni er staðan önnur á hótelum í Reykjavík.Vísir/Vilhelm Aðeins brotabrot af því sem var Mörg hótel í Reykjavík eru enn lokuð og ekki liggur fyrir hvenær þau opni á ný. Kristófer segir eitthvað vera um ferðamenn eftir að skimanir hófust á landamærunum en það sé mun minna en hafi verið undanfarin ár. „Við erum alveg farin að sjá ferðamenn, en miðað við þessa miklu gjaldeyrismaskínu sem við vorum búin að byggja upp hérna að þá er þetta ekki mikið til að halda henni gangandi.“ Ísland hefur verið vinsæll áfangastaður undanfarin ár. Kristófer segir rekstraraðila vona að baráttan við kórónuveiruna gangi vel svo ferðamennskan geti tekið við sér á ný.Vísir/Vilhelm Hann segist vona að þær ráðstafanir sem mörg hótel á höfuðborgarsvæðinu hafa gert dugi til. Mögulega þurfi að gera frekari breytingar svo þau geti opnað á ný þegar ferðamannastraumurinn eykst á ný en það sé erfitt að spá fyrir um framhaldið. Hlutirnir geti breyst ansi hratt. „Það er mikil óvissa með enn þá með hvað gerist. Menn voru farnir að vona fleiri þjóðum yrði hleypt inn án skimana, en svo var því frestað. Númer eitt er að fólk upplifi sig öruggt hér á landi og það leiðir síðan til þess að fleiri komi,“ segir Kristófer og bætir við að það væri ekki gott fyrir neinn rekstur ef grípa þyrfti aftur til harðari aðgerða. Enginn vilji sjá bakslag verða. „Við höfum fullan skilning á aðgerðum þríeykisins. Þau hafa staðið sig mjög vel, en við treystum því að menn horfti til þess að við þurfum að koma ferðaþjónustunni í gang eins fljótt og kostur er, enda brýnt fyrir greinina að afla tekna og ekki síður en fyrir samfélagið.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
„Landinn er að standa sig bara nokkuð vel að bóka gistingu úti á landi en Reykvíkingarnir eru ekkert að flykkjast í miðborgina til þess að gista,“ segir Kristófer Oliversson, formaður FHG – Félags fyrirtækja í hótelrekstri og gistiþjónustu og framkvæmdastjóri Center Hotels, um stöðuna á hótelum í borginni. Vegna kórónuveirufaraldursins er augljóslega mun minna um ferðamenn hér á landi samanborið við undanfarin ár. Hótel og aðrir gististaðir á landinu hafa gripið til þess að bjóða gistingu á lægra verði og hafa margir Íslendingar nýtt sér það, pantað ódýrari hótelgistingu og verið túristar í eigin landi. Það er þó ekki staðan í Reykjavík. „Almennt er staðan mjög róleg í Reykjavík og mikið af hótelum lokuð enn þá. Íslendingar eru ekki að hópast með sama hætti inn á hótelin hér en bókanir úti á landi líta ágætlega út fram í ágúst,“ segir Kristófer í samtali við Vísi. Hann segir rekstraraðila vona að þetta fari hægt og rólega af stað, það sé mun ákjósanlegra en að fara of geyst og þá mögulega sjá aðra bylgju smita. „Við bindum vonir við að okkur takist að afstýra bakslagi hér með sjimunum við landamærin og góð tök náist á því. Við vonuðum nú að það yrði farið að hleypa inn í landið án skimana, Þjóðverjum og Dönum og þjóðum sem hafa komið nokkuð vel út úr þessu, en það varð því miður ekki. Ég vona að við lærum jafnt og þétt á þetta og menn geti með sæmilegu öryggi farið að auka traffíkina hjá okkur, það veitir ekki af.“ Á meðan Íslendingar bóka hótelgistingar á landsbyggðinni er staðan önnur á hótelum í Reykjavík.Vísir/Vilhelm Aðeins brotabrot af því sem var Mörg hótel í Reykjavík eru enn lokuð og ekki liggur fyrir hvenær þau opni á ný. Kristófer segir eitthvað vera um ferðamenn eftir að skimanir hófust á landamærunum en það sé mun minna en hafi verið undanfarin ár. „Við erum alveg farin að sjá ferðamenn, en miðað við þessa miklu gjaldeyrismaskínu sem við vorum búin að byggja upp hérna að þá er þetta ekki mikið til að halda henni gangandi.“ Ísland hefur verið vinsæll áfangastaður undanfarin ár. Kristófer segir rekstraraðila vona að baráttan við kórónuveiruna gangi vel svo ferðamennskan geti tekið við sér á ný.Vísir/Vilhelm Hann segist vona að þær ráðstafanir sem mörg hótel á höfuðborgarsvæðinu hafa gert dugi til. Mögulega þurfi að gera frekari breytingar svo þau geti opnað á ný þegar ferðamannastraumurinn eykst á ný en það sé erfitt að spá fyrir um framhaldið. Hlutirnir geti breyst ansi hratt. „Það er mikil óvissa með enn þá með hvað gerist. Menn voru farnir að vona fleiri þjóðum yrði hleypt inn án skimana, en svo var því frestað. Númer eitt er að fólk upplifi sig öruggt hér á landi og það leiðir síðan til þess að fleiri komi,“ segir Kristófer og bætir við að það væri ekki gott fyrir neinn rekstur ef grípa þyrfti aftur til harðari aðgerða. Enginn vilji sjá bakslag verða. „Við höfum fullan skilning á aðgerðum þríeykisins. Þau hafa staðið sig mjög vel, en við treystum því að menn horfti til þess að við þurfum að koma ferðaþjónustunni í gang eins fljótt og kostur er, enda brýnt fyrir greinina að afla tekna og ekki síður en fyrir samfélagið.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira