Ætluðu aldrei að sinna skimun „til eilífðarnóns“ Andri Eysteinsson skrifar 6. júlí 2020 18:00 Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Vísir/Vilhelm Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að ekki hafi verið áætlað að sinna skimun fyrir kórónuveirunni „til eilífðarnóns.“ Tími sé kominn til þess að starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar snúi sér aftur að dagvinnu sinni, sem hefur verið vanrækt, og „hverfi aftur inn í botnlausa erfðafræðina.“ Það hefur vart farið fram hjá neinum að í dag tilkynnti Kári í opnu bréfi til forsætisráðherra að Íslensk erfðagreining muni frá og með deginum í dag hætta öllum samskiptum við sóttvarnarlækni og landlækni vegna faraldurs kórónuveirunnar. Sagði Kári þá einnig að skimun á vegum ÍE muni ljúka mánudaginn 13. júlí. Ljóst er að framlag ÍE vegna faraldursins hefur verið veigamikið enda hafa starfsmenn fyrirtækisins skimað 72.500 manns og hafa að sögn Kára borið hitann og þungann af skimunum vegna veirunnar. Kári talaði um atburði dagsins í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Samskiptin við stjórnvöld hafa kannski ekki verið upp á það besta,“ sagði Kári sem gagnrýndi Katrínu Jakobsdóttur í bréfi sínu fyrir að hafa ekki haft nægilegt samráð við ÍE við skipulagningu landamæraskimunar. Þá var Kári ósáttur með seinagang yfirvalda en hann segist hafa hvatt stjórnvöld til þess að vinna rösklega að því að setja á fót Faraldsfræðistofnun. Ríkisstjórnin hafi þó ákveðið að gefa sér tíma sem Kári sagði „einhvers staðar á milli þess að vera grátlegur og hlægilegur.“ „Við höfum aldrei haft meiri ástæðu til þess að vinna rösklega í þessum farsóttarmálum eins og nú. Núna þegar við erum búin að opna landamærin verða menn að geta unnið mjög hratt, verið einbeittir og tekið á þessu með afdrifaríkum hætti. Ég held það muni koma í ljós á næstu dögum og vikum að við verðum að vera á tánum,“ sagði Kári áður en að hann hrósaði bæði sóttvarnalækni og landlækni. „Við höfum mjög góðan sóttvarnalækni og mjög góðan landlækni. Fólk sem ég treysti mjög vel til að sinna sínu verki. Ég er ekki í nokkrum vafa um að þau munu finna sér fólk til að fylla upp í það skarð sem myndast þegar við hættum,“ sagði Kári. Þá taldi forstjórinn að það yrði ekkert vandamál fyrir Landspítalann að koma því í haginn að hægt yrði að taka á sig fleiri verkefni vegna sýnatöku. Sjö dagar séu til stefnu og það hafi eingöngu tekið Íslenska erfðagreiningu fimm daga að taka að setja upp sína rannsóknarstöð þegar það var gert, án undirbúnings. Við erum búin að ljúka mjög mikilli skimun fyrir mótefni gegn veirunni, búin að skoða þrjátíu þúsund Íslendinga og búin að vinna þetta allt saman mjög vel, samfélaginu að kostnaðarlausu en það var aldrei planið að við yrðum í þessu til eilífðarnóns, ég held að allir hafi gert sér grein fyrir því að fyrr en seinna yrðum við að snúa okkur að okkar dagvinnu. „Ég held að þetta sé ekkert slæmur tímapunktur það er komin reynsla á skimun á landamærunum. Ég held að það sé ósköp eðlilegt að kveðja kurteisislega. Þökkum fyrir að hafa fengið að taka þátt í þessu og hverfum inn í þessa botnlausu erfðafræði sem við búum við flesta daga,“ sagði Kári Stefánsson. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík síðdegis Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að ekki hafi verið áætlað að sinna skimun fyrir kórónuveirunni „til eilífðarnóns.“ Tími sé kominn til þess að starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar snúi sér aftur að dagvinnu sinni, sem hefur verið vanrækt, og „hverfi aftur inn í botnlausa erfðafræðina.“ Það hefur vart farið fram hjá neinum að í dag tilkynnti Kári í opnu bréfi til forsætisráðherra að Íslensk erfðagreining muni frá og með deginum í dag hætta öllum samskiptum við sóttvarnarlækni og landlækni vegna faraldurs kórónuveirunnar. Sagði Kári þá einnig að skimun á vegum ÍE muni ljúka mánudaginn 13. júlí. Ljóst er að framlag ÍE vegna faraldursins hefur verið veigamikið enda hafa starfsmenn fyrirtækisins skimað 72.500 manns og hafa að sögn Kára borið hitann og þungann af skimunum vegna veirunnar. Kári talaði um atburði dagsins í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Samskiptin við stjórnvöld hafa kannski ekki verið upp á það besta,“ sagði Kári sem gagnrýndi Katrínu Jakobsdóttur í bréfi sínu fyrir að hafa ekki haft nægilegt samráð við ÍE við skipulagningu landamæraskimunar. Þá var Kári ósáttur með seinagang yfirvalda en hann segist hafa hvatt stjórnvöld til þess að vinna rösklega að því að setja á fót Faraldsfræðistofnun. Ríkisstjórnin hafi þó ákveðið að gefa sér tíma sem Kári sagði „einhvers staðar á milli þess að vera grátlegur og hlægilegur.“ „Við höfum aldrei haft meiri ástæðu til þess að vinna rösklega í þessum farsóttarmálum eins og nú. Núna þegar við erum búin að opna landamærin verða menn að geta unnið mjög hratt, verið einbeittir og tekið á þessu með afdrifaríkum hætti. Ég held það muni koma í ljós á næstu dögum og vikum að við verðum að vera á tánum,“ sagði Kári áður en að hann hrósaði bæði sóttvarnalækni og landlækni. „Við höfum mjög góðan sóttvarnalækni og mjög góðan landlækni. Fólk sem ég treysti mjög vel til að sinna sínu verki. Ég er ekki í nokkrum vafa um að þau munu finna sér fólk til að fylla upp í það skarð sem myndast þegar við hættum,“ sagði Kári. Þá taldi forstjórinn að það yrði ekkert vandamál fyrir Landspítalann að koma því í haginn að hægt yrði að taka á sig fleiri verkefni vegna sýnatöku. Sjö dagar séu til stefnu og það hafi eingöngu tekið Íslenska erfðagreiningu fimm daga að taka að setja upp sína rannsóknarstöð þegar það var gert, án undirbúnings. Við erum búin að ljúka mjög mikilli skimun fyrir mótefni gegn veirunni, búin að skoða þrjátíu þúsund Íslendinga og búin að vinna þetta allt saman mjög vel, samfélaginu að kostnaðarlausu en það var aldrei planið að við yrðum í þessu til eilífðarnóns, ég held að allir hafi gert sér grein fyrir því að fyrr en seinna yrðum við að snúa okkur að okkar dagvinnu. „Ég held að þetta sé ekkert slæmur tímapunktur það er komin reynsla á skimun á landamærunum. Ég held að það sé ósköp eðlilegt að kveðja kurteisislega. Þökkum fyrir að hafa fengið að taka þátt í þessu og hverfum inn í þessa botnlausu erfðafræði sem við búum við flesta daga,“ sagði Kári Stefánsson.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík síðdegis Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira