Vonar að hægt verði að leita í þekkingu og reynslu Kára og ÍE Andri Eysteinsson skrifar 6. júlí 2020 20:51 „Ég get verið sammála Kára um þetta [stofnun Faraldsfræðistofnunar], það er mjög mikilvægt að við eflum innviði heilbrigðiskerfisins okkar til þess að takast á við faraldra. Ég sagði það að við hefðum ákveðið að ráða aðila til þess að skoða betur þessa hugmynd og ráðast í þann nauðsynlega undirbúning sem þurfti,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Íslands í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld spurð um viðbrögð sín við ákvörðun Kára Stefánssonar að Íslensk erfðagreining hætti að sinna skimun vegna kórónuveirunnar. Kári gagnrýndi Katrínu og ríkisstjórn hennar í opnu bréfi í dag og þá sérstaklega fyrir viðbrögð við tillögu Kára um að koma hér á fót Faraldsfræðistofnun Íslands. Ríkisstjórnin ákvað að taka tillöguna til skoðunar og verður verkefnisstjóri ráðinn sem mun skila tillögum fyrir 15. september. Kára fannst tíminn sem ríkisstjórnin gaf sér vera „einhvers staðar á milli þess að vera grátlegur og hlægilegur.“ Katrín segir að brotthvarf ÍE frá kórónuveiruskimun kalli á nýja nálgun í málinu. Fundir eru fyrirhugaðir með sóttvarnalækni, almannavörnum og fleiri aðilum og verður þar farið yfir stöðu mála og næstu skref ákveðin. „Mínar vonir standa til þess að við getum leitað í reynslu- og þekkingarbrunn Kára og hans starfsfólks til þess að sameinast í því markmiði að berjast betur gegn heimsfaraldri á borð við þann sem geisar núna,“ sagði Katrín. Forsætisráðherra sagði framlag Íslenskrar erfðagreiningar hafa verið ómetanlegt og það hafi ekki verið sjálfgefið að starfsfólk ÍE sinnti þessu viðamikla verkefni. Spurð hvort að ekki hefði verið hægt að funda með Kára um málið sagði Katrín svo hafa verið. „Það hefði vafalaust verið hægt að hafa fundi. Hann kaus að senda mér bréf og ég svaraði því með bréfi,“ sagði forsætisráðherra. Í bréfi sínu til forsætisráðuneytisins bauð Kári fram húsnæði til handa óstofnaðri Faraldsfræðistofnun. Forsætisráðherra segir að það sé eitt af því sem hefði verið til skoðunar þegar málið er unnið. Í viðtali við Reykjavík síðdegis og í bréfi sínu gagnrýndi Kári eins og áður segir þann tíma sem stjórnvöld gefa sér áður en að stofnunin yrði að veruleika. Kári sagði að af svari Katrínar við bréfinu væri ljóst að henni þætti vandamálið „ekki eins brátt og okkur.“ Verkefnastjórinn sem forsætisráðherra nefnir í bréfi sínu er óráðinn en haga þarf málinu eftir kúnstarinnar reglum líkt og með aðrar opinberar ráðningar. „Það er að sjálfsögðu þannig að þegar við tökum svona ákvörðun þá þarf að auglýsa þá stöðu og fara eftir settum reglum. Þess vegna gerast svona hlutir ekki á örfáum dögum,“ sagði Katrín. „Þetta verkefni hefur byggst upp með samstarfi ólíkra aðila. Ég hef nú ósjaldan sagt að það er okkar gæfa að hafa tekist að ná fram þessu samstarfi hins opinbera og einkaaðila. Auðvitað vonast ég til þess að við finnum einhverja farsæla lendingu til hagsbóta fyrir samfélagið og heilbrigði þjóðarinnar,“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Sjá meira
„Ég get verið sammála Kára um þetta [stofnun Faraldsfræðistofnunar], það er mjög mikilvægt að við eflum innviði heilbrigðiskerfisins okkar til þess að takast á við faraldra. Ég sagði það að við hefðum ákveðið að ráða aðila til þess að skoða betur þessa hugmynd og ráðast í þann nauðsynlega undirbúning sem þurfti,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Íslands í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld spurð um viðbrögð sín við ákvörðun Kára Stefánssonar að Íslensk erfðagreining hætti að sinna skimun vegna kórónuveirunnar. Kári gagnrýndi Katrínu og ríkisstjórn hennar í opnu bréfi í dag og þá sérstaklega fyrir viðbrögð við tillögu Kára um að koma hér á fót Faraldsfræðistofnun Íslands. Ríkisstjórnin ákvað að taka tillöguna til skoðunar og verður verkefnisstjóri ráðinn sem mun skila tillögum fyrir 15. september. Kára fannst tíminn sem ríkisstjórnin gaf sér vera „einhvers staðar á milli þess að vera grátlegur og hlægilegur.“ Katrín segir að brotthvarf ÍE frá kórónuveiruskimun kalli á nýja nálgun í málinu. Fundir eru fyrirhugaðir með sóttvarnalækni, almannavörnum og fleiri aðilum og verður þar farið yfir stöðu mála og næstu skref ákveðin. „Mínar vonir standa til þess að við getum leitað í reynslu- og þekkingarbrunn Kára og hans starfsfólks til þess að sameinast í því markmiði að berjast betur gegn heimsfaraldri á borð við þann sem geisar núna,“ sagði Katrín. Forsætisráðherra sagði framlag Íslenskrar erfðagreiningar hafa verið ómetanlegt og það hafi ekki verið sjálfgefið að starfsfólk ÍE sinnti þessu viðamikla verkefni. Spurð hvort að ekki hefði verið hægt að funda með Kára um málið sagði Katrín svo hafa verið. „Það hefði vafalaust verið hægt að hafa fundi. Hann kaus að senda mér bréf og ég svaraði því með bréfi,“ sagði forsætisráðherra. Í bréfi sínu til forsætisráðuneytisins bauð Kári fram húsnæði til handa óstofnaðri Faraldsfræðistofnun. Forsætisráðherra segir að það sé eitt af því sem hefði verið til skoðunar þegar málið er unnið. Í viðtali við Reykjavík síðdegis og í bréfi sínu gagnrýndi Kári eins og áður segir þann tíma sem stjórnvöld gefa sér áður en að stofnunin yrði að veruleika. Kári sagði að af svari Katrínar við bréfinu væri ljóst að henni þætti vandamálið „ekki eins brátt og okkur.“ Verkefnastjórinn sem forsætisráðherra nefnir í bréfi sínu er óráðinn en haga þarf málinu eftir kúnstarinnar reglum líkt og með aðrar opinberar ráðningar. „Það er að sjálfsögðu þannig að þegar við tökum svona ákvörðun þá þarf að auglýsa þá stöðu og fara eftir settum reglum. Þess vegna gerast svona hlutir ekki á örfáum dögum,“ sagði Katrín. „Þetta verkefni hefur byggst upp með samstarfi ólíkra aðila. Ég hef nú ósjaldan sagt að það er okkar gæfa að hafa tekist að ná fram þessu samstarfi hins opinbera og einkaaðila. Auðvitað vonast ég til þess að við finnum einhverja farsæla lendingu til hagsbóta fyrir samfélagið og heilbrigði þjóðarinnar,“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Sjá meira